Eitt högg er nóg 14. desember 2004 00:01 Jón Davíð Ragnarsson, sonur mannsins sem lét lífið eftir árásina í Mosfellsbæ um helgina, telur ofbeldið í tengslum við skemmtanalíf Íslendinga vera komið út í öfgar. Hann rifjar upp að nokkrir menn hafi verið blóðugir eftir áflog þegar hann gekk í gegnum biðstofuna á bráða- og slysadeild aðfararnótt sunnudags. Þegar hann fór heim nokkru síðar hafi þar verið lögregluþjónar að ræða við hóp af ungu fólki. "Þeir voru blóðugir og einn svo illa farinn á öðru auga að hann gat varla haldið því opnu. Þetta sá ég meðan ég var að upplifa þetta með honum pabba. Það er ótrúlegt hvað maður er oft vitni að um helgar. Um daginn var ég á göngu í Hafnarstræti og sá strák koma hlaupandi að stúlku með miklum látum. Ég gekk að stúlkunni og spurði hvort hún vildi aðstoð. Þá kom í ljós að þau þekktust og maðurinn ætlaði að rjúka í mig fyrir það að athuga hvort ég gæti aðstoðað stúlkuna," segir hann. Jón Davíð telur ofbeldi tvímælalaust orðið grófara en áður. "Það þarf að hamra á því að eitt högg er nóg. Það þarf ekki meira en það. Þetta er ekki eins og í bíómyndunum þar sem menn eru lamdir fram og til baka og það sést ekki skráma á þeim. Fólk þarf að gera sér grein fyrir þessu," segir hann. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér hvers vegna ofbeldið verður sífellt grófara. "Í 99 prósentum tilvika eru þetta ölvaðir einstaklingar, kannski með einhverja karlmennskustæla eða vandræði í einkalífi sem þeir láta bitna á öðrum undir áhrifum áfengis. Ég hef aldrei lent í slagsmálum sjálfur og get ekki ímyndað mér hvað fær fólk til að haga sér svona," segir hann. Fjöldi fólks hefur haft samband við fjölskylduna síðustu daga. "Fólk er reitt og því þykir þetta ósanngjarnt. Faðir minn átti þetta svo sannarlega ekki skilið og var engan veginn tilbúinn til að fara. Það var svo margt sem hann átti eftir ógert. Það er bara reiði í fólki sem talar við okkur. Það á ekki orð yfir því hvernig þetta getur átt sér stað," segir Jón Davíð. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira
Jón Davíð Ragnarsson, sonur mannsins sem lét lífið eftir árásina í Mosfellsbæ um helgina, telur ofbeldið í tengslum við skemmtanalíf Íslendinga vera komið út í öfgar. Hann rifjar upp að nokkrir menn hafi verið blóðugir eftir áflog þegar hann gekk í gegnum biðstofuna á bráða- og slysadeild aðfararnótt sunnudags. Þegar hann fór heim nokkru síðar hafi þar verið lögregluþjónar að ræða við hóp af ungu fólki. "Þeir voru blóðugir og einn svo illa farinn á öðru auga að hann gat varla haldið því opnu. Þetta sá ég meðan ég var að upplifa þetta með honum pabba. Það er ótrúlegt hvað maður er oft vitni að um helgar. Um daginn var ég á göngu í Hafnarstræti og sá strák koma hlaupandi að stúlku með miklum látum. Ég gekk að stúlkunni og spurði hvort hún vildi aðstoð. Þá kom í ljós að þau þekktust og maðurinn ætlaði að rjúka í mig fyrir það að athuga hvort ég gæti aðstoðað stúlkuna," segir hann. Jón Davíð telur ofbeldi tvímælalaust orðið grófara en áður. "Það þarf að hamra á því að eitt högg er nóg. Það þarf ekki meira en það. Þetta er ekki eins og í bíómyndunum þar sem menn eru lamdir fram og til baka og það sést ekki skráma á þeim. Fólk þarf að gera sér grein fyrir þessu," segir hann. Hann kveðst ekki geta ímyndað sér hvers vegna ofbeldið verður sífellt grófara. "Í 99 prósentum tilvika eru þetta ölvaðir einstaklingar, kannski með einhverja karlmennskustæla eða vandræði í einkalífi sem þeir láta bitna á öðrum undir áhrifum áfengis. Ég hef aldrei lent í slagsmálum sjálfur og get ekki ímyndað mér hvað fær fólk til að haga sér svona," segir hann. Fjöldi fólks hefur haft samband við fjölskylduna síðustu daga. "Fólk er reitt og því þykir þetta ósanngjarnt. Faðir minn átti þetta svo sannarlega ekki skilið og var engan veginn tilbúinn til að fara. Það var svo margt sem hann átti eftir ógert. Það er bara reiði í fólki sem talar við okkur. Það á ekki orð yfir því hvernig þetta getur átt sér stað," segir Jón Davíð.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Sjá meira