Baugur hagnast um 2 milljarða 17. desember 2004 00:01 Baugur hefur þegar hagnast um tæpa tvo milljarða á kaupunum á Magasin du Nord. Dönskum kaupsýslumönnum vex þetta í augum og ekki bætti um betur þegar forstjóri Icelandair sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið gæti hugsað sér að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk Air eða Sterling. Eigendur Magasín seldu Jyske bank fasteign sína við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn fyrir ríflega milljarð danskra króna fyrir hálfu ári en fyrri eigendur héldu forksupsrétti. Baugur hefur nú eignast tæp 70 prósent í Magasín og þar með forkaupsréttinn og greinir danska viðskiptablaðið Börsen frá því að Baugur sé þegar búinn að tryggja sér kaupanda að fasteigninni. Verðið er a.m.k. 20 prósentum hærra en eignin var metin á fyrir hálfu ári og Baugur því að hagnast um tæpa tvo milljarða á viðskiptunum strax að sögn blaðsins. Baugur ætlar svo að leigja húsnæðið af kaupendunum. Nokkrir smærri hluthafar sem enn eiga í Magasín telja því yfirtökutilboð Baugs í þau hlutabréf sem fyrirtækið á ekki nú þegar vera allt of lágt. Við þá gremju sem virðist krauma í danska viðskiptalífinu vegna yfirtöku Baugs bættist svo að Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið væri til í að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk eða Sterling. Þau eiga bæði í rekstarerfiðleikum og er gengi hlutabréfa í þeim með lægsta móti. Sigurður sló þó engu föstu og tók fram að félögin þyrftu að taka til í fjármálum sínum áður en þau yrðu söluvara. Allt um það, þá er þetta nóg til þess að Danir velta því nú fyrir sér hvort þeir eigi líka að horfa á eftir þessum rótgrónu dönsku félögum yfir til Íslendinga og Dani úr þarlendum fjármálaheimi orðaði það svo í gær að með kaupunum á Magasín væru Íslendingar fyllilega búnir að hefna fyrir 14-2 ósigurinn á knattspyrnuvellinum forðum daga - og nú væru Danir komnir í vörnina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Baugur hefur þegar hagnast um tæpa tvo milljarða á kaupunum á Magasin du Nord. Dönskum kaupsýslumönnum vex þetta í augum og ekki bætti um betur þegar forstjóri Icelandair sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið gæti hugsað sér að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk Air eða Sterling. Eigendur Magasín seldu Jyske bank fasteign sína við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn fyrir ríflega milljarð danskra króna fyrir hálfu ári en fyrri eigendur héldu forksupsrétti. Baugur hefur nú eignast tæp 70 prósent í Magasín og þar með forkaupsréttinn og greinir danska viðskiptablaðið Börsen frá því að Baugur sé þegar búinn að tryggja sér kaupanda að fasteigninni. Verðið er a.m.k. 20 prósentum hærra en eignin var metin á fyrir hálfu ári og Baugur því að hagnast um tæpa tvo milljarða á viðskiptunum strax að sögn blaðsins. Baugur ætlar svo að leigja húsnæðið af kaupendunum. Nokkrir smærri hluthafar sem enn eiga í Magasín telja því yfirtökutilboð Baugs í þau hlutabréf sem fyrirtækið á ekki nú þegar vera allt of lágt. Við þá gremju sem virðist krauma í danska viðskiptalífinu vegna yfirtöku Baugs bættist svo að Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, sagðist í viðtali við Börsen í gær ekki útiloka að félagið væri til í að kaupa dönsku flugfélögin Mærsk eða Sterling. Þau eiga bæði í rekstarerfiðleikum og er gengi hlutabréfa í þeim með lægsta móti. Sigurður sló þó engu föstu og tók fram að félögin þyrftu að taka til í fjármálum sínum áður en þau yrðu söluvara. Allt um það, þá er þetta nóg til þess að Danir velta því nú fyrir sér hvort þeir eigi líka að horfa á eftir þessum rótgrónu dönsku félögum yfir til Íslendinga og Dani úr þarlendum fjármálaheimi orðaði það svo í gær að með kaupunum á Magasín væru Íslendingar fyllilega búnir að hefna fyrir 14-2 ósigurinn á knattspyrnuvellinum forðum daga - og nú væru Danir komnir í vörnina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent