Eldtungur og gallabuxur 29. nóvember 2004 00:01 "Ég hef alltaf verið með bíladellu en Trabantáhuginn vaknaði þegar ég var 15 ára. Ég get ekki alveg útskýrt hvers vegna," segir Jón Baldur Bogason, sem vekur athygli hvert sem hann fer á Trabantinum sínum sem er vægast sagt óvenjulegur og skrautlegur í meira, alsettur eldtungum. "Ég fékk svo þessa flugu í hausinn að flytja inn Trabant og flutti þennan inn frá Berlín. Þá var hann einlitur blár." Jón Baldur segist hafa fengið aðstoð við að gera upp bílinn sem er árgerð 1987. "Ég þóttist vera að hjálpa til en var nú aðallega bara fyrir," segir hann hlæjandi. "En við tókum hann líka í gegn að innan, það var til dæmis hvítt léreft í hurðarspjöldunum en við afi saumuðum inn í hann gamlar gallabuxur. Það kemur rosalega vel út. Svo eru náttúrlega flottar græjur í honum, þetta er einn með öllu." Trabantinn er fyrsti bíllinn sem Jón Baldur eignast og hann segir hann hafa reynst hreint frábærlega. "Hann fer alltaf í gang og ég hef alltaf komist allt sem ég þarf á honum, líka í snjóhvellinum um daginn." Nú er Jón Baldur í almennri deild í Iðnskólanum. "Ég vonast til að komast inn í bílasprautun í Borgó eftir jól," segir Jón Baldur og þar er hann örugglega kominn á rétta hillu því hann segir bíladelluna nánast það eina sem komist að hjá honum. Jón Baldur ber líka út Fréttablaðið og hefur gert undanfarin tvö ár. "Við hjálpumst að við þetta, ég, amma og afi, svo þetta er bara ágætt. " Þó að stefnan hjá Jóni Baldri sé að vasast sem mest í bílum í framtíðinni segist hann örugglega ætla að eiga Trabantinn áfram. "Ég myndi aldrei tíma að losa mig við hann," segir Jón. "Þetta er dýrgripur." Bílar Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég hef alltaf verið með bíladellu en Trabantáhuginn vaknaði þegar ég var 15 ára. Ég get ekki alveg útskýrt hvers vegna," segir Jón Baldur Bogason, sem vekur athygli hvert sem hann fer á Trabantinum sínum sem er vægast sagt óvenjulegur og skrautlegur í meira, alsettur eldtungum. "Ég fékk svo þessa flugu í hausinn að flytja inn Trabant og flutti þennan inn frá Berlín. Þá var hann einlitur blár." Jón Baldur segist hafa fengið aðstoð við að gera upp bílinn sem er árgerð 1987. "Ég þóttist vera að hjálpa til en var nú aðallega bara fyrir," segir hann hlæjandi. "En við tókum hann líka í gegn að innan, það var til dæmis hvítt léreft í hurðarspjöldunum en við afi saumuðum inn í hann gamlar gallabuxur. Það kemur rosalega vel út. Svo eru náttúrlega flottar græjur í honum, þetta er einn með öllu." Trabantinn er fyrsti bíllinn sem Jón Baldur eignast og hann segir hann hafa reynst hreint frábærlega. "Hann fer alltaf í gang og ég hef alltaf komist allt sem ég þarf á honum, líka í snjóhvellinum um daginn." Nú er Jón Baldur í almennri deild í Iðnskólanum. "Ég vonast til að komast inn í bílasprautun í Borgó eftir jól," segir Jón Baldur og þar er hann örugglega kominn á rétta hillu því hann segir bíladelluna nánast það eina sem komist að hjá honum. Jón Baldur ber líka út Fréttablaðið og hefur gert undanfarin tvö ár. "Við hjálpumst að við þetta, ég, amma og afi, svo þetta er bara ágætt. " Þó að stefnan hjá Jóni Baldri sé að vasast sem mest í bílum í framtíðinni segist hann örugglega ætla að eiga Trabantinn áfram. "Ég myndi aldrei tíma að losa mig við hann," segir Jón. "Þetta er dýrgripur."
Bílar Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira