Morgunblaðið ekki dýragarður 7. desember 2004 00:01 Íslensku bókmenntaverðlaunin gera ekkert fyrir bókmenntirnar segir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hefur sent frá sér bókina Málsvörn og minningar. Hann segir að mikilvægt hafi verið að slíta pólitísk tengsl blaðsins en ekki hafi verið ætlunin að breyta því í dýragarð allra landsmanna. Bókin Málsvörn og minningar er uppgjör Matthíasar við samtímann. Hann segir samskipti og samband blaðsins við áhrifamenn í þjóðfélaginu oft hafa tekið á, ekki síst á tímum kalda stríðsins. Maður hafi þurft að sæta lagi og að mörg pólitísk sár hafi myndast sem jafnvel hafi verið orðin persónuleg. Matthías segir að nauðsynlegt hafi verið að slíta Morgunblaðið frá Sjálfstæðisflokknum því það hafi verið orðið of pólitískt fyrir einn flokk að sínu mati. Honum finnst það ætlunarverk hafa tekist. Matthías segir það oft hafa reynst erfitt að koma því til skila að menn gætu verið góðir listamenn þótt þeir væru á annarri skoðun en Morgunblaðið. Hann segir að til dæmis hafi Halldór Laxness og Steinn Steinarr verið utangarðsmenn sem aldrei hafi skrifað í blaðið og því hafi hann einbeitt sér að því að vinna traust þeirra. Aðspurður um hvernig blaðið hafi þróast segir hann meininguna með að opna blaðið ekki hafa verið þá að opna fyrir öll ljónabúrin í þjóðfélaginu. Það er, ætlunin hafi verið að gera blaðið að blaði allra landsmanna en ekki dýragarð allra landsmanna. Hann kveðst gagnrýna þetta í bók sinni því hins síðarnefnda sjái stundum merki í Morgunblaðinu. Matthías þykir ávallt hafa farið sínar eigin leiðir og hann hefur aldrei heimilað útgefendum sínum að senda verk eftir sig til tilnefningar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ástæðan: Þessi samkeppni er ekki fyrir listina heldur er hún hluti af hasarnum á markaðinum „Og markaðurinn er ekki listvænn að mínum dómi,“ segir Matthías. Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Íslensku bókmenntaverðlaunin gera ekkert fyrir bókmenntirnar segir Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hefur sent frá sér bókina Málsvörn og minningar. Hann segir að mikilvægt hafi verið að slíta pólitísk tengsl blaðsins en ekki hafi verið ætlunin að breyta því í dýragarð allra landsmanna. Bókin Málsvörn og minningar er uppgjör Matthíasar við samtímann. Hann segir samskipti og samband blaðsins við áhrifamenn í þjóðfélaginu oft hafa tekið á, ekki síst á tímum kalda stríðsins. Maður hafi þurft að sæta lagi og að mörg pólitísk sár hafi myndast sem jafnvel hafi verið orðin persónuleg. Matthías segir að nauðsynlegt hafi verið að slíta Morgunblaðið frá Sjálfstæðisflokknum því það hafi verið orðið of pólitískt fyrir einn flokk að sínu mati. Honum finnst það ætlunarverk hafa tekist. Matthías segir það oft hafa reynst erfitt að koma því til skila að menn gætu verið góðir listamenn þótt þeir væru á annarri skoðun en Morgunblaðið. Hann segir að til dæmis hafi Halldór Laxness og Steinn Steinarr verið utangarðsmenn sem aldrei hafi skrifað í blaðið og því hafi hann einbeitt sér að því að vinna traust þeirra. Aðspurður um hvernig blaðið hafi þróast segir hann meininguna með að opna blaðið ekki hafa verið þá að opna fyrir öll ljónabúrin í þjóðfélaginu. Það er, ætlunin hafi verið að gera blaðið að blaði allra landsmanna en ekki dýragarð allra landsmanna. Hann kveðst gagnrýna þetta í bók sinni því hins síðarnefnda sjái stundum merki í Morgunblaðinu. Matthías þykir ávallt hafa farið sínar eigin leiðir og hann hefur aldrei heimilað útgefendum sínum að senda verk eftir sig til tilnefningar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Ástæðan: Þessi samkeppni er ekki fyrir listina heldur er hún hluti af hasarnum á markaðinum „Og markaðurinn er ekki listvænn að mínum dómi,“ segir Matthías.
Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira