Frumkvæðið var okkar 9. desember 2004 00:01 "Frumkvæðið kom frá okkur um að þetta væri nauðsynlegt, eftir að við fengum mjög dökka skýrslu um ástand fiskstofnanna í árslok 1983," segir Kristján Ragnarsson, sem var formaður og framkvæmdastjóri Landssambands útvegsmanna um árabil. "Svo lengi sem ég var formaður LÍÚ talaði ég fyrir því að við ættum að fara að ráðleggingum fiskifræðinga. Þær væru vissulega umdeildar en við hefðum ekkert betra að styðja okkur við." Kristján viðurkennir að í fyrstu hafi hann ekki séð fram á að kvótakerfið yrði við lýði til langframa. "Ég skal játa það fyrstur manna að þegar ég fór um landið og talaði fyrir þessu kerfi og reyndi að sannfæra menn þá talaði ég um þetta sem tímabundna ráðstöfun. Á þeim tíma sá ég ekki fyrir að þetta yrði langvarandi. En þegar fram liðu stundir sá ég að frjáls veiði væri eitthvað sem aldrei kæmi aftur. Hins vegar get ég ekki tekið undir að þetta hafi verið stærsta löglega eignatilfærsla landsins eins og stundum er sagt. Þá hefði ég ekki tekið þátt í henni sjálfur." Kristján gaf lítið fyrir hugmyndir manna um að óveiddum kvóta yrði skilað. "Það hefði bara leitt til enn meiri sóknar. Það merkilegasta við kvótakerfið er að það voru útgerðarmenn sem keyptu þær aflaheimildir sem voru til sölu. Þannig stóð sjávarútvegurinn fyrir allri hagræðingu á eigin kostnað, ólíkt því sem gerðist í nágrannalöndum okkar þar sem hagræðingin var að mestu leyti kostuð af ríkinu." Og Kristján efast ekki um gagnsemi kvótakerfisins. "Það hefur skilað gríðarlegum árangri. Ég get ekki einu sinni hugsað til þess hvernig efnahagsástandið á Íslandi væri í dag ef við hefðum ekki kvótakerfið. Tækifærið sem gafst var nýtt og hefur gefið þjóðinni mestan mögulegan arð af þessari auðlind sem hafið er og er undirstaðan í íslensku samfélagi." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
"Frumkvæðið kom frá okkur um að þetta væri nauðsynlegt, eftir að við fengum mjög dökka skýrslu um ástand fiskstofnanna í árslok 1983," segir Kristján Ragnarsson, sem var formaður og framkvæmdastjóri Landssambands útvegsmanna um árabil. "Svo lengi sem ég var formaður LÍÚ talaði ég fyrir því að við ættum að fara að ráðleggingum fiskifræðinga. Þær væru vissulega umdeildar en við hefðum ekkert betra að styðja okkur við." Kristján viðurkennir að í fyrstu hafi hann ekki séð fram á að kvótakerfið yrði við lýði til langframa. "Ég skal játa það fyrstur manna að þegar ég fór um landið og talaði fyrir þessu kerfi og reyndi að sannfæra menn þá talaði ég um þetta sem tímabundna ráðstöfun. Á þeim tíma sá ég ekki fyrir að þetta yrði langvarandi. En þegar fram liðu stundir sá ég að frjáls veiði væri eitthvað sem aldrei kæmi aftur. Hins vegar get ég ekki tekið undir að þetta hafi verið stærsta löglega eignatilfærsla landsins eins og stundum er sagt. Þá hefði ég ekki tekið þátt í henni sjálfur." Kristján gaf lítið fyrir hugmyndir manna um að óveiddum kvóta yrði skilað. "Það hefði bara leitt til enn meiri sóknar. Það merkilegasta við kvótakerfið er að það voru útgerðarmenn sem keyptu þær aflaheimildir sem voru til sölu. Þannig stóð sjávarútvegurinn fyrir allri hagræðingu á eigin kostnað, ólíkt því sem gerðist í nágrannalöndum okkar þar sem hagræðingin var að mestu leyti kostuð af ríkinu." Og Kristján efast ekki um gagnsemi kvótakerfisins. "Það hefur skilað gríðarlegum árangri. Ég get ekki einu sinni hugsað til þess hvernig efnahagsástandið á Íslandi væri í dag ef við hefðum ekki kvótakerfið. Tækifærið sem gafst var nýtt og hefur gefið þjóðinni mestan mögulegan arð af þessari auðlind sem hafið er og er undirstaðan í íslensku samfélagi."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira