Fær ekki að hitta dóttur sína 5. nóvember 2005 06:00 Helgi Steinþór Elíeserson hefur barist í níu ár við að fá að hitta dóttur sína, sem nú er 12 ára. Þótt bæði sýslumaðurinn í Reykjavík og dómsmálaráðuneytið hafi úrskurðað honum umgengnisrétt, hitti hann dóttur sína einungis tvisvar á síðasta ári, og höfðu feðginin þá ekki sést í þrjú ár. "Þetta er ofboðslega sárt. Stundum held ég að ég sé búinn að sætta mig við þetta, en svo kemur sársaukinn bara upp aftur og aftur," segir Helgi, og bætir við að hann sé orðinn langþreyttur á baráttunni fyrir því að geta átt eðlileg samskipti við dóttur sína. Að sögn Helga hefur hann lagalegan rétt til samskipta annan hvern laugardag. Helgi og barnsmóðir hans slitu samvistum þegar telpan var þriggja ára. Sambúðarslitin voru að Helga sögn erfið og lenti hann í óreglu næsta árið, en fór svo í meðferð á fjögurra ára afmælisdegi dóttur sinnar. Hann segist hafa staðið sig síðan og að hann hafi haft forsjá með öðrum börnum sínum án vandkvæða. Frá upphafi gerðu foreldrarnir samning um að móðirin héldi telpunni, en Helgi hefði umgengnisrétt. Dómar hafa fallið í málinu, og Helga jafnan verið veittur umgengnisréttur við dóttur sína. Í forræðisdeilu voru bæði dæmd jafnhæf en dómurinn úrskurðaði að ylli barninu minni röskun ef hún yrði áfram hjá móður sinni. Fram að tólf ára aldri barnsins, gat Helgi farið fram á dagssektir, þar sem móðirin yrði sektuð í hvert sinn sem hann fengi ekki barnið, en Helgi segist ekki hafa haft áhuga á því. "Það er ekki hagur minn að láta sekta hana, því það sem ég er að sækjast eftir er umgengni við barnið." Einnig stendur Helga til boða að sækja telpuna með fulltrúa sýslumanns. "En ég myndi aldrei fara með lögregluna á heimilið og ná í barnið mitt," segir Helgi. Barnsmóðir Helga vildi ekki tjá sig um málið. Innlent Lífið Menning Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Helgi Steinþór Elíeserson hefur barist í níu ár við að fá að hitta dóttur sína, sem nú er 12 ára. Þótt bæði sýslumaðurinn í Reykjavík og dómsmálaráðuneytið hafi úrskurðað honum umgengnisrétt, hitti hann dóttur sína einungis tvisvar á síðasta ári, og höfðu feðginin þá ekki sést í þrjú ár. "Þetta er ofboðslega sárt. Stundum held ég að ég sé búinn að sætta mig við þetta, en svo kemur sársaukinn bara upp aftur og aftur," segir Helgi, og bætir við að hann sé orðinn langþreyttur á baráttunni fyrir því að geta átt eðlileg samskipti við dóttur sína. Að sögn Helga hefur hann lagalegan rétt til samskipta annan hvern laugardag. Helgi og barnsmóðir hans slitu samvistum þegar telpan var þriggja ára. Sambúðarslitin voru að Helga sögn erfið og lenti hann í óreglu næsta árið, en fór svo í meðferð á fjögurra ára afmælisdegi dóttur sinnar. Hann segist hafa staðið sig síðan og að hann hafi haft forsjá með öðrum börnum sínum án vandkvæða. Frá upphafi gerðu foreldrarnir samning um að móðirin héldi telpunni, en Helgi hefði umgengnisrétt. Dómar hafa fallið í málinu, og Helga jafnan verið veittur umgengnisréttur við dóttur sína. Í forræðisdeilu voru bæði dæmd jafnhæf en dómurinn úrskurðaði að ylli barninu minni röskun ef hún yrði áfram hjá móður sinni. Fram að tólf ára aldri barnsins, gat Helgi farið fram á dagssektir, þar sem móðirin yrði sektuð í hvert sinn sem hann fengi ekki barnið, en Helgi segist ekki hafa haft áhuga á því. "Það er ekki hagur minn að láta sekta hana, því það sem ég er að sækjast eftir er umgengni við barnið." Einnig stendur Helga til boða að sækja telpuna með fulltrúa sýslumanns. "En ég myndi aldrei fara með lögregluna á heimilið og ná í barnið mitt," segir Helgi. Barnsmóðir Helga vildi ekki tjá sig um málið.
Innlent Lífið Menning Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira