Ráðstöfunarfé eykst hröðum skrefum 2. desember 2004 00:01 Bylting hefur orðið á fasteignalánamarkaði. Ekki er langt síðan Íbúðalánasjóður fór að bjóða íbúðalán til 40 ára og eru nú um 80 prósent tekinna lána til 40 ára. Við það hefur greiðslubyrði á hverri milljón lækkað, fjölskyldurnar hafa skuldsett sig til lengra tíma og eignamyndun orðið hægari og minni. Heimilin skulda sem nemur um 180 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum á einu ári. Bankarnir eru farnir að bjóða upp á veðlán án skilyrða um fasteignaviðskipti og valmöguleikar eru fleiri, t.d. tegund lána, lánstími og vaxtafyrirkomulag. "Almenningur hefur möguleika á að endurfjármagna lán til að lækka greiðslubyrði og auka sparnað eða neyslu. Fólk getur bætt jafnóðum við sig veðlánum til að innleysa hagnaðinn ef fasteignaverð hækkar mikið. Í Landsbankanum gerum við ráð fyrir að einkaneysla aukist um 0,5-1 prósent á ári næstu tvö árin vegna þessa, fasteignaverð hækki um 15 prósent umfram það sem þegar er orðið og að heimilin auki skuldir sínar um allt að 15 prósentum. Við gerum líka ráð fyrir aukinni hagræðingu í bankakerfinu. Samantekið tel ég að þessi kerfisbreyting sé mikil heillaþróun en að hún komi á versta tíma með tilliti til stöðu efnahagsmála," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. Íslensk heimili skulduðu 813 milljarða í lok júní. Edda Rós segir að verði helmingi af skuldum heimilanna skuldbreytt með veðláni með 4,15 prósenta vöxtum án þess að lánin séu lengd lækki greiðslubyrðin um 13 prósent. "Ef lánstíminn yrði hins vegar lengdur um fimm og hálft ár við skuldbreytingu, helmingurinn til 40 ára og hinn helmingurinn til 25 ára, lækkaði greiðslubyrðin um 19 prósent. 13 prósentum lægri greiðslubyrði þýðir þriggja prósenta hækkun á ráðstöfunarfé heimilanna. Kaupmáttur heimilanna hefur verið að aukast um eitt prósent á ári undanfarin 20-30 ár þannig að þarna er um verulegar upphæðir að ræða," segir Edda Rós. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Bylting hefur orðið á fasteignalánamarkaði. Ekki er langt síðan Íbúðalánasjóður fór að bjóða íbúðalán til 40 ára og eru nú um 80 prósent tekinna lána til 40 ára. Við það hefur greiðslubyrði á hverri milljón lækkað, fjölskyldurnar hafa skuldsett sig til lengra tíma og eignamyndun orðið hægari og minni. Heimilin skulda sem nemur um 180 prósentum af ráðstöfunartekjum sínum á einu ári. Bankarnir eru farnir að bjóða upp á veðlán án skilyrða um fasteignaviðskipti og valmöguleikar eru fleiri, t.d. tegund lána, lánstími og vaxtafyrirkomulag. "Almenningur hefur möguleika á að endurfjármagna lán til að lækka greiðslubyrði og auka sparnað eða neyslu. Fólk getur bætt jafnóðum við sig veðlánum til að innleysa hagnaðinn ef fasteignaverð hækkar mikið. Í Landsbankanum gerum við ráð fyrir að einkaneysla aukist um 0,5-1 prósent á ári næstu tvö árin vegna þessa, fasteignaverð hækki um 15 prósent umfram það sem þegar er orðið og að heimilin auki skuldir sínar um allt að 15 prósentum. Við gerum líka ráð fyrir aukinni hagræðingu í bankakerfinu. Samantekið tel ég að þessi kerfisbreyting sé mikil heillaþróun en að hún komi á versta tíma með tilliti til stöðu efnahagsmála," segir Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbanka Íslands. Íslensk heimili skulduðu 813 milljarða í lok júní. Edda Rós segir að verði helmingi af skuldum heimilanna skuldbreytt með veðláni með 4,15 prósenta vöxtum án þess að lánin séu lengd lækki greiðslubyrðin um 13 prósent. "Ef lánstíminn yrði hins vegar lengdur um fimm og hálft ár við skuldbreytingu, helmingurinn til 40 ára og hinn helmingurinn til 25 ára, lækkaði greiðslubyrðin um 19 prósent. 13 prósentum lægri greiðslubyrði þýðir þriggja prósenta hækkun á ráðstöfunarfé heimilanna. Kaupmáttur heimilanna hefur verið að aukast um eitt prósent á ári undanfarin 20-30 ár þannig að þarna er um verulegar upphæðir að ræða," segir Edda Rós.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira