Foreldrar meðal brennuvarga 26. desember 2004 00:01 Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlamanna sem reyndu að kveikja brennu inn í bænum um miðnætti á jóladag. Í framhaldinu var kveikt í áramótabrennu bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brennunni sem brann að mestu niður. Ásmundi Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Grindavík, gremst mest að fullorðið fólk standi að íkveikjunum. "Við höfum frætt skólabörn um eldhættur svo standa foreldra sumra þeirra í því að kveikja í ólöglegum brennum á jólunum. Ég held að þeir sem stóðu í þessu ættu að sjá sóma sinn í að safna í nýja brennu fyrir börnin sín." "Þetta er leiðinlegur fíflagangur og leiðinleg uppákoma sem fáir standa fyrir," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Grindavík. Hún segir það hljóti að hafast að safna í nýja áramótabrennu. Grindvíkingar séu vanir að standa saman og geri það sjálfsagt núna sem fyrr. Lögreglan var með viðbúnað á jóladagskvöld vegna fyrri reynslu um að reynt yrði að kveikja brennu í óleyfi um miðnætti. Sex lögreglubílar voru í Grindavík þegar mest var. Á tólfta tímanum tók fólk að safnast saman þar sem reynt var undirbúa brennu við Saltfisksetrið. Lögreglan kom í veg fyrir að kveikt yrði í haugnum. Síðan var kveikt í áramótabrennunni og í lítilli brennu við Sólarvé þar sem á annað hundrað manns, á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára, söfnuðust saman. Athygli vakti að fullorðnir menn stóðu að íkveikjunum, margir þeirra allsgáðir. Tveir voru handteknir og afskipti voru höfð af nokkrum þar sem þeir hindruðu slökkviliðið við störf. Upp úr klukkan tvö um nóttina leystist hópurinn upp þegar veður hafði versnað. Skemmdir voru óverulegar en næstu dagar munu leiða í ljós hvernig tekst til að safna í nýja brennu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira
Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlamanna sem reyndu að kveikja brennu inn í bænum um miðnætti á jóladag. Í framhaldinu var kveikt í áramótabrennu bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brennunni sem brann að mestu niður. Ásmundi Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Grindavík, gremst mest að fullorðið fólk standi að íkveikjunum. "Við höfum frætt skólabörn um eldhættur svo standa foreldra sumra þeirra í því að kveikja í ólöglegum brennum á jólunum. Ég held að þeir sem stóðu í þessu ættu að sjá sóma sinn í að safna í nýja brennu fyrir börnin sín." "Þetta er leiðinlegur fíflagangur og leiðinleg uppákoma sem fáir standa fyrir," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Grindavík. Hún segir það hljóti að hafast að safna í nýja áramótabrennu. Grindvíkingar séu vanir að standa saman og geri það sjálfsagt núna sem fyrr. Lögreglan var með viðbúnað á jóladagskvöld vegna fyrri reynslu um að reynt yrði að kveikja brennu í óleyfi um miðnætti. Sex lögreglubílar voru í Grindavík þegar mest var. Á tólfta tímanum tók fólk að safnast saman þar sem reynt var undirbúa brennu við Saltfisksetrið. Lögreglan kom í veg fyrir að kveikt yrði í haugnum. Síðan var kveikt í áramótabrennunni og í lítilli brennu við Sólarvé þar sem á annað hundrað manns, á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára, söfnuðust saman. Athygli vakti að fullorðnir menn stóðu að íkveikjunum, margir þeirra allsgáðir. Tveir voru handteknir og afskipti voru höfð af nokkrum þar sem þeir hindruðu slökkviliðið við störf. Upp úr klukkan tvö um nóttina leystist hópurinn upp þegar veður hafði versnað. Skemmdir voru óverulegar en næstu dagar munu leiða í ljós hvernig tekst til að safna í nýja brennu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Sjá meira