Viðskipti innlent

Skeljungur og Esso lækka

Olíuverð heldur áfram að lækka hratt á heimsmarkaði og náði lækkunin til íslenskra neytenda í morgun. Skeljungur lækkaði bensínverðið um eina krónu í morgun og dísillítrann um 1,50 krónur. Þá tilkynnti Esso um lækkun á tólfta tímanum og gagnstætt venju er lækkunin þar meiri en hjá Skeljungi. Olíuverð hefur lækkað um 12% á tveimur sólarhringum í Bandaríkjunum og kostar tunnan þar rúma 43 dollara. Þetta er lækkun um sex dollara. Þar hefur olíuverð ekki verið lægra síðan í september en þetta er jafnframt mesta lækkun á tveimur sólarhringum sem um getur frá því að loknu Flóastríðinuárið 1991. Meginástæða lækkunarinnar er sögð sú að ekki er lengur óttast að skortur verði á olíu til kyndingar í vetur. Norðursjávarolía lækkaði líka um rúma tvo dollara í gær og er komin niður í rétt rúma 40 dollara. Olíufélagið Skeljungur lækkaði bensínverðið um eina krónu í morgun og dísillítrann um 1,50 krónur. Þá tilkynnti Esso um lækkun á tólfta tímanum og gagnstætt venju er lækkunin þar meiri en hjá Skeljungi, eða 1,40 kr. á bensínlítrann og 1,50 á dísillítrann eins og hjá Skeljungi. Ekki hefur enn heyrst um lækkun hjá Olís. Stóru félögin þrjú hækkuðu bensín á mánudaginn var en lækkuðu hins vegar verðið á sjálfsafgreiðslustöðvum sínum í fyrradag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×