Rekstarafgangurinn lækkar 17. desember 2004 00:01 Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var afgreidd á fundi borgarstjórnar aðfararnótt föstudags. Nokkrar breytingar urðu á áætlunni á milli funda borgarstjórnar. Í stað rekstarafgangs upp á 554 milljónir er nú gert ráð fyrir afgangi upp á tæpar 100 milljónir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri segir að helstu breytingar séu um 300 milljóna króna framlag vegna samnings um séreignalífeyrissjóð og 90 milljónir vegna landnámsskálans. Þá sé það einnig útgjaldarauki að hækkun á leikskólagjöldum til þess hóps þar sem annar aðilinn er í námi komi til framkvæmda í áföngum á næsta ári, og sé því frestað. Þá eigi eftir að taka tillit til kostnaðarauka vegna kjarasamninga kennara og leikskólakennara, en í áætluninni var gert ráð fyrir þriggja prósenta hækkun á launum. "Kostnaðarauki við kjarasamninga hleypur á einhverjum hundruðum milljóna. En á móti koma útsvarstekjur, auk þess sem framlag vegna séreignalífeyrissjóðsis er trúlega ofaukið. Væntanlega verður áætlunin endurskoðuð þegar þetta liggur fyrir." Í ljósi þessa segir Steinunn Valdís að ekki sé farið í felur með að verið sé að auka tekjur með því að hækka útsvarið. "Það eru öll sveitarfélög í sömu sporum. Þau eru öll að auka tekjur sínar með einhverjum hætti." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir það valda áhyggjum hversu mikið skuldir borgarinnar, bæði heildarskuldir og skuldir borgarsjóðs, hafa vaxið ógnarhratt á síðustu árum. "Þrátt fyrir gríðarlegar tekjur á góðæristímum, tekjur hafa hækkað árlega og borgarstjórður hefur gengið marga milljarða frá Orkuveitunni, þá er R-listinn að hækka útsvarið í topp og hækka fasteignaskatta. Þetta sýnir að borgin er komin í fjárhagslega erfiðleika, langstærsta og öflugasta sveitarfélaginu. Þetta er langstærsta og öflugasta sveitarfélagið. Það er ekkert sveitarfélag sem býr jafn vel og Reykjavíkurborg. Samt sjá þeir sig knúna til að hækka útsvarið í topp." Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var afgreidd á fundi borgarstjórnar aðfararnótt föstudags. Nokkrar breytingar urðu á áætlunni á milli funda borgarstjórnar. Í stað rekstarafgangs upp á 554 milljónir er nú gert ráð fyrir afgangi upp á tæpar 100 milljónir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri segir að helstu breytingar séu um 300 milljóna króna framlag vegna samnings um séreignalífeyrissjóð og 90 milljónir vegna landnámsskálans. Þá sé það einnig útgjaldarauki að hækkun á leikskólagjöldum til þess hóps þar sem annar aðilinn er í námi komi til framkvæmda í áföngum á næsta ári, og sé því frestað. Þá eigi eftir að taka tillit til kostnaðarauka vegna kjarasamninga kennara og leikskólakennara, en í áætluninni var gert ráð fyrir þriggja prósenta hækkun á launum. "Kostnaðarauki við kjarasamninga hleypur á einhverjum hundruðum milljóna. En á móti koma útsvarstekjur, auk þess sem framlag vegna séreignalífeyrissjóðsis er trúlega ofaukið. Væntanlega verður áætlunin endurskoðuð þegar þetta liggur fyrir." Í ljósi þessa segir Steinunn Valdís að ekki sé farið í felur með að verið sé að auka tekjur með því að hækka útsvarið. "Það eru öll sveitarfélög í sömu sporum. Þau eru öll að auka tekjur sínar með einhverjum hætti." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir það valda áhyggjum hversu mikið skuldir borgarinnar, bæði heildarskuldir og skuldir borgarsjóðs, hafa vaxið ógnarhratt á síðustu árum. "Þrátt fyrir gríðarlegar tekjur á góðæristímum, tekjur hafa hækkað árlega og borgarstjórður hefur gengið marga milljarða frá Orkuveitunni, þá er R-listinn að hækka útsvarið í topp og hækka fasteignaskatta. Þetta sýnir að borgin er komin í fjárhagslega erfiðleika, langstærsta og öflugasta sveitarfélaginu. Þetta er langstærsta og öflugasta sveitarfélagið. Það er ekkert sveitarfélag sem býr jafn vel og Reykjavíkurborg. Samt sjá þeir sig knúna til að hækka útsvarið í topp."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira