Barist um íbúðalánin 22. nóvember 2004 00:01 Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær um lækkun vaxta úr 4,30 í 4,15 prósent. Þar með eru íbúðalán á ný orðin ódýrari hjá Íbúðalánasjóði heldur en hjá bönkunum en þeir bjóða nú flestir 4,2 prósent vexti. Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs kemur í kjölfar útboðs bréfa á markaði. Þar var ávöxtunarkrafan 3,55 prósent en á það leggjast 0,6 prósentustig vegna uppgreiðsluáhættu. Hallur Magnússson hjá Íbúðalánasjóði segir að vextir sjóðsins ákvarðist af vel skilgreindum forsendum og þurfi því ekki að koma á óvart. Hann segir ekkert hæft í því að vaxtalækkanir Íbúðalánasjóðs tengist aukinni samkeppni á markaðinum. "Við lítum ekki svo á að við séum í samkeppni við bankana. Við höfum ákveðið hlutverk sem er innan ákveðins ramma og það er ekki markmið okkar að halda áttatíu prósent af markaðinum. Okkar markmið er einungis að tryggja þessi félagslegu markmið sem okkur eru sett. Til þess þurfum við ákveðna stærð en markaðurinn er að stækka og okkar hlutur er að minnka. Það er þróun sem við erum mjög sáttir við," segir Hallur. Í bankaheiminum heyrist hins vegar kurr. Þar telja margir að Íbúðalánasjóður sé mjög frekur til lánsfjárins og bent er á að hvergi annars staðar hafi opinber aðili slíka stöðu á lánamarkaði eins og hér á landi. Bankarnir eiga sumir erfitt með að fara mikið neðar í vöxtum. Smærri bankarnir telja sig ekki geta annað en svarað allri samkeppni frá stóru bönkunum af ótta við að missa viðskiptavini. Guðjón Rúnarsson hjá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja telur að með þessari vaxtalækkun gefi Íbúðalánasjóður til kynna að hann hyggist taka þátt í beinni samkeppni við bankana. "Af þessum viðbrögðum Íbúðalánasjóðs er ljóst að þessi opinberi sjóður hyggst keppa við einkafyrirtæki sem eru þegar í mjög harðri samkeppni sín á milli," segir hann. Hann segir að í ljósi samkeppninnar séu aukin rök fyrir því að endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs. "Það er spurning hvort það sé eðlilegt að opinber sjóður stundi slíka samkeppni og velta má fyrir sér hvort hlutverk sjóðsins verði endurskoðað í ljósi gjörbreyttra aðstæðna," segir hann. Guðjón bendir einnig á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til slíka endurskoðun til í nýlegri skýrslu sinni um ástand efnahagsmála á Íslandi. Guðjón segir að hlutdeild Íbúðalánasjóðs í lánveitingum til einstkalinga sé rúmlega 50 prósent. "Þetta á sér enga hliðstæðu. Það eina sem hægt er að bera saman við íslenska Íbúðalánasjóðinn er Husbanken í Noregi sem er með 3,7 prósent af lánamarkaði einstaklinga," segir hann. Viðskipti Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær um lækkun vaxta úr 4,30 í 4,15 prósent. Þar með eru íbúðalán á ný orðin ódýrari hjá Íbúðalánasjóði heldur en hjá bönkunum en þeir bjóða nú flestir 4,2 prósent vexti. Vaxtaákvörðun Íbúðalánasjóðs kemur í kjölfar útboðs bréfa á markaði. Þar var ávöxtunarkrafan 3,55 prósent en á það leggjast 0,6 prósentustig vegna uppgreiðsluáhættu. Hallur Magnússson hjá Íbúðalánasjóði segir að vextir sjóðsins ákvarðist af vel skilgreindum forsendum og þurfi því ekki að koma á óvart. Hann segir ekkert hæft í því að vaxtalækkanir Íbúðalánasjóðs tengist aukinni samkeppni á markaðinum. "Við lítum ekki svo á að við séum í samkeppni við bankana. Við höfum ákveðið hlutverk sem er innan ákveðins ramma og það er ekki markmið okkar að halda áttatíu prósent af markaðinum. Okkar markmið er einungis að tryggja þessi félagslegu markmið sem okkur eru sett. Til þess þurfum við ákveðna stærð en markaðurinn er að stækka og okkar hlutur er að minnka. Það er þróun sem við erum mjög sáttir við," segir Hallur. Í bankaheiminum heyrist hins vegar kurr. Þar telja margir að Íbúðalánasjóður sé mjög frekur til lánsfjárins og bent er á að hvergi annars staðar hafi opinber aðili slíka stöðu á lánamarkaði eins og hér á landi. Bankarnir eiga sumir erfitt með að fara mikið neðar í vöxtum. Smærri bankarnir telja sig ekki geta annað en svarað allri samkeppni frá stóru bönkunum af ótta við að missa viðskiptavini. Guðjón Rúnarsson hjá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja telur að með þessari vaxtalækkun gefi Íbúðalánasjóður til kynna að hann hyggist taka þátt í beinni samkeppni við bankana. "Af þessum viðbrögðum Íbúðalánasjóðs er ljóst að þessi opinberi sjóður hyggst keppa við einkafyrirtæki sem eru þegar í mjög harðri samkeppni sín á milli," segir hann. Hann segir að í ljósi samkeppninnar séu aukin rök fyrir því að endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs. "Það er spurning hvort það sé eðlilegt að opinber sjóður stundi slíka samkeppni og velta má fyrir sér hvort hlutverk sjóðsins verði endurskoðað í ljósi gjörbreyttra aðstæðna," segir hann. Guðjón bendir einnig á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til slíka endurskoðun til í nýlegri skýrslu sinni um ástand efnahagsmála á Íslandi. Guðjón segir að hlutdeild Íbúðalánasjóðs í lánveitingum til einstkalinga sé rúmlega 50 prósent. "Þetta á sér enga hliðstæðu. Það eina sem hægt er að bera saman við íslenska Íbúðalánasjóðinn er Husbanken í Noregi sem er með 3,7 prósent af lánamarkaði einstaklinga," segir hann.
Viðskipti Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira