Áfram krakkar, farið að læra! 19. nóvember 2004 00:01 Samræmdum prófum í 10. bekk í vor verður frestað um eina viku samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytis. „Áfram krakkar, farið að læra“ eru skilaboð formanns fræðsluráðs Reykjavíkur til skólabarna. Nemendur 10. bekkjar standa frammi fyrir samræmdum prófum í vor, að vanda, þar sem frammistaða þeirra hefur áhrif á möguleika til framhaldsnáms. Vegna verkfalls grunnskólakennara lá kennsla niðri í tæpa tvo mánuði og vegna þeirrar röskunar hefur menntamálaráðuneytið ákveðið að hnika prófunum til. Einungis er um að ræða vikufrestun frá upphaflegum dagsetningum og eins hefur röðum prófanna verið breytt. Fyrsta prófið af sex verður samræmt próf í íslensku sem fram fer 9. maí. Þær upplýsingar fengust hjá menntamálaráðuneytinu að það sé í samstarfi við sveitarfélögin um að finna leiðir til að bæta nemendum upp það kennslutap sem orðið hefur. Sveitarfélögin munu hafa mismunandi hugmyndir um slíkt en ljóst er að tapið verður ekki bætt að fullu. Lögum samkvæmt er það hlutverk sveitarfélagann að endurskipuleggja skólastarfið í heild. Í dag fundaði fræðsluráð Reykjavíkur vegna þessa með aðalherslu á nám barna í 10. bekk. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að settur verði saman samráðshópur kennara, foreldra, skólastjóra og ráðsins til þess að koma með tillögur um þessi mál á næstu dögum. „Ég vil bara senda þau merki út: Áfram krakkar, farið að læra.“ Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Samræmdum prófum í 10. bekk í vor verður frestað um eina viku samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytis. „Áfram krakkar, farið að læra“ eru skilaboð formanns fræðsluráðs Reykjavíkur til skólabarna. Nemendur 10. bekkjar standa frammi fyrir samræmdum prófum í vor, að vanda, þar sem frammistaða þeirra hefur áhrif á möguleika til framhaldsnáms. Vegna verkfalls grunnskólakennara lá kennsla niðri í tæpa tvo mánuði og vegna þeirrar röskunar hefur menntamálaráðuneytið ákveðið að hnika prófunum til. Einungis er um að ræða vikufrestun frá upphaflegum dagsetningum og eins hefur röðum prófanna verið breytt. Fyrsta prófið af sex verður samræmt próf í íslensku sem fram fer 9. maí. Þær upplýsingar fengust hjá menntamálaráðuneytinu að það sé í samstarfi við sveitarfélögin um að finna leiðir til að bæta nemendum upp það kennslutap sem orðið hefur. Sveitarfélögin munu hafa mismunandi hugmyndir um slíkt en ljóst er að tapið verður ekki bætt að fullu. Lögum samkvæmt er það hlutverk sveitarfélagann að endurskipuleggja skólastarfið í heild. Í dag fundaði fræðsluráð Reykjavíkur vegna þessa með aðalherslu á nám barna í 10. bekk. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir að settur verði saman samráðshópur kennara, foreldra, skólastjóra og ráðsins til þess að koma með tillögur um þessi mál á næstu dögum. „Ég vil bara senda þau merki út: Áfram krakkar, farið að læra.“
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira