Fons hagnast um milljarða króna 24. október 2005 03:30 FL Group og Fons eignarhaldsfélag undirrituðu samning í gær um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Tæplega fjórir milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í FL Group sem ekki verða afhent fyrr en árið 2007, náist tiltekin rekstrarmarkmið Sterling. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir rekstrarárangri Sterling á næsta ári. Ljóst er að Fons innleysir með sölunni milljarða í hagnað, en talið er að kaupverð Sterling hafi verið um fimm milljarðar króna. Pálmi Haraldsson, einn eiganda Fons segir verðið sem FL Group greiddi fyrir félagið ekki hátt að sínu mati miðað við þau tækifæri sem liggi í rekstrinum. "Fyrir okkur réði það úrslitum að stjórn FL Group deilir með okkur sömu sýn á framtíð Sterling." Í kjölfar kaupanna og skipulagsbreytinga hjá félaginu verður hlutafé aukið um 44 milljarða króna á genginu 13,6. Þegar hafa stærstu hluthafar skrifað sig fyrir 39 milljörðum króna. Hægt verður að greiða fyrir hluti með hlutabréfum tíu stærstu félaga í Kauphöll Íslands, auk reiðufjár. Landsbankinn og KB banki sölutryggja það sem á vantar. Við aukninguna verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með 65 milljarða í eigið fé. Í ár stefnir í methagnað FL Group og samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er hagnaður fyrstu níu mánuði ársins átta milljarðar króna. FL Group hefur stofnað félag með KB banka sem mun kaupa, leigja og selja Boeing-þotur sem keyptar hafa verið að undanförnu. Með stofnun félagsins innleysir FL Group milli þrjá og fjóra milljarða í hagnað sem færast munu á uppgjör síðasta ársfjórðungs. Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir að með kaupunum og hlutfáraukningunni sé verið að gera grundvallarbreytingar á félaginu: "Markmið okkar er að vera leiðandi áhrifafjárfestir með áherslu á Evrópu." Hann segir að með nýju skipulagi sé skilið á milli fjárfestingarstarfseminnar og rekstrarfélaganna. FL Group á um 14 prósenta hlut í easyJet. Sterling er vel sett hvað varðar áfangastaði á Norðurlöndum og eflaust áhugavert fyrir easyJet og Sterling að skoða nánara samstarf í lággjaldaflugi í Evrópu. Sterling er fjórða stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu. Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Sjá meira
FL Group og Fons eignarhaldsfélag undirrituðu samning í gær um sölu á Sterling til FL Group fyrir 15 milljarða króna. Tæplega fjórir milljarðar verða greiddir með hlutabréfum í FL Group sem ekki verða afhent fyrr en árið 2007, náist tiltekin rekstrarmarkmið Sterling. Kaupverðið getur hækkað eða lækkað eftir rekstrarárangri Sterling á næsta ári. Ljóst er að Fons innleysir með sölunni milljarða í hagnað, en talið er að kaupverð Sterling hafi verið um fimm milljarðar króna. Pálmi Haraldsson, einn eiganda Fons segir verðið sem FL Group greiddi fyrir félagið ekki hátt að sínu mati miðað við þau tækifæri sem liggi í rekstrinum. "Fyrir okkur réði það úrslitum að stjórn FL Group deilir með okkur sömu sýn á framtíð Sterling." Í kjölfar kaupanna og skipulagsbreytinga hjá félaginu verður hlutafé aukið um 44 milljarða króna á genginu 13,6. Þegar hafa stærstu hluthafar skrifað sig fyrir 39 milljörðum króna. Hægt verður að greiða fyrir hluti með hlutabréfum tíu stærstu félaga í Kauphöll Íslands, auk reiðufjár. Landsbankinn og KB banki sölutryggja það sem á vantar. Við aukninguna verður til stærsta fjárfestingafélag landsins með 65 milljarða í eigið fé. Í ár stefnir í methagnað FL Group og samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er hagnaður fyrstu níu mánuði ársins átta milljarðar króna. FL Group hefur stofnað félag með KB banka sem mun kaupa, leigja og selja Boeing-þotur sem keyptar hafa verið að undanförnu. Með stofnun félagsins innleysir FL Group milli þrjá og fjóra milljarða í hagnað sem færast munu á uppgjör síðasta ársfjórðungs. Hannes Smárason, forstjóri FL Group segir að með kaupunum og hlutfáraukningunni sé verið að gera grundvallarbreytingar á félaginu: "Markmið okkar er að vera leiðandi áhrifafjárfestir með áherslu á Evrópu." Hann segir að með nýju skipulagi sé skilið á milli fjárfestingarstarfseminnar og rekstrarfélaganna. FL Group á um 14 prósenta hlut í easyJet. Sterling er vel sett hvað varðar áfangastaði á Norðurlöndum og eflaust áhugavert fyrir easyJet og Sterling að skoða nánara samstarf í lággjaldaflugi í Evrópu. Sterling er fjórða stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu.
Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Sjá meira