Samið um verð á Big Food Group 30. nóvember 2004 00:01 Baugur hefur lýst sig tilbúinn að greiða 95 pens fyrir hvern hlut í Big Food Group. Verðmæti Big Food er samkvæmt þessu verði ríflega 40 milljarðar króna. Með fjármögnun skulda yrði heildarumfang viðskiptanna milli 85 og 90 milljarðar króna. Baugur á fyrir 22 prósenta hlut í Big Food. Stjórn Big Food hefur lýst sig samþykka yfirtökuverðinu. Ekki hefur þó enn verið lagt fram formlegt tilboð, en samkvæmt upplýsingum frá Baugi er stemmt að því að ljúka undirbúningi yfirtöku Big Food fyrir 17. desember. Um síðustu helgi höfðu breskir fjölmiðlar eftir stjórn Big Food að þeir hefðu hafnað boði upp á 95 pens á hlut. Í upphafi yfirtökuferlisins var gert ráð fyrir að yfirtökutilboð hljóðaði upp á 110 pens á hlut. Þrátt fyrir lækkunina verða kaupin á Big Food stærsta fjárfesting íslensks fyrirtækis frá upphafi. Kaup KB banka á FIH-bankanum í Danmörku hljóðuðu upp á 84 milljarða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð stjórn Big Food föst á því að yfirtakan yrði á 110 pensum. Hún lækkaði sig síðan og stóð fast á því að tilboð yrði ekki lægra en 100 pens á hlut. Talsvert þjark var um lífeyrisskuldbindingar Big Food og leit út fyrir það á tímabili að þær gerðu út af við viðskiptin. Lending hefur nú náðst og stærstu hindrunum þess að samningar náist verið rutt úr vegi. Samningsstaða Baugs var sterkari, þar sem vitað var að gengi Big Food myndi hrapa ef viðskiptin yrðu blásin af. Orðrómur á breskum markaði gerði ráð fyrir að gengi bréfa Big Food gæti lækkað allt niður í 60 pens. Haft er eftir Bill Grimsey, stjórnarformanni Big Food, í netútgáfu The Scotsman, að rýrari sölutölur frá því að Baugur hóf viðræður um yfirtöku þýddu að stjórnin sé reiðubúin að samþykkja það verð sem Baugur hefur boðið. Velta Big Food Group er yfir 600 milljarðar íslenskra króna og hjá fyrirtækinu starfa 32 þúsund manns í á níunda hundrað verslunum lágvörukeðjunnar Iceland og gripið og greitt verslanana Booker. Meirihluti fjármögnunar kaupanna er í höndum erlendra banka. Innlent Viðskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Baugur hefur lýst sig tilbúinn að greiða 95 pens fyrir hvern hlut í Big Food Group. Verðmæti Big Food er samkvæmt þessu verði ríflega 40 milljarðar króna. Með fjármögnun skulda yrði heildarumfang viðskiptanna milli 85 og 90 milljarðar króna. Baugur á fyrir 22 prósenta hlut í Big Food. Stjórn Big Food hefur lýst sig samþykka yfirtökuverðinu. Ekki hefur þó enn verið lagt fram formlegt tilboð, en samkvæmt upplýsingum frá Baugi er stemmt að því að ljúka undirbúningi yfirtöku Big Food fyrir 17. desember. Um síðustu helgi höfðu breskir fjölmiðlar eftir stjórn Big Food að þeir hefðu hafnað boði upp á 95 pens á hlut. Í upphafi yfirtökuferlisins var gert ráð fyrir að yfirtökutilboð hljóðaði upp á 110 pens á hlut. Þrátt fyrir lækkunina verða kaupin á Big Food stærsta fjárfesting íslensks fyrirtækis frá upphafi. Kaup KB banka á FIH-bankanum í Danmörku hljóðuðu upp á 84 milljarða. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð stjórn Big Food föst á því að yfirtakan yrði á 110 pensum. Hún lækkaði sig síðan og stóð fast á því að tilboð yrði ekki lægra en 100 pens á hlut. Talsvert þjark var um lífeyrisskuldbindingar Big Food og leit út fyrir það á tímabili að þær gerðu út af við viðskiptin. Lending hefur nú náðst og stærstu hindrunum þess að samningar náist verið rutt úr vegi. Samningsstaða Baugs var sterkari, þar sem vitað var að gengi Big Food myndi hrapa ef viðskiptin yrðu blásin af. Orðrómur á breskum markaði gerði ráð fyrir að gengi bréfa Big Food gæti lækkað allt niður í 60 pens. Haft er eftir Bill Grimsey, stjórnarformanni Big Food, í netútgáfu The Scotsman, að rýrari sölutölur frá því að Baugur hóf viðræður um yfirtöku þýddu að stjórnin sé reiðubúin að samþykkja það verð sem Baugur hefur boðið. Velta Big Food Group er yfir 600 milljarðar íslenskra króna og hjá fyrirtækinu starfa 32 þúsund manns í á níunda hundrað verslunum lágvörukeðjunnar Iceland og gripið og greitt verslanana Booker. Meirihluti fjármögnunar kaupanna er í höndum erlendra banka.
Innlent Viðskipti Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent