Maður féll sex metra
Maður hlaut höfuðáverka eftir að hann féll um sex metra í loðnubræðslunni á Eskifirði á fimmta tímanum í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem gert var að meiðslum hans. Líðan hans er sögð góð eftir atvikum og maðurinn með fullri meðvitund. Það mun hafa gert gæfumuninn að maðurinn var með hjálm þegar hann féll. Að sögn lögreglunnar á Eskifirði eru tildrög slyssins ekki kunn og er málið í rannsókn.