Sverðfiskur og karríkássur 18. nóvember 2004 00:01 Ég hef frekar svona "low life"-smekk þegar kemur að mat," segir Erling Klingenberg listamaður, "og er heldur ekkert sérstakur kokkur. Ég er hins vegar fínn hjálparkokkur, duglegur að handlanga og skera grænmeti að ég tali ekki um uppvaskið. Þar er ég á heimavelli."Erling eldar oft baunabrauð þó honum hafi verið strítt á því á námsárunum. Erling var í námi í Kanada og Þýskalandi og þar var hlegið að honum fyrir fábreytt mataræði. "Ég eldaði gjarnan hið stórgóða baunabrauð, sem dóttir mín kallar kúrekabrauð, þetta sem er bakað eða grillað í ofni með bökuðum baunum, osti og svörtum pipar. Þetta finnst mér reyndar prýðismatur. Annað sem ég féll fyrir í Frankfurt var réttur sem vinir mínir kölluðu "Goethes favorite" og var einhverskonar jógúrtgrautur með kryddjurtum, alveg frábær. Ég kann bara ekki uppskriftina og auglýsi hér með eftir henni ef einhver býr svo vel." Erling segist hafa forframast heilmikið meðan hann var í námi í útlöndum og lærði til dæmis að borða mosarellaost með tómötum sem honum finnst unaðslegur réttur. "Í Kanada bjó ég í Halifax og þar var ég í látlausri humarveislu. Þar lærði ég líka að borða framandi rétti eins og steiktan sverðfisk sem er með því betra sem ég hef smakkað og skelfisk sem mér finnst núna ofboðslega góður. Annars er ég oftast sáttur við Spaghetti Bolognese sem ég er nokkuð góður í að elda sjálfur, og karrýkássur." Erling er nú með sýningu í Listasafni ASÍ sem hefur vakið mikla athygli. Matur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ég hef frekar svona "low life"-smekk þegar kemur að mat," segir Erling Klingenberg listamaður, "og er heldur ekkert sérstakur kokkur. Ég er hins vegar fínn hjálparkokkur, duglegur að handlanga og skera grænmeti að ég tali ekki um uppvaskið. Þar er ég á heimavelli."Erling eldar oft baunabrauð þó honum hafi verið strítt á því á námsárunum. Erling var í námi í Kanada og Þýskalandi og þar var hlegið að honum fyrir fábreytt mataræði. "Ég eldaði gjarnan hið stórgóða baunabrauð, sem dóttir mín kallar kúrekabrauð, þetta sem er bakað eða grillað í ofni með bökuðum baunum, osti og svörtum pipar. Þetta finnst mér reyndar prýðismatur. Annað sem ég féll fyrir í Frankfurt var réttur sem vinir mínir kölluðu "Goethes favorite" og var einhverskonar jógúrtgrautur með kryddjurtum, alveg frábær. Ég kann bara ekki uppskriftina og auglýsi hér með eftir henni ef einhver býr svo vel." Erling segist hafa forframast heilmikið meðan hann var í námi í útlöndum og lærði til dæmis að borða mosarellaost með tómötum sem honum finnst unaðslegur réttur. "Í Kanada bjó ég í Halifax og þar var ég í látlausri humarveislu. Þar lærði ég líka að borða framandi rétti eins og steiktan sverðfisk sem er með því betra sem ég hef smakkað og skelfisk sem mér finnst núna ofboðslega góður. Annars er ég oftast sáttur við Spaghetti Bolognese sem ég er nokkuð góður í að elda sjálfur, og karrýkássur." Erling er nú með sýningu í Listasafni ASÍ sem hefur vakið mikla athygli.
Matur Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira