400 stöðvaðir, enginn stútur

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði u.þ.b. fjögur hundruð ökumenn upp úr miðnætti í nótt og reyndist enginn þeirra hafa bragðað áfengi. Þetta var mun betri útkoma en í fyrrinótt þegar níu ökumenn voru teknir úr umferð, grunaðir um ölvunarakstur. Við athugun í nótt kom í ljós að nokkrir voru með útrunnin ökuskírteini og enn aðrir ekki með þau á sér, en sektir liggja við slíku.