Fjögur þúsund augu sjá betur 15. nóvember 2004 00:01 Á augnlæknastöðinni Lasersjón eru gerðar 16-20 laseraðgerðir á viku en stofan hóf starfsemi sína árið 2000. Eiríkur Þorgeirsson, sérfræðingur í augnlækningum, gerir laseraðgerðir á augum í hverri viku. "Við erum nýbúin að endurnýja tækjakostinn sem gerir okkur kleift að gera aðgerðir sem eru meira sniðnar að einstökum tilfellum. Þá eru augu viðkomandi lesin og geymd í minni vélarinnar sem gerir þá aðgerðina á auganu á þér en ekki bara einhverju auga. Slík aðgerð er 27.000 krónum dýrari á augað. Kosturinn við slíka aðgerð er að hægt er að gera minni skurði og að auki sinna fleiri jaðartilfellum en áður. Við mælum í hverju einstöku tilfelli hvor aðgerðin gefi betri árangur." Á stofunni hafa frá upphafi verið löguð um fjögur þúsund augu. Fleiri nærsýnir en fjarsýnir fara í laseraðgerð og árangur þeirra er almennt aðeins betri. "Í dag er vaxandi eftirspurn eftir því hjá fólki á miðjum aldri sem þarf tvískipt gleraugu að stilla augun á mismunandi fjarlægðir, þannig að annað augað sér vel frá sér og hitt verður örlítið nærsýnt. Svo eru augun notuð ómeðvitað til skiptis eftir aðstæðum. Það gerir gleraugnaþörfina minni," segir Eiríkur og bætir því við að 96% prósent fái fulla sjón eftir aðgerð og í öllum tilfellum batni sjónin til muna. "Áhætta er auðvitað alltaf einhver en mjög sjaldgæft að vandamál séu ekki leyst. Sumir fá þurrk í augun eða finna fyrir ertingu í einhvern tíma eftir aðgerðina. Viss áhætta fylgir auðvitað öllum aðgerðum og stundum erum við ekki alveg ánægð með ástand augans þegar í aðgerðina er komin. 0,2% hafa þurft að fara aftur í aðgerðina eða 10 augu af þessum 4.000 sem við höfum skorið. Þeir allir hafa hinsvegar fengið góðar niðurstöður að lokum." Heilsa Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Á augnlæknastöðinni Lasersjón eru gerðar 16-20 laseraðgerðir á viku en stofan hóf starfsemi sína árið 2000. Eiríkur Þorgeirsson, sérfræðingur í augnlækningum, gerir laseraðgerðir á augum í hverri viku. "Við erum nýbúin að endurnýja tækjakostinn sem gerir okkur kleift að gera aðgerðir sem eru meira sniðnar að einstökum tilfellum. Þá eru augu viðkomandi lesin og geymd í minni vélarinnar sem gerir þá aðgerðina á auganu á þér en ekki bara einhverju auga. Slík aðgerð er 27.000 krónum dýrari á augað. Kosturinn við slíka aðgerð er að hægt er að gera minni skurði og að auki sinna fleiri jaðartilfellum en áður. Við mælum í hverju einstöku tilfelli hvor aðgerðin gefi betri árangur." Á stofunni hafa frá upphafi verið löguð um fjögur þúsund augu. Fleiri nærsýnir en fjarsýnir fara í laseraðgerð og árangur þeirra er almennt aðeins betri. "Í dag er vaxandi eftirspurn eftir því hjá fólki á miðjum aldri sem þarf tvískipt gleraugu að stilla augun á mismunandi fjarlægðir, þannig að annað augað sér vel frá sér og hitt verður örlítið nærsýnt. Svo eru augun notuð ómeðvitað til skiptis eftir aðstæðum. Það gerir gleraugnaþörfina minni," segir Eiríkur og bætir því við að 96% prósent fái fulla sjón eftir aðgerð og í öllum tilfellum batni sjónin til muna. "Áhætta er auðvitað alltaf einhver en mjög sjaldgæft að vandamál séu ekki leyst. Sumir fá þurrk í augun eða finna fyrir ertingu í einhvern tíma eftir aðgerðina. Viss áhætta fylgir auðvitað öllum aðgerðum og stundum erum við ekki alveg ánægð með ástand augans þegar í aðgerðina er komin. 0,2% hafa þurft að fara aftur í aðgerðina eða 10 augu af þessum 4.000 sem við höfum skorið. Þeir allir hafa hinsvegar fengið góðar niðurstöður að lokum."
Heilsa Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira