Baugur hagnast um 2 milljarða 17. desember 2004 00:01 Baugur hefur þegar hagnast um tæpa tvo milljarða á kaupunum á Magasin du Nord. Dönskum kaupsýslumönnum vex þetta í augum og ekki bætti um betur þegar forstjóri Icelandair sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið gæti hugsað sér að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk Air eða Sterling. Eigendur Magasín seldu Jyske bank fasteign sína við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn fyrir ríflega milljarð danskra króna fyrir hálfu ári en fyrri eigendur héldu forksupsrétti. Baugur hefur nú eignast tæp 70 prósent í Magasín og þar með forkaupsréttinn og greinir danska viðskiptablaðið Börsen frá því að Baugur sé þegar búinn að tryggja sér kaupanda að fasteigninni. Verðið er a.m.k. 20 prósentum hærra en eignin var metin á fyrir hálfu ári og Baugur því að hagnast um tæpa tvo milljarða á viðskiptunum strax að sögn blaðsins. Baugur ætlar svo að leigja húsnæðið af kaupendunum. Nokkrir smærri hluthafar sem enn eiga í Magasín telja því yfirtökutilboð Baugs í þau hlutabréf sem fyrirtækið á ekki nú þegar vera allt of lágt. Við þá gremju sem virðist krauma í danska viðskiptalífinu vegna yfirtöku Baugs bættist svo að Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið væri til í að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk eða Sterling. Þau eiga bæði í rekstarerfiðleikum og er gengi hlutabréfa í þeim með lægsta móti. Sigurður sló þó engu föstu og tók fram að félögin þyrftu að taka til í fjármálum sínum áður en þau yrðu söluvara. Allt um það, þá er þetta nóg til þess að Danir velta því nú fyrir sér hvort þeir eigi líka að horfa á eftir þessum rótgrónu dönsku félögum yfir til Íslendinga og Dani úr þarlendum fjármálaheimi orðaði það svo í gær að með kaupunum á Magasín væru Íslendingar fyllilega búnir að hefna fyrir 14-2 ósigurinn á knattspyrnuvellinum forðum daga - og nú væru Danir komnir í vörnina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Baugur hefur þegar hagnast um tæpa tvo milljarða á kaupunum á Magasin du Nord. Dönskum kaupsýslumönnum vex þetta í augum og ekki bætti um betur þegar forstjóri Icelandair sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið gæti hugsað sér að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk Air eða Sterling. Eigendur Magasín seldu Jyske bank fasteign sína við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn fyrir ríflega milljarð danskra króna fyrir hálfu ári en fyrri eigendur héldu forksupsrétti. Baugur hefur nú eignast tæp 70 prósent í Magasín og þar með forkaupsréttinn og greinir danska viðskiptablaðið Börsen frá því að Baugur sé þegar búinn að tryggja sér kaupanda að fasteigninni. Verðið er a.m.k. 20 prósentum hærra en eignin var metin á fyrir hálfu ári og Baugur því að hagnast um tæpa tvo milljarða á viðskiptunum strax að sögn blaðsins. Baugur ætlar svo að leigja húsnæðið af kaupendunum. Nokkrir smærri hluthafar sem enn eiga í Magasín telja því yfirtökutilboð Baugs í þau hlutabréf sem fyrirtækið á ekki nú þegar vera allt of lágt. Við þá gremju sem virðist krauma í danska viðskiptalífinu vegna yfirtöku Baugs bættist svo að Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið væri til í að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk eða Sterling. Þau eiga bæði í rekstarerfiðleikum og er gengi hlutabréfa í þeim með lægsta móti. Sigurður sló þó engu föstu og tók fram að félögin þyrftu að taka til í fjármálum sínum áður en þau yrðu söluvara. Allt um það, þá er þetta nóg til þess að Danir velta því nú fyrir sér hvort þeir eigi líka að horfa á eftir þessum rótgrónu dönsku félögum yfir til Íslendinga og Dani úr þarlendum fjármálaheimi orðaði það svo í gær að með kaupunum á Magasín væru Íslendingar fyllilega búnir að hefna fyrir 14-2 ósigurinn á knattspyrnuvellinum forðum daga - og nú væru Danir komnir í vörnina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira