Óvissa í skólastarfinu 15. nóvember 2004 00:01 Ófremdarástand skapast víða í grunnskólum landsins ef kennarar mæta ekki til vinnu í stórum stíl. Á dreifðum fundum kennara í gær ákváðu margir þeirra að mæta ekki til vinnu í dag og var það tilkynnt skólastjórnendum. Í flestum tilfellum neyðast skólastjórar því til að senda börn heim úr skólanum. Í Korpuskóla í Grafarvogi í Reykjavík verða til dæmis nemendur í 5. til 10. bekk sendir heim og svo verður hringt í foreldra barna í 1.-4. bekk og þeir beðnir um að sækja börnin sín. "Það verður að koma í ljós hvað gerist. Það skýrist kannski á fundi hjá ríkissáttasemjara í kvöld hvort það verður eitthvað ásættanlegra fyrir kennara að koma inn aftur en við verðum bara að sjá hvernig það verður. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að kennarar mæti til vinnu en komum ekki til með að geta leyst forföll ef kennarar eru veikir," sagði Svanhildur M. Ólafsdóttir, skólastjóri Korpuskóla, í gær. Gunnsteinn Sigurðsson er skólastjóri Lindaskóla í Kópavogi. "Þetta fer allt eftir umfanginu. Ef til þess kemur að stór hluti kennara mætir ekki þá náttúrlega segir það sig sjálft að það verður ekki hægt að halda uppi venjulegri kennslu. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að kennarar komi ekki til starfa í dag. Ég mæti til vinnu á morgun og bý mig undir að mitt starfsfólk mæti til vinnu. Það er búið að setja lög um þetta og ég bý mig undir það. Auðvitað er það undir niðri vegna þessarar umræðu sem hefur verið. Ég verð bara að bregðast við því þegar þar að kemur ef þannig fer en ég vona að ekki komi til þess. Ég skynja að kennarar eru bæði sárir og reiðir," sagði Gunnsteinn. Kennarar lögðu í gær til að miðlunartillögu ríkissáttasemjara yrði tekið, kennarar fengju 130 þúsund króna eingreiðslu, 5,5 prósenta launahækkun strax ásamt ýmsu smálegu en niðurstaða fundarins í gær var 130 þúsund króna eingreiðsla til að liðka fyrir samningum nú í vikunni. Samningafundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Ófremdarástand skapast víða í grunnskólum landsins ef kennarar mæta ekki til vinnu í stórum stíl. Á dreifðum fundum kennara í gær ákváðu margir þeirra að mæta ekki til vinnu í dag og var það tilkynnt skólastjórnendum. Í flestum tilfellum neyðast skólastjórar því til að senda börn heim úr skólanum. Í Korpuskóla í Grafarvogi í Reykjavík verða til dæmis nemendur í 5. til 10. bekk sendir heim og svo verður hringt í foreldra barna í 1.-4. bekk og þeir beðnir um að sækja börnin sín. "Það verður að koma í ljós hvað gerist. Það skýrist kannski á fundi hjá ríkissáttasemjara í kvöld hvort það verður eitthvað ásættanlegra fyrir kennara að koma inn aftur en við verðum bara að sjá hvernig það verður. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að kennarar mæti til vinnu en komum ekki til með að geta leyst forföll ef kennarar eru veikir," sagði Svanhildur M. Ólafsdóttir, skólastjóri Korpuskóla, í gær. Gunnsteinn Sigurðsson er skólastjóri Lindaskóla í Kópavogi. "Þetta fer allt eftir umfanginu. Ef til þess kemur að stór hluti kennara mætir ekki þá náttúrlega segir það sig sjálft að það verður ekki hægt að halda uppi venjulegri kennslu. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að kennarar komi ekki til starfa í dag. Ég mæti til vinnu á morgun og bý mig undir að mitt starfsfólk mæti til vinnu. Það er búið að setja lög um þetta og ég bý mig undir það. Auðvitað er það undir niðri vegna þessarar umræðu sem hefur verið. Ég verð bara að bregðast við því þegar þar að kemur ef þannig fer en ég vona að ekki komi til þess. Ég skynja að kennarar eru bæði sárir og reiðir," sagði Gunnsteinn. Kennarar lögðu í gær til að miðlunartillögu ríkissáttasemjara yrði tekið, kennarar fengju 130 þúsund króna eingreiðslu, 5,5 prósenta launahækkun strax ásamt ýmsu smálegu en niðurstaða fundarins í gær var 130 þúsund króna eingreiðsla til að liðka fyrir samningum nú í vikunni. Samningafundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira