Afleiðingar ofbeldis alvarlegri 14. desember 2004 00:01 Þótt ofbeldismálum fari ekki fjölgandi í samfélaginu virðist sem eðli þeirra sé að breytast. Harkan er orðin meiri og afleiðingar ofbeldisins alvarlegri. Engin einhlít skýring er á þessari þróun en aukin neysla á hörðum fíkniefnum og ofbeldisdýrkun eru án efa veigamikil. Ofbeldismenn virðast ekki gera sér grein fyrir því að eitt höfuðhögg getur dregið fórnarlömb þeirra til dauða. Banvæn höfuðhögg Á síðustu vikum hafa tveir menn látist í kjölfar líkamsárása þar sem eitt höfuðhögg varð þeim að aldurtila. Kristín Sigurðardóttir, læknir á slysa- og bráðadeild Landspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi, segir að slík högg séu mun hættulegri en menn geri sér almennt grein fyrir. "Fái maður högg á höfuðið getur það hrist heilann inni í höfuðkúpunni og mar getur myndast. Litlar æðar rofna og stærri æðar skerast í sundur. Höfuðkúpan er mjög þunn ofan við eyrað og við gagnaugað og þar undir er æð sem rofnar auðveldlega. Sé maður er sleginn á þennan stað gerast hlutirnir hratt því blóðið tekur pláss sem heilinn þarf á að halda. Hann þrýstir þá niður á mænukylfuna í gegnum höfuðkúpuopið. Ef blæðing er mikil deyr viðkomandi á örskammri stundu," segir hún. Harkan er að aukast Þrátt fyrir tilfinningu margra þá hefur ofbeldisbrotum ekki fjölgað síðastu ár en á hinn bóginn virðist sem eðli þeirra sé að breytast. "Við erum ef til vill að sjá alvarlegri afleiðingar af ofbeldisverkum, jafnvel notkun á vopnum, hnífum, kylfum og slíku. Fíkniefnamálum hefur fjölgað og þau eru oft tengd þessari þróun að því leyti að neyslu efnanna fylgir oft beiting ofbeldis," segir Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Kristín er sama sinnis og segir að neysla fíkniefna og áfengis komi oft við sögu í málum þess fólks sem kemur með áverka á slysadeildina. "Menn hafa alltaf slegist og og barist en breytingin nú er sú að fólk er slegið niður og haldið áfram að sparka í höfuð þess, brjóst og kvið þó að það liggi." Halldór Ellertsson, starfsmaður veitingahússins NASA, er svipaðrar skoðunar en hann telur að óskráðar reglur í þessum efnum hafi fyrir löngu verið látnar lönd og leið. "Þegar ég var yngri og var niðri í bæ þá sá maður oft slagsmál þar sem ekkert var verið að spara högg í andlit, maga eða annað," segir hann. Þótt slagsmál séu fátíð á NASA þá verður aldrei alveg hjá þeim komist að mati Halldórs. Verst verður ástandið þegar margir taka þátt í áflogunum og mjög erfitt er að eiga við fólk sem er undir áhrifum fíkniefna. "Ég hef ekki ennþá orðið vitni að því að sá sem efni til slagsmála sé allsgáður." Margar skýringar Ýmsar skýringar hafa verið nefndar á harðnandi ofbeldi. Kristín læknir telur að skemmtanamenning Íslendinga hafi sitt að segja en hún hefur samanburð við Bretland þar sem hún starfaði um nokkurt skeið. "Þar loka nánast allir staðir klukkan hálftólf á kvöldin en hér bíður fólk fram eftir nóttu með að fara á skemmtistað og stundum er eins og stríðsástand ríki niðri í bæ og á slysadeild," segir hún og bætir við að mun lægra hlutfall sjúklinga á bráðamóttökunni í Lundúnum hafi komið þangað vegna ofbeldisáverka. Hún telur jafnframt ímynd ofbeldis hafi breyst í gegnum tölvuleiki og kvikmyndir þar sem menn spretta upp heilir eftir högg. Ekki geri allir sér grein fyrir því að í raunveruleikanum stendur fólk ekki upp aftur eftir að hafa verið barið sundur og saman. Karl Steinar tekur í svipaðan streng. "Mín skoðun er sú að flest í umhverfinu hafi áhrif á mótun einstaklingsins. Ef einstaklingur er mikið í umhverfi sem gengur út á ofbeldi þá hlýtur það að hafa áhrif á hans mat á því hvað séu eðlileg og skynsöm viðbrögð við áreiti," segir hann. Hann efast hins vegar um að uppgangur bardagaíþrótta kunni að hafa haft sitt að segja í þessum efnum. "Ég veit ekki til þess að tengsl séu á milli þeirra einstaklinga sem stunda þessar íþróttir og hópanna sem koma hvað oftast við sögu hjá okkur vegna ofbeldisbrota. Ég held að allir þeir hópar sem eru að kenna og þjálfa menn í bardagaíþróttum leggi áherslu á varnarþáttinn." Hverjar svo sem skýringarnar á ofbeldinu eru þá ætti engum að dyljast að afleiðingar þess geta verið geigvænlegar. "Við erum ekki bara að tala um ofbeldi þar sem fólk týnir lífi heldur er líka töluvert af fólki með áverka fyrir lífstíð. Það er eins og ofbeldismennirnir átti sig ekki á því hvað þetta hefur alvarlegar afleiðingar," segir Kristín á slysadeildini að lokum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Þótt ofbeldismálum fari ekki fjölgandi í samfélaginu virðist sem eðli þeirra sé að breytast. Harkan er orðin meiri og afleiðingar ofbeldisins alvarlegri. Engin einhlít skýring er á þessari þróun en aukin neysla á hörðum fíkniefnum og ofbeldisdýrkun eru án efa veigamikil. Ofbeldismenn virðast ekki gera sér grein fyrir því að eitt höfuðhögg getur dregið fórnarlömb þeirra til dauða. Banvæn höfuðhögg Á síðustu vikum hafa tveir menn látist í kjölfar líkamsárása þar sem eitt höfuðhögg varð þeim að aldurtila. Kristín Sigurðardóttir, læknir á slysa- og bráðadeild Landspítala háskólasjúkrahúss í Fossvogi, segir að slík högg séu mun hættulegri en menn geri sér almennt grein fyrir. "Fái maður högg á höfuðið getur það hrist heilann inni í höfuðkúpunni og mar getur myndast. Litlar æðar rofna og stærri æðar skerast í sundur. Höfuðkúpan er mjög þunn ofan við eyrað og við gagnaugað og þar undir er æð sem rofnar auðveldlega. Sé maður er sleginn á þennan stað gerast hlutirnir hratt því blóðið tekur pláss sem heilinn þarf á að halda. Hann þrýstir þá niður á mænukylfuna í gegnum höfuðkúpuopið. Ef blæðing er mikil deyr viðkomandi á örskammri stundu," segir hún. Harkan er að aukast Þrátt fyrir tilfinningu margra þá hefur ofbeldisbrotum ekki fjölgað síðastu ár en á hinn bóginn virðist sem eðli þeirra sé að breytast. "Við erum ef til vill að sjá alvarlegri afleiðingar af ofbeldisverkum, jafnvel notkun á vopnum, hnífum, kylfum og slíku. Fíkniefnamálum hefur fjölgað og þau eru oft tengd þessari þróun að því leyti að neyslu efnanna fylgir oft beiting ofbeldis," segir Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Kristín er sama sinnis og segir að neysla fíkniefna og áfengis komi oft við sögu í málum þess fólks sem kemur með áverka á slysadeildina. "Menn hafa alltaf slegist og og barist en breytingin nú er sú að fólk er slegið niður og haldið áfram að sparka í höfuð þess, brjóst og kvið þó að það liggi." Halldór Ellertsson, starfsmaður veitingahússins NASA, er svipaðrar skoðunar en hann telur að óskráðar reglur í þessum efnum hafi fyrir löngu verið látnar lönd og leið. "Þegar ég var yngri og var niðri í bæ þá sá maður oft slagsmál þar sem ekkert var verið að spara högg í andlit, maga eða annað," segir hann. Þótt slagsmál séu fátíð á NASA þá verður aldrei alveg hjá þeim komist að mati Halldórs. Verst verður ástandið þegar margir taka þátt í áflogunum og mjög erfitt er að eiga við fólk sem er undir áhrifum fíkniefna. "Ég hef ekki ennþá orðið vitni að því að sá sem efni til slagsmála sé allsgáður." Margar skýringar Ýmsar skýringar hafa verið nefndar á harðnandi ofbeldi. Kristín læknir telur að skemmtanamenning Íslendinga hafi sitt að segja en hún hefur samanburð við Bretland þar sem hún starfaði um nokkurt skeið. "Þar loka nánast allir staðir klukkan hálftólf á kvöldin en hér bíður fólk fram eftir nóttu með að fara á skemmtistað og stundum er eins og stríðsástand ríki niðri í bæ og á slysadeild," segir hún og bætir við að mun lægra hlutfall sjúklinga á bráðamóttökunni í Lundúnum hafi komið þangað vegna ofbeldisáverka. Hún telur jafnframt ímynd ofbeldis hafi breyst í gegnum tölvuleiki og kvikmyndir þar sem menn spretta upp heilir eftir högg. Ekki geri allir sér grein fyrir því að í raunveruleikanum stendur fólk ekki upp aftur eftir að hafa verið barið sundur og saman. Karl Steinar tekur í svipaðan streng. "Mín skoðun er sú að flest í umhverfinu hafi áhrif á mótun einstaklingsins. Ef einstaklingur er mikið í umhverfi sem gengur út á ofbeldi þá hlýtur það að hafa áhrif á hans mat á því hvað séu eðlileg og skynsöm viðbrögð við áreiti," segir hann. Hann efast hins vegar um að uppgangur bardagaíþrótta kunni að hafa haft sitt að segja í þessum efnum. "Ég veit ekki til þess að tengsl séu á milli þeirra einstaklinga sem stunda þessar íþróttir og hópanna sem koma hvað oftast við sögu hjá okkur vegna ofbeldisbrota. Ég held að allir þeir hópar sem eru að kenna og þjálfa menn í bardagaíþróttum leggi áherslu á varnarþáttinn." Hverjar svo sem skýringarnar á ofbeldinu eru þá ætti engum að dyljast að afleiðingar þess geta verið geigvænlegar. "Við erum ekki bara að tala um ofbeldi þar sem fólk týnir lífi heldur er líka töluvert af fólki með áverka fyrir lífstíð. Það er eins og ofbeldismennirnir átti sig ekki á því hvað þetta hefur alvarlegar afleiðingar," segir Kristín á slysadeildini að lokum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira