Flughált í Hvalfirði og víðar
Flughált er í uppsveitum Árnessýslu, í Hvalfirði og uppsveitum Borgafjarðar. Hálka eða hálkublettir eru á norðanverðu landinu og víða éljagangur eða snjókoma. Dynjandisheiði og Lágheiði eru ófærar. Snjóþekja er víða á Austur- og Suðausturlandi og þæfingur er á Öxi.