Samkomulagt um verð fyrir Geest 21. desember 2004 00:01 Bakkavör hefur náð samkomulagi um verð í breska matvælafyrirtækinu Geest. Tilboð Bakkavarar mun hljóða upp á 655 pens á hlut, en samkvæmt því er markaðsvirði Geest um sextíu milljarðar króna. Á óvart kemur hversu hratt sú niðurstaða fæst, en það bendir til þess að góð samstaða hafi náðst milli Bakkavarar og stjórnar Geest. Með kaupum á Geest verður Bakkavör stærsti framleiðandi tilbúinnar ferskrar matvöru í Bretlandi, en breski markaðurinn er lengst kominn allra markaða heims í þessari grein. Hjá sameinuðu fyrirtæki myndu starfa 12.500 manns og gera má ráð fyrir að samanlögð velta næsta árs nemi um 150 milljörðum króna. Hlutfafar Geest fá einnig greidd sjö pens í arð, en Bakkavör fær fimmtungshlut af þeirri arðgreiðslu í samræmi við eignarhlut sinn í breska fyrirtækinu. Núverandi markaðsvirði Bakkavarar er um 40 milljarðar króna. Heildarlánafyrirgreiðsla vegna kaupanna mun nema milli 120 og 130 milljörðum króna og er það enn eitt metið sem viðskiptalífið slær á skömmum tíma. Erlendir bankar, meðal þeirra Bank of Scotland, Royal Bank of Scotland og Rabo, hafa lýst sig reiðubúna til að fjármagna kaupin. Stjórn Geest er samþykk verðtilboði Bakkavarar og segir Sir John Banham stjórnarformaður viðræðurnar hafa verið bæði faglegar og vinsamlegar. "Miðað við þetta verð gefum við Bakkavör heimild til áreiðanleikakönnunar og áframhaldandi viðræðna í kjölfarið." Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, segir þetta miklvægt skref. "Það sem skiptir mestu í svona viðræðum er verðið og svo aðgengi að rekstrartölum fyrirtækisins." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Bakkavör hefur náð samkomulagi um verð í breska matvælafyrirtækinu Geest. Tilboð Bakkavarar mun hljóða upp á 655 pens á hlut, en samkvæmt því er markaðsvirði Geest um sextíu milljarðar króna. Á óvart kemur hversu hratt sú niðurstaða fæst, en það bendir til þess að góð samstaða hafi náðst milli Bakkavarar og stjórnar Geest. Með kaupum á Geest verður Bakkavör stærsti framleiðandi tilbúinnar ferskrar matvöru í Bretlandi, en breski markaðurinn er lengst kominn allra markaða heims í þessari grein. Hjá sameinuðu fyrirtæki myndu starfa 12.500 manns og gera má ráð fyrir að samanlögð velta næsta árs nemi um 150 milljörðum króna. Hlutfafar Geest fá einnig greidd sjö pens í arð, en Bakkavör fær fimmtungshlut af þeirri arðgreiðslu í samræmi við eignarhlut sinn í breska fyrirtækinu. Núverandi markaðsvirði Bakkavarar er um 40 milljarðar króna. Heildarlánafyrirgreiðsla vegna kaupanna mun nema milli 120 og 130 milljörðum króna og er það enn eitt metið sem viðskiptalífið slær á skömmum tíma. Erlendir bankar, meðal þeirra Bank of Scotland, Royal Bank of Scotland og Rabo, hafa lýst sig reiðubúna til að fjármagna kaupin. Stjórn Geest er samþykk verðtilboði Bakkavarar og segir Sir John Banham stjórnarformaður viðræðurnar hafa verið bæði faglegar og vinsamlegar. "Miðað við þetta verð gefum við Bakkavör heimild til áreiðanleikakönnunar og áframhaldandi viðræðna í kjölfarið." Ágúst Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar, segir þetta miklvægt skref. "Það sem skiptir mestu í svona viðræðum er verðið og svo aðgengi að rekstrartölum fyrirtækisins."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira