Mogginn flytur 10. desember 2004 00:01 Morgunblaðið flytur úr Kringlunni og upp í Hádegismóa við Rauðavatn þar sem ný prentsmiðja blaðsins er. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur selt fasteign sína við Kringluna fyrir 2,1 milljarð króna. Klasi hf., fasteignafélag í eigu Íslandsbanka, kaupir fasteignir Morgunblaðsins við Kringluna og í kaupsamningi kveður á um að Klasi byggi nýtt húsnæði undir skrifstofur og ritstjórn Morgunblaðsis við hlið nýju prenstmiðjunnar. Morgunblaðið gerir langtímasamning um leigu húsnæðisins. Að sögn Hallgríms B. Geirssonar, framkvæmdastjóra Árvakurs, kom það framkvæmdastjórn félagsins á óvart hve mikil verðmæti væru fólgin í húsakosti og lóð blaðsins. "Þetta var mjög ánægjuleg niðurstaða sem kom að því leyti til á óvart að við gerðum okkur ekki grein fyrir yfir hvaða verðmætum við byggjum," segir hann. Hann segir að þegar Morgunblaðsmenn hófu undirbúning á sölu gömlu prentsmiðjunnar, sem er í viðbyggingu við húsakynnir ritstjórnarinnar, hafi komið í ljós að ýmsir hefðu áhuga á að kaupa hana en auk þess sýnt áhuga á skrifsotufhúsnæðinu í heild sinni og lóðinni. Hann segir aðstæður á fasteignamarkaði um þessar mundir vera Morgunblaðinu hagstæðar og því hafi færi verið gripið til að flytja starfsemina. Hallgrímur segir sölu fasteignarinnar styrkja stöðu Morgunblaðsins í samkeppni og treysta rekstur blaðsins. Nýjar höfuðstöðvar Morgunblaðsins verða ögn minni en húsið við Kringluna. Hallgrímur segir að margt hafi breyst á þeim ellefu árum sem liðin eru síðan Morgunblaðshúsið við Kringluna var tekið í notkun. Gamla húsið var miðað við fleira starfsfólk en tækni og hagræðing hefur haft í för með sér að ekki hefur verið þörf á þeim fjölda sem áætlað var. Hallgrímur segir að starfsmenn Morgunblaðsins hafi tekið tíðindum um ætlaðan flutning vel. Margir starfsmenn sakni þó þess að vera nálægt miðbænum þar sem Morgunblaðið hafði lengstum höfuðstöðvar. "Fólkið tekur þessu mjög vel en það er náttúrlega mikill lúxus að vera hér við hliðina á Kringlunni," segir Hallgrímur en bendir þó á að fyrirhugaðar höfuðstöðvar séu í landfræðilegri miðju Stór-Reykjavíkursvæðsins. Framkvæmdir við nýtt skrifsotfuhúsnæði hefjast næsta vor og gert er ráð fyrir að allur rektur Morgunblaðsins verði kominn í Hádegismóa fyrir páska árið 2006. Innlent Viðskipti Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira
Morgunblaðið flytur úr Kringlunni og upp í Hádegismóa við Rauðavatn þar sem ný prentsmiðja blaðsins er. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, hefur selt fasteign sína við Kringluna fyrir 2,1 milljarð króna. Klasi hf., fasteignafélag í eigu Íslandsbanka, kaupir fasteignir Morgunblaðsins við Kringluna og í kaupsamningi kveður á um að Klasi byggi nýtt húsnæði undir skrifstofur og ritstjórn Morgunblaðsis við hlið nýju prenstmiðjunnar. Morgunblaðið gerir langtímasamning um leigu húsnæðisins. Að sögn Hallgríms B. Geirssonar, framkvæmdastjóra Árvakurs, kom það framkvæmdastjórn félagsins á óvart hve mikil verðmæti væru fólgin í húsakosti og lóð blaðsins. "Þetta var mjög ánægjuleg niðurstaða sem kom að því leyti til á óvart að við gerðum okkur ekki grein fyrir yfir hvaða verðmætum við byggjum," segir hann. Hann segir að þegar Morgunblaðsmenn hófu undirbúning á sölu gömlu prentsmiðjunnar, sem er í viðbyggingu við húsakynnir ritstjórnarinnar, hafi komið í ljós að ýmsir hefðu áhuga á að kaupa hana en auk þess sýnt áhuga á skrifsotufhúsnæðinu í heild sinni og lóðinni. Hann segir aðstæður á fasteignamarkaði um þessar mundir vera Morgunblaðinu hagstæðar og því hafi færi verið gripið til að flytja starfsemina. Hallgrímur segir sölu fasteignarinnar styrkja stöðu Morgunblaðsins í samkeppni og treysta rekstur blaðsins. Nýjar höfuðstöðvar Morgunblaðsins verða ögn minni en húsið við Kringluna. Hallgrímur segir að margt hafi breyst á þeim ellefu árum sem liðin eru síðan Morgunblaðshúsið við Kringluna var tekið í notkun. Gamla húsið var miðað við fleira starfsfólk en tækni og hagræðing hefur haft í för með sér að ekki hefur verið þörf á þeim fjölda sem áætlað var. Hallgrímur segir að starfsmenn Morgunblaðsins hafi tekið tíðindum um ætlaðan flutning vel. Margir starfsmenn sakni þó þess að vera nálægt miðbænum þar sem Morgunblaðið hafði lengstum höfuðstöðvar. "Fólkið tekur þessu mjög vel en það er náttúrlega mikill lúxus að vera hér við hliðina á Kringlunni," segir Hallgrímur en bendir þó á að fyrirhugaðar höfuðstöðvar séu í landfræðilegri miðju Stór-Reykjavíkursvæðsins. Framkvæmdir við nýtt skrifsotfuhúsnæði hefjast næsta vor og gert er ráð fyrir að allur rektur Morgunblaðsins verði kominn í Hádegismóa fyrir páska árið 2006.
Innlent Viðskipti Mest lesið Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Sjá meira