Valt með fullan pall af möl

Engan sakaði þegar vörubíll með fullfermi af möl valt í Garðabæ á fimmta tímanum í gær. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var bíllinn staddur í beygju þar sem hann hann reyndi að sturta hlassinu af pallinum þegar óhappið varð. Vörubíllinn skemmdist töluvert en engin önnur ökutæki munu hafa verið í grennd við bílinn þegar hann valt, enda var hann staddur í byggingarlandi. Þetta er annar vörubíllinn á jafnmörgum dögum sem veltur á höfuðborgarsvæðinu.