Áfellisdómur yfir ráðakonum 17. nóvember 2004 00:01 Stefán Jónsson leikstjóri fylgdi átta ára syni sínum, Jóni Gunnari, í skólann. Til viðbótar á hann tvo stráka, 10 og 12 ára, í skólanum og var kennsla þegar hafin hjá þeim. "Það var glundroði hér í gær því að þá voru ekki svo margir kennarar mættir en í dag virðast kennarar ætla að mæta," sagði hann eftir að kennsla var hafin í bekknum hjá syni hans. "Þetta er ömurlegt. Margir upplifa þetta verkfall eins og tímaskekkju. Það er að koma á daginn hversu mikið sýndarvelferðarkerfi ríkir hér á landi. Við þykjumst og viljum telja okkur í hópi Norðurlandanna en í raun og veru erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna og erum alltaf frekar að teygja okkur meira til Bandaríkjanna í hugsunarhætti." Eirðarleysi og doði "Kennarastéttin er kvennastétt og það virðist ekki hjálpa þeim frekar en fyrri daginn. Og kannski dálítill áfellisdómur yfir þeim konum sem hafa þó einhver völd í bæjarstjórnum víða um land. Margar konur eru bæjarstjórar og menntamálaráðherra er náttúrulega kona líka. Það er svo sem voðalega auðvelt fyrir ríkið að hafa hent þessum skólum yfir í sveitarfélögin og vilja svo ekki kannast við krógann." Stefán sagði barnagæsluna leysta í verkfallinu með því að vera með krakkana í vinnunni og svo hafi börn komin á ákveðinn aldur gengið sjálfala. "Maður hefur reynt að halda þeim réttu megin við línuna. Þeir eru ekki farnir að brjóta lög eða neitt svoleiðis," sagði hann og taldi börnin hafa "skemmt sér konunglega. En svo hefur reyndar komið leiði í strákana. Dagarnir eru langir, það er eirðarleysi, leti og doði sem hefur sest í þá. En þetta er bara búið að vera ömurlegt ástand og okkur öllum til háborinnar skammar að láta þetta viðgangast." Vonar það bestaÆvar Ísberg, starfsmaður Ríkisskattstjóra, fylgdi Karitas, sjö ára dóttur sinni, í Austurbæjarskólann í gærmorgun. "Við höfum getað bjargað okkur í verkfallinu og höfum ekki lent í neinum vandræðum. Þetta er kjarabarátta kennara og maður verður bara að sætta sig við það," sagði hann og taldi flesta foreldra skilja og styðja kjarabaráttu kennara þó að ástandið í vikunni hefði komið mismunandi illa við fólk. "Ég styð að sjálfsögðu kjarabaráttu kennara þó að ástandið sé hundfúlt. Við verðum bara að taka því. Anna Sigurveig Magnúsdóttir tölvunarfræðingur skaust með dóttur sína, Þórunni Dís Halldórsdóttur, 6 ára, í skólann í gær. "Mér líst ekkert á þetta lengur," sagði hún. "Þetta verkfall hefur tekið alltof langan tíma. Við mættum hérna í gær [á mánudag] til að vera bara snúið við. Sex ára börn eru ofsalega vonsvikin að vera send til baka. Ég vona bara að ástandið leysist með þessum lögum, það verði kennsla næstu mánuði og tíminn geri það að verkum að það verði hægt að semja almennilega við kennara. Það er kannski borin von, ég veit það ekki, en maður vonar það besta," sagði hún. Konur rísa upp Helmingur kennara mætti til kennslu í Austurbæjarskóla á mánudag og helmingur sat heima. Í gær voru flestallir kennarar mættir og kennsla hafin á ný þó að margir kennarar hafi verið ósáttir og flestum hafi liðið illa vegna lagasetningar ríkisstjórnarinnar. Von er á uppsögnum í Austurbæjarskóla eins og fleiri skólum út um allt land í dag og næstu daga. Arnljót Ívarsdóttir er deildarstjóri yngsta stigs og umsjónarkennari í þriðja bekk. "Ég hef lítið heyrt í kennurum í morgun þannig að það er ekki hægt að segja hvernig viðhorf þeirra eru í dag en hér eru langflestir mættir. Við tókum einarða afstöðu á tveimur sunnudagsfundum að sýna einhvers konar mótmæli í gær en það verður ekki meir. Hér reiknum við með eðlilegu skólahaldi frá og með deginum í dag," sagði hún í gær. "Það eru margir að íhuga uppsagnir og það eru ekki bara sýndaruppsagnir heldur uppsagnir sem fólk er búið að íhuga mjög lengi vegna þess að því finnst mælirinn vera orðinn fullur. Fólki sem hefur kennt hérna mjög lengi finnst nóg komið. Þetta tengist líka kvennabaráttu því að þetta er kvennastétt og mörgum konum finnst þær þurfa að rísa upp." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Stefán Jónsson leikstjóri fylgdi átta ára syni sínum, Jóni Gunnari, í skólann. Til viðbótar á hann tvo stráka, 10 og 12 ára, í skólanum og var kennsla þegar hafin hjá þeim. "Það var glundroði hér í gær því að þá voru ekki svo margir kennarar mættir en í dag virðast kennarar ætla að mæta," sagði hann eftir að kennsla var hafin í bekknum hjá syni hans. "Þetta er ömurlegt. Margir upplifa þetta verkfall eins og tímaskekkju. Það er að koma á daginn hversu mikið sýndarvelferðarkerfi ríkir hér á landi. Við þykjumst og viljum telja okkur í hópi Norðurlandanna en í raun og veru erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna og erum alltaf frekar að teygja okkur meira til Bandaríkjanna í hugsunarhætti." Eirðarleysi og doði "Kennarastéttin er kvennastétt og það virðist ekki hjálpa þeim frekar en fyrri daginn. Og kannski dálítill áfellisdómur yfir þeim konum sem hafa þó einhver völd í bæjarstjórnum víða um land. Margar konur eru bæjarstjórar og menntamálaráðherra er náttúrulega kona líka. Það er svo sem voðalega auðvelt fyrir ríkið að hafa hent þessum skólum yfir í sveitarfélögin og vilja svo ekki kannast við krógann." Stefán sagði barnagæsluna leysta í verkfallinu með því að vera með krakkana í vinnunni og svo hafi börn komin á ákveðinn aldur gengið sjálfala. "Maður hefur reynt að halda þeim réttu megin við línuna. Þeir eru ekki farnir að brjóta lög eða neitt svoleiðis," sagði hann og taldi börnin hafa "skemmt sér konunglega. En svo hefur reyndar komið leiði í strákana. Dagarnir eru langir, það er eirðarleysi, leti og doði sem hefur sest í þá. En þetta er bara búið að vera ömurlegt ástand og okkur öllum til háborinnar skammar að láta þetta viðgangast." Vonar það bestaÆvar Ísberg, starfsmaður Ríkisskattstjóra, fylgdi Karitas, sjö ára dóttur sinni, í Austurbæjarskólann í gærmorgun. "Við höfum getað bjargað okkur í verkfallinu og höfum ekki lent í neinum vandræðum. Þetta er kjarabarátta kennara og maður verður bara að sætta sig við það," sagði hann og taldi flesta foreldra skilja og styðja kjarabaráttu kennara þó að ástandið í vikunni hefði komið mismunandi illa við fólk. "Ég styð að sjálfsögðu kjarabaráttu kennara þó að ástandið sé hundfúlt. Við verðum bara að taka því. Anna Sigurveig Magnúsdóttir tölvunarfræðingur skaust með dóttur sína, Þórunni Dís Halldórsdóttur, 6 ára, í skólann í gær. "Mér líst ekkert á þetta lengur," sagði hún. "Þetta verkfall hefur tekið alltof langan tíma. Við mættum hérna í gær [á mánudag] til að vera bara snúið við. Sex ára börn eru ofsalega vonsvikin að vera send til baka. Ég vona bara að ástandið leysist með þessum lögum, það verði kennsla næstu mánuði og tíminn geri það að verkum að það verði hægt að semja almennilega við kennara. Það er kannski borin von, ég veit það ekki, en maður vonar það besta," sagði hún. Konur rísa upp Helmingur kennara mætti til kennslu í Austurbæjarskóla á mánudag og helmingur sat heima. Í gær voru flestallir kennarar mættir og kennsla hafin á ný þó að margir kennarar hafi verið ósáttir og flestum hafi liðið illa vegna lagasetningar ríkisstjórnarinnar. Von er á uppsögnum í Austurbæjarskóla eins og fleiri skólum út um allt land í dag og næstu daga. Arnljót Ívarsdóttir er deildarstjóri yngsta stigs og umsjónarkennari í þriðja bekk. "Ég hef lítið heyrt í kennurum í morgun þannig að það er ekki hægt að segja hvernig viðhorf þeirra eru í dag en hér eru langflestir mættir. Við tókum einarða afstöðu á tveimur sunnudagsfundum að sýna einhvers konar mótmæli í gær en það verður ekki meir. Hér reiknum við með eðlilegu skólahaldi frá og með deginum í dag," sagði hún í gær. "Það eru margir að íhuga uppsagnir og það eru ekki bara sýndaruppsagnir heldur uppsagnir sem fólk er búið að íhuga mjög lengi vegna þess að því finnst mælirinn vera orðinn fullur. Fólki sem hefur kennt hérna mjög lengi finnst nóg komið. Þetta tengist líka kvennabaráttu því að þetta er kvennastétt og mörgum konum finnst þær þurfa að rísa upp."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira