Sjávarútveginum blæðir 8. desember 2004 00:01 Styrking íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, telur að hækkunin í ár muni kosta fyrirtæki sitt um tvö hundruð milljónir í ár. "Við höfum verið að flytja út fyrir þrjá og hálfan milljarð á ári og ef gengið styrkist um sex eða sjö prósent þá er bara hægt að reikna það beint út í tekjutapi hjá okkur," segir Sigurgeir. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, segir að styrkingin hafi augljós áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðenda gagnvart útlenskri samkeppni. Þótt fjárhagur SÍF sé vel varinn gagnvart gengissveiflum hefur afkoma íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja áhrif á SÍF. "Við erum hluti af þessari keðju," segir Jakob. "Allir þeir sem við skiptum við á Íslandi eru með allan sinn kostnað í krónum og eru að selja í erlendri mynt þannig að það gefur auga leið að það er þrýstingur á framlegðina í allri þessari keðju. Á endanum kemur þetta niður á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs," segir Jakob. Sigurgeir segir að slakt aðhald í fjármálum ríkis og sveitarfélaga sé nú að koma í bakið á mönnum og þar verði sjávarútvegurinn fyrir barðinu á ástandinu. "Það er augljóst mál að Seðlabankinn er að verjast þenslunni og verðbólgunni. Ég sé ekki annað en að eðli málsins samkvæmt verði opinberir aðilar, ekki bara ríkið heldur sveitarfélögin, að draga saman. Það er því miður ekki að gerast eins og sést í öllum þessum launahækkunum," segir Sigurgeir. Hann segir engin ráð önnur en niðurskurð vera tiltæk. "Þetta er mjög slæm staða og hefur versnað mikið. Kostnaður hjá okkur hefur hækkað og við getum ekki brugðist öðruvísi við en að skera niður kostnað. Það bitnar á starfsfólki okkar og ekki er ríkið að hjálpa okkur þegar það leggur sérstakan skatt á sjávarútveg," segir Sigurgeir og vísar til auðlindaskattsins sem nú kemur til framkvæmda í fyrsta sinn. Viðskipti Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira
Styrking íslensku krónunnar hefur veruleg áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, telur að hækkunin í ár muni kosta fyrirtæki sitt um tvö hundruð milljónir í ár. "Við höfum verið að flytja út fyrir þrjá og hálfan milljarð á ári og ef gengið styrkist um sex eða sjö prósent þá er bara hægt að reikna það beint út í tekjutapi hjá okkur," segir Sigurgeir. Jakob Sigurðsson, forstjóri SÍF, segir að styrkingin hafi augljós áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fiskframleiðenda gagnvart útlenskri samkeppni. Þótt fjárhagur SÍF sé vel varinn gagnvart gengissveiflum hefur afkoma íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja áhrif á SÍF. "Við erum hluti af þessari keðju," segir Jakob. "Allir þeir sem við skiptum við á Íslandi eru með allan sinn kostnað í krónum og eru að selja í erlendri mynt þannig að það gefur auga leið að það er þrýstingur á framlegðina í allri þessari keðju. Á endanum kemur þetta niður á samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs," segir Jakob. Sigurgeir segir að slakt aðhald í fjármálum ríkis og sveitarfélaga sé nú að koma í bakið á mönnum og þar verði sjávarútvegurinn fyrir barðinu á ástandinu. "Það er augljóst mál að Seðlabankinn er að verjast þenslunni og verðbólgunni. Ég sé ekki annað en að eðli málsins samkvæmt verði opinberir aðilar, ekki bara ríkið heldur sveitarfélögin, að draga saman. Það er því miður ekki að gerast eins og sést í öllum þessum launahækkunum," segir Sigurgeir. Hann segir engin ráð önnur en niðurskurð vera tiltæk. "Þetta er mjög slæm staða og hefur versnað mikið. Kostnaður hjá okkur hefur hækkað og við getum ekki brugðist öðruvísi við en að skera niður kostnað. Það bitnar á starfsfólki okkar og ekki er ríkið að hjálpa okkur þegar það leggur sérstakan skatt á sjávarútveg," segir Sigurgeir og vísar til auðlindaskattsins sem nú kemur til framkvæmda í fyrsta sinn.
Viðskipti Mest lesið Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Högnuðust um rúma tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Sjá meira