Nýtt boð styrkir stöðu Íslandsbank 30. nóvember 2004 00:01 Íslandsbanki hefur hækkað boð sitt til hluthafa Bolig og Næringsbankans í Noregi. Íslandsbanki bauð upprunalega 320 krónur á hlut í bankanum, en hækkaði í gær boð sitt í 340 krónur á hlut. Með hærra boði tryggði Íslandsbanki sér stuðning 14 prósent hlutahafa í viðbót við þau 46 prósent sem þegar höfðu samþykkt. Bankann vantar því aðeins sjö prósent í viðbót til þess að tryggja sér eignarhlut sem norska fjármálaeftirlitið krefst svo Íslandsbanki megi slá eign sinni á bankann. Sterkar líkur voru á því fyrir hækkað boð að Íslandsbanka tækist að yfirtaka bankann, en eftir hækkunina verða líkurnar að teljast yfirgnæfandi. "Það var mat okkar að það þyrfti að hækka boðið til þess að ná nauðsynlegu magni bréfa. Jafnframt höfum við verið í sambandi við ráðgjafa stjórnenda og stjórnar bankans og erum sannfærð um að þetta sé það sem til þurfti." Stjórn BN bankans sagði fyrra tilboð Íslandsbanka lágt og haft er eftir fulltrúum stjórnarinnar nú að stjórnin muni skoða hækkað tilboð Íslandsbanka. Stjórn bankans var á Íslandi í gær að kynna sér Íslandsbanka og hitta starfsmenn bankans. BNbank er fjórði stærsti banki Noregs og verði af yfirtöku eftir hækkun tilboðs mun Íslandsbanki greiða 3,3 milljarða norskra króna fyrir bankann eða 35 milljarða íslenskra króna. Greiningardeild KB banka undrast verðhækkun Íslandsbanka og segir bankann hafa verið kominn í þá stöðu að erfitt hafi verið fyrir aðra að keppa við hann um BNbank, að minnsta kosti fyrir ásættalegt verð. Aðrir hafa bent á að fyrir Íslandsbanka liggi að vinna á norskum markaði eftir yfirtökuna og of harkaleg framganga geti kallað á andstöðu sem ekki þjóni langtímahagsmunum bankans. Með tilboðinu hafi stórir fagfjárfestar veitt samþykki sitt og þar með sé mótstaðan brostin. Lægra tilboð hefði getað dregið yfirtöku á langinn. Hækkun hafi því verið rökrétt. Yfirtökutilboð Íslandsbanka stendur frá 1. til 17. desember. Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira
Íslandsbanki hefur hækkað boð sitt til hluthafa Bolig og Næringsbankans í Noregi. Íslandsbanki bauð upprunalega 320 krónur á hlut í bankanum, en hækkaði í gær boð sitt í 340 krónur á hlut. Með hærra boði tryggði Íslandsbanki sér stuðning 14 prósent hlutahafa í viðbót við þau 46 prósent sem þegar höfðu samþykkt. Bankann vantar því aðeins sjö prósent í viðbót til þess að tryggja sér eignarhlut sem norska fjármálaeftirlitið krefst svo Íslandsbanki megi slá eign sinni á bankann. Sterkar líkur voru á því fyrir hækkað boð að Íslandsbanka tækist að yfirtaka bankann, en eftir hækkunina verða líkurnar að teljast yfirgnæfandi. "Það var mat okkar að það þyrfti að hækka boðið til þess að ná nauðsynlegu magni bréfa. Jafnframt höfum við verið í sambandi við ráðgjafa stjórnenda og stjórnar bankans og erum sannfærð um að þetta sé það sem til þurfti." Stjórn BN bankans sagði fyrra tilboð Íslandsbanka lágt og haft er eftir fulltrúum stjórnarinnar nú að stjórnin muni skoða hækkað tilboð Íslandsbanka. Stjórn bankans var á Íslandi í gær að kynna sér Íslandsbanka og hitta starfsmenn bankans. BNbank er fjórði stærsti banki Noregs og verði af yfirtöku eftir hækkun tilboðs mun Íslandsbanki greiða 3,3 milljarða norskra króna fyrir bankann eða 35 milljarða íslenskra króna. Greiningardeild KB banka undrast verðhækkun Íslandsbanka og segir bankann hafa verið kominn í þá stöðu að erfitt hafi verið fyrir aðra að keppa við hann um BNbank, að minnsta kosti fyrir ásættalegt verð. Aðrir hafa bent á að fyrir Íslandsbanka liggi að vinna á norskum markaði eftir yfirtökuna og of harkaleg framganga geti kallað á andstöðu sem ekki þjóni langtímahagsmunum bankans. Með tilboðinu hafi stórir fagfjárfestar veitt samþykki sitt og þar með sé mótstaðan brostin. Lægra tilboð hefði getað dregið yfirtöku á langinn. Hækkun hafi því verið rökrétt. Yfirtökutilboð Íslandsbanka stendur frá 1. til 17. desember.
Viðskipti Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október Sjá meira