Ráðherra ver íslenska bankakerfið 7. desember 2004 00:01 Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að skrif í Berlingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf sé að nokkru leyti ósanngjörn og að sumar fullyrðingar blaðsins bendi til að ónæg þekking búi að baki. "Við höfum lagt okkur mjög fram um að vera hér með umhverfi á markaðinum sem er í samræmi við það sem er í löndum sem við berum okkur saman við. Það er ekki hægt að halda því fram að það sé eitthvað öðruvísi og svo virðist sem þessir aðilar hafi ekkert kynnt sér íslenska löggjöf úr því að þeir koma fram með svona fullyrðingar," segir Valgerður. Hún segir það jákvætt að eftir íslenskum fjárfestum sé tekið. "Þegar fjárfestar eru svona áberandi þá geta þeir vænst þess að fá neikvæða umfjöllun og þurfa að svara henni," segir Valgerður. Hún telur hins vegar umfjöllunina um KB banka vera ósanngjarna. "Það er verið að halda því fram að bankinn sé að gera hluti sem víðast hvar séu bannaðir. Það er bara ekki rétt. Hér gilda alveg sömu meginreglur og almennt á Evrópska efnahagssvæðinu," segir hún. Ole Mikkelsen, sem skrifað hefur um eignatengsl í íslensku viðskiptalífi í Berlingske, segir að þar hafi verið gagnrýnt að á Íslandi leyfist viðskiptabönkum að eiga hluti í fyrirtækjum. "Eins og við sjáum þetta þá er mikið um gagnkvæm eignatengsl á Íslandi sem ekki eru leyfð í Danmörku. Þetta er gjörólíkt Danmörku og þetta má ekki nema í örfáum löndum," segir Mikkelsen. "Það sem við skrifum er það sem heimildarmenn okkar segja okkur. Þeir segja okkur að það séu vandamál vegna gagnkvæmra eignatengsla því stjórnendur banka og fyrirtækja séu of nánir," segir Mikkelsen og nefnir sérstaklega hlut KB banka í Baugi Group. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að skrif í Berlingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf sé að nokkru leyti ósanngjörn og að sumar fullyrðingar blaðsins bendi til að ónæg þekking búi að baki. "Við höfum lagt okkur mjög fram um að vera hér með umhverfi á markaðinum sem er í samræmi við það sem er í löndum sem við berum okkur saman við. Það er ekki hægt að halda því fram að það sé eitthvað öðruvísi og svo virðist sem þessir aðilar hafi ekkert kynnt sér íslenska löggjöf úr því að þeir koma fram með svona fullyrðingar," segir Valgerður. Hún segir það jákvætt að eftir íslenskum fjárfestum sé tekið. "Þegar fjárfestar eru svona áberandi þá geta þeir vænst þess að fá neikvæða umfjöllun og þurfa að svara henni," segir Valgerður. Hún telur hins vegar umfjöllunina um KB banka vera ósanngjarna. "Það er verið að halda því fram að bankinn sé að gera hluti sem víðast hvar séu bannaðir. Það er bara ekki rétt. Hér gilda alveg sömu meginreglur og almennt á Evrópska efnahagssvæðinu," segir hún. Ole Mikkelsen, sem skrifað hefur um eignatengsl í íslensku viðskiptalífi í Berlingske, segir að þar hafi verið gagnrýnt að á Íslandi leyfist viðskiptabönkum að eiga hluti í fyrirtækjum. "Eins og við sjáum þetta þá er mikið um gagnkvæm eignatengsl á Íslandi sem ekki eru leyfð í Danmörku. Þetta er gjörólíkt Danmörku og þetta má ekki nema í örfáum löndum," segir Mikkelsen. "Það sem við skrifum er það sem heimildarmenn okkar segja okkur. Þeir segja okkur að það séu vandamál vegna gagnkvæmra eignatengsla því stjórnendur banka og fyrirtækja séu of nánir," segir Mikkelsen og nefnir sérstaklega hlut KB banka í Baugi Group.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira