Viðskipti innlent

VÍS kaupir Vörð

Vátryggingafélag Íslands hefur keypt Vörð Vátryggingafélag hf. og tekur við rekstri þess í dag. Kaupsamningar voru undirritaðir í gær og er kaupverðið trúnaðarmál. Seljandi Varðar er Hringur hf. en aðaleigandi þess félags er Baugur Group. Kristján B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Varðar, hefur látið af störfum. Ásgeir Baldurs, áður forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá VÍS, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Varðar tímabundið þar til nýr framkvæmdastjóri verður ráðinn. Vörður Vátryggingafélag verður áfram rekið sem sjálfstætt félag með starfsemi á landsvísu og höfuðstöðvar við Skipagötu á Akureyri. Starfsmenn Varðar eru alls 22, auk umboðsmanna og sölumanna víðs vegar um land. Markaðshlutdeild Varðar á landsvísu er um 1,5%.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×