Lögreglumenn í lífshættu 7. desember 2004 00:01 Kona á fertugsaldri stofnaði lífi og limum tveggja lögregluþjóna í hættu þegar hún ók tvívegis á bíl þeirra á fullri ferð í Reykjavík í gærkvöldi og stakk svo af. Báðir lögreglumennirnir meiddust og lögreglubíllinn, sem var nýr, sterkbyggður Volvo, varð óökufær eftir ósköpin. Upphaflega hafði konan elt bíl í Kópavogi og bað ökumaður hans lögregluna um aðstoð. Þegar lögregla kom að, á bílastæði við háhýsin við Árskóga skammt frá Mjóddinni, og stöðvaði lögreglubílinn á stóru bílastæði, gaf konan allt í botn, ók í stóran hring og svo utan í farmhorn lögreglubílsins þannig að að vinstra framhjólið bognaði undir hann og hann dældaðist talsvert. Þá setti konan í afturábakgír og bakkaði talsverðan spöl, tók síðan „tillhlaup“ og ók á fullri ferð inn í hlið lögreglubílsins. Höggin voru svo mikil að líknarbelgir í lögreglubílnum blésu út. Þrátt fyrir það þurftu báðir lögreglumennirnir að fara á slysadeild en snéru aftur til vinnu. Þeir hlutu meðal annars hálshnykki. Þykir með ólíkindum að ný Toyota Corolla konunnar skuli hafa verið ökufær en hann fannst mannlaus í Breiðholti skömmu síðar. Konan var svo handtekinn laust eftir miðnætti, þegar hún ætlaði að vitja hans aftur, en lögreglumenn sátu fyrir henni í ómerktum lögreglubil. Hún gistir enn fangageymslur og er ekki vitað hvað henni gekk til og talið er að hún hafi ekki verið undir áhrifum áfengis eða lyfja. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Kona á fertugsaldri stofnaði lífi og limum tveggja lögregluþjóna í hættu þegar hún ók tvívegis á bíl þeirra á fullri ferð í Reykjavík í gærkvöldi og stakk svo af. Báðir lögreglumennirnir meiddust og lögreglubíllinn, sem var nýr, sterkbyggður Volvo, varð óökufær eftir ósköpin. Upphaflega hafði konan elt bíl í Kópavogi og bað ökumaður hans lögregluna um aðstoð. Þegar lögregla kom að, á bílastæði við háhýsin við Árskóga skammt frá Mjóddinni, og stöðvaði lögreglubílinn á stóru bílastæði, gaf konan allt í botn, ók í stóran hring og svo utan í farmhorn lögreglubílsins þannig að að vinstra framhjólið bognaði undir hann og hann dældaðist talsvert. Þá setti konan í afturábakgír og bakkaði talsverðan spöl, tók síðan „tillhlaup“ og ók á fullri ferð inn í hlið lögreglubílsins. Höggin voru svo mikil að líknarbelgir í lögreglubílnum blésu út. Þrátt fyrir það þurftu báðir lögreglumennirnir að fara á slysadeild en snéru aftur til vinnu. Þeir hlutu meðal annars hálshnykki. Þykir með ólíkindum að ný Toyota Corolla konunnar skuli hafa verið ökufær en hann fannst mannlaus í Breiðholti skömmu síðar. Konan var svo handtekinn laust eftir miðnætti, þegar hún ætlaði að vitja hans aftur, en lögreglumenn sátu fyrir henni í ómerktum lögreglubil. Hún gistir enn fangageymslur og er ekki vitað hvað henni gekk til og talið er að hún hafi ekki verið undir áhrifum áfengis eða lyfja.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira