Lengist um eina önn hjá sumum 29. nóvember 2004 00:01 Vinna við samræmdu prófin í tíunda bekk er mjög langt komin og segir Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri yfir samræmdum prófum hjá Námsmatsstofnun, að ekki liggi í loftinu að breyta þeim vegna kennaraverkfallsins. Börnin komist hvort eð er inn í framhaldsskóla. "Við erum ekki það vond við börnin. Áhrif af svona verkfalli koma mjög misjafnlega niður á þeim. Með því að búa til létt próf núna værum við að gefa nemendum sem standa höllum fæti skilaboð um að þau standi betur en raun ber vitni. Nemendur sem þyrftu að fara í upprifjunaráfanga í framhaldsskóla færu þá inn í einingaáfangana, sem eru erfiðari, og þá aukast líkurnar á því að þau hrökklist úr námi. Prófin endurspegla hæfni og kunnáttu. Það skiptir máli fyrir nemendur að komast á eðlilegum forsendum inn í framhaldsskóla." Sigurgrímur segir breytingar á samræmdum prófum hafa alvarlegri afleiðingar en það hvernig einkunnir líti út á pappír í lok skólaárs. Einkunnirnar breyti engu um það hvort krakkarnir komist inn í framhaldsskólana heldur því á hvaða forsendum þau komist inn. Fyrirsjáanlegt sé að framhaldsskólanám lengist um eina önn hjá hluta unglinga vegna verkfallsins. "Þau vinna ekki upp aftur það sem þau eru búin að missa úr. Þau þurfa að hafa ákveðinn undirbúning fyrir framhaldsskóla og því þurfa einhverjir nemendur að fara í upprifjunaráfanga sem ella hefðu ekki þurft þess. Ég býst við að það verði stærri hluti af árganginum en oft áður sem á ekki erindi beint inn í einingaáfangana en ég geri mér ekki grein fyrir hversu stór hluti það er. Ef við tökum dæmi af stærðfræði þá fá 25-35 prósent nemenda 4,5 og lægra í tíunda bekk á hverju ári og þessir nemendur eiga í erfiðleikum með fyrstu áfangana í framhaldsskóla," segir hann. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Vinna við samræmdu prófin í tíunda bekk er mjög langt komin og segir Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri yfir samræmdum prófum hjá Námsmatsstofnun, að ekki liggi í loftinu að breyta þeim vegna kennaraverkfallsins. Börnin komist hvort eð er inn í framhaldsskóla. "Við erum ekki það vond við börnin. Áhrif af svona verkfalli koma mjög misjafnlega niður á þeim. Með því að búa til létt próf núna værum við að gefa nemendum sem standa höllum fæti skilaboð um að þau standi betur en raun ber vitni. Nemendur sem þyrftu að fara í upprifjunaráfanga í framhaldsskóla færu þá inn í einingaáfangana, sem eru erfiðari, og þá aukast líkurnar á því að þau hrökklist úr námi. Prófin endurspegla hæfni og kunnáttu. Það skiptir máli fyrir nemendur að komast á eðlilegum forsendum inn í framhaldsskóla." Sigurgrímur segir breytingar á samræmdum prófum hafa alvarlegri afleiðingar en það hvernig einkunnir líti út á pappír í lok skólaárs. Einkunnirnar breyti engu um það hvort krakkarnir komist inn í framhaldsskólana heldur því á hvaða forsendum þau komist inn. Fyrirsjáanlegt sé að framhaldsskólanám lengist um eina önn hjá hluta unglinga vegna verkfallsins. "Þau vinna ekki upp aftur það sem þau eru búin að missa úr. Þau þurfa að hafa ákveðinn undirbúning fyrir framhaldsskóla og því þurfa einhverjir nemendur að fara í upprifjunaráfanga sem ella hefðu ekki þurft þess. Ég býst við að það verði stærri hluti af árganginum en oft áður sem á ekki erindi beint inn í einingaáfangana en ég geri mér ekki grein fyrir hversu stór hluti það er. Ef við tökum dæmi af stærðfræði þá fá 25-35 prósent nemenda 4,5 og lægra í tíunda bekk á hverju ári og þessir nemendur eiga í erfiðleikum með fyrstu áfangana í framhaldsskóla," segir hann.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira