Lengist um eina önn hjá sumum 29. nóvember 2004 00:01 Vinna við samræmdu prófin í tíunda bekk er mjög langt komin og segir Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri yfir samræmdum prófum hjá Námsmatsstofnun, að ekki liggi í loftinu að breyta þeim vegna kennaraverkfallsins. Börnin komist hvort eð er inn í framhaldsskóla. "Við erum ekki það vond við börnin. Áhrif af svona verkfalli koma mjög misjafnlega niður á þeim. Með því að búa til létt próf núna værum við að gefa nemendum sem standa höllum fæti skilaboð um að þau standi betur en raun ber vitni. Nemendur sem þyrftu að fara í upprifjunaráfanga í framhaldsskóla færu þá inn í einingaáfangana, sem eru erfiðari, og þá aukast líkurnar á því að þau hrökklist úr námi. Prófin endurspegla hæfni og kunnáttu. Það skiptir máli fyrir nemendur að komast á eðlilegum forsendum inn í framhaldsskóla." Sigurgrímur segir breytingar á samræmdum prófum hafa alvarlegri afleiðingar en það hvernig einkunnir líti út á pappír í lok skólaárs. Einkunnirnar breyti engu um það hvort krakkarnir komist inn í framhaldsskólana heldur því á hvaða forsendum þau komist inn. Fyrirsjáanlegt sé að framhaldsskólanám lengist um eina önn hjá hluta unglinga vegna verkfallsins. "Þau vinna ekki upp aftur það sem þau eru búin að missa úr. Þau þurfa að hafa ákveðinn undirbúning fyrir framhaldsskóla og því þurfa einhverjir nemendur að fara í upprifjunaráfanga sem ella hefðu ekki þurft þess. Ég býst við að það verði stærri hluti af árganginum en oft áður sem á ekki erindi beint inn í einingaáfangana en ég geri mér ekki grein fyrir hversu stór hluti það er. Ef við tökum dæmi af stærðfræði þá fá 25-35 prósent nemenda 4,5 og lægra í tíunda bekk á hverju ári og þessir nemendur eiga í erfiðleikum með fyrstu áfangana í framhaldsskóla," segir hann. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vinna við samræmdu prófin í tíunda bekk er mjög langt komin og segir Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri yfir samræmdum prófum hjá Námsmatsstofnun, að ekki liggi í loftinu að breyta þeim vegna kennaraverkfallsins. Börnin komist hvort eð er inn í framhaldsskóla. "Við erum ekki það vond við börnin. Áhrif af svona verkfalli koma mjög misjafnlega niður á þeim. Með því að búa til létt próf núna værum við að gefa nemendum sem standa höllum fæti skilaboð um að þau standi betur en raun ber vitni. Nemendur sem þyrftu að fara í upprifjunaráfanga í framhaldsskóla færu þá inn í einingaáfangana, sem eru erfiðari, og þá aukast líkurnar á því að þau hrökklist úr námi. Prófin endurspegla hæfni og kunnáttu. Það skiptir máli fyrir nemendur að komast á eðlilegum forsendum inn í framhaldsskóla." Sigurgrímur segir breytingar á samræmdum prófum hafa alvarlegri afleiðingar en það hvernig einkunnir líti út á pappír í lok skólaárs. Einkunnirnar breyti engu um það hvort krakkarnir komist inn í framhaldsskólana heldur því á hvaða forsendum þau komist inn. Fyrirsjáanlegt sé að framhaldsskólanám lengist um eina önn hjá hluta unglinga vegna verkfallsins. "Þau vinna ekki upp aftur það sem þau eru búin að missa úr. Þau þurfa að hafa ákveðinn undirbúning fyrir framhaldsskóla og því þurfa einhverjir nemendur að fara í upprifjunaráfanga sem ella hefðu ekki þurft þess. Ég býst við að það verði stærri hluti af árganginum en oft áður sem á ekki erindi beint inn í einingaáfangana en ég geri mér ekki grein fyrir hversu stór hluti það er. Ef við tökum dæmi af stærðfræði þá fá 25-35 prósent nemenda 4,5 og lægra í tíunda bekk á hverju ári og þessir nemendur eiga í erfiðleikum með fyrstu áfangana í framhaldsskóla," segir hann.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira