Viðskipti innlent

Stór samningur hjá Atlanta

Flugfélagið Air Atlanta hefur nýverið gengið frá samningum sem tryggja félaginu 165 milljón dala tekjur. Það samsvarar um ellefu milljörðum íslenskra króna. Annars vegar er um að ræða samning við Malaysian Cargo en Atlanta leigir félaginu sex vélar í eitt ár. Hins vegar er um að ræða eins árs samning við Cargolux um leigu á tveimur vélum. Í þriðja lagi gerði Atlanta samning við Cathy Pacific Cargo um leigu á einnig Boeing 747 vél í átján mánuði. Haft er eftir Hafþóri Hafsteinssyni, forstjóra Air Atlanta, í fréttatilkynningu, að samningarnir séu viðbót við aðra starfsemi félagsins. Um áramót verður Air Atlanta að dótturfélagi Avion Group en nýverið kynnti Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Atlanta, um stonfun Avion og jafnframt að starsfemi félagsins yrði á Íslandi og að til stæði að skrá félagið á markaði í Kauphöll Íslands. "Þetta er jákvæð þróun því þarna eru nokkrir af helstu viðskiptaaðilum okkar bæði að framlengja samninga og auka við viðskiptin. Þetta er í mjög góðu samræmi við áætlanir okkar um frekari vöxt í fraktflutningum á næstu árum," segir Magnús Stephensen framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs fyrir Avion Group.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×