Sverðfiskur og karríkássur 18. nóvember 2004 00:01 Ég hef frekar svona "low life"-smekk þegar kemur að mat," segir Erling Klingenberg listamaður, "og er heldur ekkert sérstakur kokkur. Ég er hins vegar fínn hjálparkokkur, duglegur að handlanga og skera grænmeti að ég tali ekki um uppvaskið. Þar er ég á heimavelli."Erling eldar oft baunabrauð þó honum hafi verið strítt á því á námsárunum. Erling var í námi í Kanada og Þýskalandi og þar var hlegið að honum fyrir fábreytt mataræði. "Ég eldaði gjarnan hið stórgóða baunabrauð, sem dóttir mín kallar kúrekabrauð, þetta sem er bakað eða grillað í ofni með bökuðum baunum, osti og svörtum pipar. Þetta finnst mér reyndar prýðismatur. Annað sem ég féll fyrir í Frankfurt var réttur sem vinir mínir kölluðu "Goethes favorite" og var einhverskonar jógúrtgrautur með kryddjurtum, alveg frábær. Ég kann bara ekki uppskriftina og auglýsi hér með eftir henni ef einhver býr svo vel." Erling segist hafa forframast heilmikið meðan hann var í námi í útlöndum og lærði til dæmis að borða mosarellaost með tómötum sem honum finnst unaðslegur réttur. "Í Kanada bjó ég í Halifax og þar var ég í látlausri humarveislu. Þar lærði ég líka að borða framandi rétti eins og steiktan sverðfisk sem er með því betra sem ég hef smakkað og skelfisk sem mér finnst núna ofboðslega góður. Annars er ég oftast sáttur við Spaghetti Bolognese sem ég er nokkuð góður í að elda sjálfur, og karrýkássur." Erling er nú með sýningu í Listasafni ASÍ sem hefur vakið mikla athygli. Matur Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Ég hef frekar svona "low life"-smekk þegar kemur að mat," segir Erling Klingenberg listamaður, "og er heldur ekkert sérstakur kokkur. Ég er hins vegar fínn hjálparkokkur, duglegur að handlanga og skera grænmeti að ég tali ekki um uppvaskið. Þar er ég á heimavelli."Erling eldar oft baunabrauð þó honum hafi verið strítt á því á námsárunum. Erling var í námi í Kanada og Þýskalandi og þar var hlegið að honum fyrir fábreytt mataræði. "Ég eldaði gjarnan hið stórgóða baunabrauð, sem dóttir mín kallar kúrekabrauð, þetta sem er bakað eða grillað í ofni með bökuðum baunum, osti og svörtum pipar. Þetta finnst mér reyndar prýðismatur. Annað sem ég féll fyrir í Frankfurt var réttur sem vinir mínir kölluðu "Goethes favorite" og var einhverskonar jógúrtgrautur með kryddjurtum, alveg frábær. Ég kann bara ekki uppskriftina og auglýsi hér með eftir henni ef einhver býr svo vel." Erling segist hafa forframast heilmikið meðan hann var í námi í útlöndum og lærði til dæmis að borða mosarellaost með tómötum sem honum finnst unaðslegur réttur. "Í Kanada bjó ég í Halifax og þar var ég í látlausri humarveislu. Þar lærði ég líka að borða framandi rétti eins og steiktan sverðfisk sem er með því betra sem ég hef smakkað og skelfisk sem mér finnst núna ofboðslega góður. Annars er ég oftast sáttur við Spaghetti Bolognese sem ég er nokkuð góður í að elda sjálfur, og karrýkássur." Erling er nú með sýningu í Listasafni ASÍ sem hefur vakið mikla athygli.
Matur Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“