Viðskipti innlent

Fyrsta skóflustungan að stöð í Rvk

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tekur skóflustungu að fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík klukkan tvö í dag á svokallaðri Sprengisandslóð á horni Bústaðavegar og Breiðholtsbrautar. Í tilkynningu Atlantsolíu kemur fram að þegar verði hafist handa við að reisa bensínstöðina, en hún á að verða tilbúin eftir um þrjá mánuði. "Bensínstöðin verður útbúin tveimur dælum með aðstöðu fyrir fjórar bifreiðar til að taka eldsneyti. Allur búnaður verður af nýjustu gerð. Þannig verða dælur með afsögunarbúnaði sem hindrar loftmengun og uppgufun verður að bensíni," segir Atlantsolía.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×