Nýtt varðskip ekki á fjárlögum 20. nóvember 2004 00:01 Nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna er ekki á fjárlögum næsta árs. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir engar dagsetningar hafa verið ákveðnar aðspurður hvenær búast megi við að skipið verði sett inn á fjárlög. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir hug aldrei hafa fylgt máli þegar talað hafi verið um nýtt varðskip. "Ég hef alltaf verið afskaplega vondaufur um að nýtt varðskip verði eitthvað annað en hátíðarhjal í stjórnvöldum. Verkin hafa ekki talað í þessu máli og ég trúi ekki að svo verði fyrr en fjármagn verður sett í þetta, enda full ástæða til, því það er búið að lofa þessu í áraraðir án þess að nokkuð gerist," segir Sævar. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir málið margslungið, það þurfi nýtt varðskip en í fyrsta lagi þurfi rekstrarfé til að halda úti skipunum sem fyrir eru. Það komi fyrir að ekki sé varðskip á sjó í marga daga. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Fréttablaðið í júlí 2002 að menn hefðu færst skrefi nær nýju varðskipi. Það væri ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um hvort fjármagn til að hefja smíðina yrði innI í fjárlögum ársins 2003. Þá var útboðslýsing og gögn tengd henni í lokavinnslu hjá Ríkiskaupum. Samkvæmt smíðalýsingu sem varðskipsnefnd, undir forystu Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, útbjó fyrir röskum fjórum árum er gert ráð fyrir að nýja skipið verði 105 metra langt og búið fullkomnasta búnaði til gæslu- og björgunarstarfa. Áætlaður kostnaður við smíði skipsins er að minnsta kosti 3 milljarðar króna. Smíðatími nýs varðskips er talinn vera um það bil 3 ár, allt eftir því hvar smíðin fer fram. Stærsta varðskipið sem nú er í flota Landhelgisgæslunnar er um 70 metra langt og öll þrjú skipin eru komin nokkuð til ára sinna, smíðuð á árunum 1960 til 1978. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna er ekki á fjárlögum næsta árs. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir engar dagsetningar hafa verið ákveðnar aðspurður hvenær búast megi við að skipið verði sett inn á fjárlög. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir hug aldrei hafa fylgt máli þegar talað hafi verið um nýtt varðskip. "Ég hef alltaf verið afskaplega vondaufur um að nýtt varðskip verði eitthvað annað en hátíðarhjal í stjórnvöldum. Verkin hafa ekki talað í þessu máli og ég trúi ekki að svo verði fyrr en fjármagn verður sett í þetta, enda full ástæða til, því það er búið að lofa þessu í áraraðir án þess að nokkuð gerist," segir Sævar. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segir málið margslungið, það þurfi nýtt varðskip en í fyrsta lagi þurfi rekstrarfé til að halda úti skipunum sem fyrir eru. Það komi fyrir að ekki sé varðskip á sjó í marga daga. Stefán Eiríksson, skrifstofustjóri og staðgengill ráðuneytisstjóra í dómsmálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Fréttablaðið í júlí 2002 að menn hefðu færst skrefi nær nýju varðskipi. Það væri ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um hvort fjármagn til að hefja smíðina yrði innI í fjárlögum ársins 2003. Þá var útboðslýsing og gögn tengd henni í lokavinnslu hjá Ríkiskaupum. Samkvæmt smíðalýsingu sem varðskipsnefnd, undir forystu Hafsteins Hafsteinssonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar, útbjó fyrir röskum fjórum árum er gert ráð fyrir að nýja skipið verði 105 metra langt og búið fullkomnasta búnaði til gæslu- og björgunarstarfa. Áætlaður kostnaður við smíði skipsins er að minnsta kosti 3 milljarðar króna. Smíðatími nýs varðskips er talinn vera um það bil 3 ár, allt eftir því hvar smíðin fer fram. Stærsta varðskipið sem nú er í flota Landhelgisgæslunnar er um 70 metra langt og öll þrjú skipin eru komin nokkuð til ára sinna, smíðuð á árunum 1960 til 1978.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira