Þetta er algjört rugl 1. desember 2004 00:01 Leikur Þórs og Fram, sem var leikinn síðastliðinn laugardag, hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér. Upp úr sauð undir lok leiksins og í kjölfarið var Framarinn Ingólfur Axelsson dæmdur í fjögurra leikja bann og tveir aðrir leikmenn fengu þrjú refsistig. Þór fékk þar að auki 25 þúsund króna sekt vegna hegðunar áhorfanda og ónógrar öryggisgæslu þar sem leikmönnum var ekki tryggð greið leið að búningsherbergjum. Bæði félög eru verulega ósátt við dóminn og sér ekki fyrir endann á þessu máli. "Þetta er algjört rugl," sagði Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, og vitnaði hann þar til bannsins sem Ingólfur fékk. Aganefnd HSÍ gaf Ingólfi tíu refsistig fyrir framkomu sína en leikmenn fá tíu refsistig fyrir ofbeldi utan vallar, fyrir, eftir og á meðan leik stendur. Að sögn vitna, og Ingólfs sjálfs, stjakaði Ingólfur við leikmanni 3. flokks Þórs, sem öskraði svívirðingar að honum, á leið sinni til búningsherbergja eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum. "Aganefndin virðist dæma út frá dómaraskýrslunni og það er furðulegt því dómararnir sögðu við mig persónulega að þar stæði ekkert sem gæfi tilefni til svona langs banns," sagði Ólafur. Fréttablaðið hafði samband við Bjarna Viggósson, annan dómara leiksins, og hann sagði að dómarar mættu ekki tjá sig um leiki við fjölmiðla. Ólafur er ekki bara ósáttur við bann Ingólfs heldur hefði hann líka viljað sjá harðar tekið á Þórsurunum. "Þeir voru búnir að fá aðvörun og fá 25 þúsund króna sekt núna. Aganefndin er búin að setja fordæmi fyrir önnur félög með þessum dómi. Núna er hægt að haga sér eins og vitleysingur í íþróttahúsum landsins og komast upp með það. Ég hefði viljað sjá 100 þúsund króna sekt á Þór sem og heimaleikjabann," sagði Ólafur sem ætlar að kæra dóminn þó það sé ekki hægt. Fyrst til HSÍ og að lokum til ÍSÍ. Þórsarar eru ekki sáttir við sektina sem þeir fengu og skilja ekki af hverju þeir fengu hana. Skapti Hallgrímsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, hafði lítið um málið að segja er eftir því var leitað en sagði þó eftirfarandi: "Ég er búinn að skrifa greinargerð til HSÍ því ég vil gjarnan fá nánari skýringar á því á hverju dómurinn er byggður. Við erum mjög ósáttir. Þetta er ekki í samræmi við annað og þetta mál er stormur í vatnsglasi. Niðurstaðan er alveg óskiljanleg. Sektin og refsistigin sem okkar maður fær er óskiljanlegt," sagði Skapti. Íslenski handboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Sjá meira
Leikur Þórs og Fram, sem var leikinn síðastliðinn laugardag, hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér. Upp úr sauð undir lok leiksins og í kjölfarið var Framarinn Ingólfur Axelsson dæmdur í fjögurra leikja bann og tveir aðrir leikmenn fengu þrjú refsistig. Þór fékk þar að auki 25 þúsund króna sekt vegna hegðunar áhorfanda og ónógrar öryggisgæslu þar sem leikmönnum var ekki tryggð greið leið að búningsherbergjum. Bæði félög eru verulega ósátt við dóminn og sér ekki fyrir endann á þessu máli. "Þetta er algjört rugl," sagði Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, og vitnaði hann þar til bannsins sem Ingólfur fékk. Aganefnd HSÍ gaf Ingólfi tíu refsistig fyrir framkomu sína en leikmenn fá tíu refsistig fyrir ofbeldi utan vallar, fyrir, eftir og á meðan leik stendur. Að sögn vitna, og Ingólfs sjálfs, stjakaði Ingólfur við leikmanni 3. flokks Þórs, sem öskraði svívirðingar að honum, á leið sinni til búningsherbergja eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum. "Aganefndin virðist dæma út frá dómaraskýrslunni og það er furðulegt því dómararnir sögðu við mig persónulega að þar stæði ekkert sem gæfi tilefni til svona langs banns," sagði Ólafur. Fréttablaðið hafði samband við Bjarna Viggósson, annan dómara leiksins, og hann sagði að dómarar mættu ekki tjá sig um leiki við fjölmiðla. Ólafur er ekki bara ósáttur við bann Ingólfs heldur hefði hann líka viljað sjá harðar tekið á Þórsurunum. "Þeir voru búnir að fá aðvörun og fá 25 þúsund króna sekt núna. Aganefndin er búin að setja fordæmi fyrir önnur félög með þessum dómi. Núna er hægt að haga sér eins og vitleysingur í íþróttahúsum landsins og komast upp með það. Ég hefði viljað sjá 100 þúsund króna sekt á Þór sem og heimaleikjabann," sagði Ólafur sem ætlar að kæra dóminn þó það sé ekki hægt. Fyrst til HSÍ og að lokum til ÍSÍ. Þórsarar eru ekki sáttir við sektina sem þeir fengu og skilja ekki af hverju þeir fengu hana. Skapti Hallgrímsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, hafði lítið um málið að segja er eftir því var leitað en sagði þó eftirfarandi: "Ég er búinn að skrifa greinargerð til HSÍ því ég vil gjarnan fá nánari skýringar á því á hverju dómurinn er byggður. Við erum mjög ósáttir. Þetta er ekki í samræmi við annað og þetta mál er stormur í vatnsglasi. Niðurstaðan er alveg óskiljanleg. Sektin og refsistigin sem okkar maður fær er óskiljanlegt," sagði Skapti.
Íslenski handboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Sjá meira