Fons hagnast um milljarða króna 24. október 2005 03:30 FL Group og Fons eignarhaldsfélag undirrituðu samning í gær um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Tæplega fjórir milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í FL Group sem ekki verða afhent fyrr en árið 2007, náist tiltekin rekstrarmarkmið Sterling. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir rekstrarárangri Sterling á næsta ári. Ljóst er að Fons innleysir með sölunni milljarða í hagnað, en talið er að kaupverð Sterling hafi verið um fimm milljarðar króna. Pálmi Haraldsson, einn eiganda Fons segir verðið sem FL Group greiddi fyrir félagið ekki hátt að sínu mati miðað við þau tækifæri sem liggi í rekstrinum. "Fyrir okkur réði það úrslitum að stjórn FL Group deilir með okkur sömu sýn á framtíð Sterling." Í kjölfar kaupanna og skipulagsbreytinga hjá félaginu verður hlutafé aukið um 44 milljarða króna á genginu 13,6. Þegar hafa stærstu hluthafar skrifað sig fyrir 39 milljörðum króna. Hægt verður að greiða fyrir hluti með hlutabréfum tíu stærstu félaga í Kauphöll Íslands, auk reiðufjár. Landsbankinn og KB banki sölutryggja það sem á vantar. Við aukninguna verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með 65 milljarða í eigið fé. Í ár stefnir í methagnað FL Group og samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er hagnaður fyrstu níu mánuði ársins átta milljarðar króna. FL Group hefur stofnað félag með KB banka sem mun kaupa, leigja og selja Boeing-þotur sem keyptar hafa verið að undanförnu. Með stofnun félagsins innleysir FL Group milli þrjá og fjóra milljarða í hagnað sem færast munu á uppgjör síðasta ársfjórðungs. Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir að með kaupunum og hlutfáraukningunni sé verið að gera grundvallarbreytingar á félaginu: "Markmið okkar er að vera leiðandi áhrifafjárfestir með áherslu á Evrópu." Hann segir að með nýju skipulagi sé skilið á milli fjárfestingarstarfseminnar og rekstrarfélaganna. FL Group á um 14 prósenta hlut í easyJet. Sterling er vel sett hvað varðar áfangastaði á Norðurlöndum og eflaust áhugavert fyrir easyJet og Sterling að skoða nánara samstarf í lággjaldaflugi í Evrópu. Sterling er fjórða stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu. Innlent Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
FL Group og Fons eignarhaldsfélag undirrituðu samning í gær um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Tæplega fjórir milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í FL Group sem ekki verða afhent fyrr en árið 2007, náist tiltekin rekstrarmarkmið Sterling. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir rekstrarárangri Sterling á næsta ári. Ljóst er að Fons innleysir með sölunni milljarða í hagnað, en talið er að kaupverð Sterling hafi verið um fimm milljarðar króna. Pálmi Haraldsson, einn eiganda Fons segir verðið sem FL Group greiddi fyrir félagið ekki hátt að sínu mati miðað við þau tækifæri sem liggi í rekstrinum. "Fyrir okkur réði það úrslitum að stjórn FL Group deilir með okkur sömu sýn á framtíð Sterling." Í kjölfar kaupanna og skipulagsbreytinga hjá félaginu verður hlutafé aukið um 44 milljarða króna á genginu 13,6. Þegar hafa stærstu hluthafar skrifað sig fyrir 39 milljörðum króna. Hægt verður að greiða fyrir hluti með hlutabréfum tíu stærstu félaga í Kauphöll Íslands, auk reiðufjár. Landsbankinn og KB banki sölutryggja það sem á vantar. Við aukninguna verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með 65 milljarða í eigið fé. Í ár stefnir í methagnað FL Group og samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er hagnaður fyrstu níu mánuði ársins átta milljarðar króna. FL Group hefur stofnað félag með KB banka sem mun kaupa, leigja og selja Boeing-þotur sem keyptar hafa verið að undanförnu. Með stofnun félagsins innleysir FL Group milli þrjá og fjóra milljarða í hagnað sem færast munu á uppgjör síðasta ársfjórðungs. Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir að með kaupunum og hlutfáraukningunni sé verið að gera grundvallarbreytingar á félaginu: "Markmið okkar er að vera leiðandi áhrifafjárfestir með áherslu á Evrópu." Hann segir að með nýju skipulagi sé skilið á milli fjárfestingarstarfseminnar og rekstrarfélaganna. FL Group á um 14 prósenta hlut í easyJet. Sterling er vel sett hvað varðar áfangastaði á Norðurlöndum og eflaust áhugavert fyrir easyJet og Sterling að skoða nánara samstarf í lággjaldaflugi í Evrópu. Sterling er fjórða stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu.
Innlent Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira