Óvissa í skólastarfinu 15. nóvember 2004 00:01 Ófremdarástand skapast víða í grunnskólum landsins ef kennarar mæta ekki til vinnu í stórum stíl. Á dreifðum fundum kennara í gær ákváðu margir þeirra að mæta ekki til vinnu í dag og var það tilkynnt skólastjórnendum. Í flestum tilfellum neyðast skólastjórar því til að senda börn heim úr skólanum. Í Korpuskóla í Grafarvogi í Reykjavík verða til dæmis nemendur í 5. til 10. bekk sendir heim og svo verður hringt í foreldra barna í 1.-4. bekk og þeir beðnir um að sækja börnin sín. "Það verður að koma í ljós hvað gerist. Það skýrist kannski á fundi hjá ríkissáttasemjara í kvöld hvort það verður eitthvað ásættanlegra fyrir kennara að koma inn aftur en við verðum bara að sjá hvernig það verður. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að kennarar mæti til vinnu en komum ekki til með að geta leyst forföll ef kennarar eru veikir," sagði Svanhildur M. Ólafsdóttir, skólastjóri Korpuskóla, í gær. Gunnsteinn Sigurðsson er skólastjóri Lindaskóla í Kópavogi. "Þetta fer allt eftir umfanginu. Ef til þess kemur að stór hluti kennara mætir ekki þá náttúrlega segir það sig sjálft að það verður ekki hægt að halda uppi venjulegri kennslu. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að kennarar komi ekki til starfa í dag. Ég mæti til vinnu á morgun og bý mig undir að mitt starfsfólk mæti til vinnu. Það er búið að setja lög um þetta og ég bý mig undir það. Auðvitað er það undir niðri vegna þessarar umræðu sem hefur verið. Ég verð bara að bregðast við því þegar þar að kemur ef þannig fer en ég vona að ekki komi til þess. Ég skynja að kennarar eru bæði sárir og reiðir," sagði Gunnsteinn. Kennarar lögðu í gær til að miðlunartillögu ríkissáttasemjara yrði tekið, kennarar fengju 130 þúsund króna eingreiðslu, 5,5 prósenta launahækkun strax ásamt ýmsu smálegu en niðurstaða fundarins í gær var 130 þúsund króna eingreiðsla til að liðka fyrir samningum nú í vikunni. Samningafundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Ófremdarástand skapast víða í grunnskólum landsins ef kennarar mæta ekki til vinnu í stórum stíl. Á dreifðum fundum kennara í gær ákváðu margir þeirra að mæta ekki til vinnu í dag og var það tilkynnt skólastjórnendum. Í flestum tilfellum neyðast skólastjórar því til að senda börn heim úr skólanum. Í Korpuskóla í Grafarvogi í Reykjavík verða til dæmis nemendur í 5. til 10. bekk sendir heim og svo verður hringt í foreldra barna í 1.-4. bekk og þeir beðnir um að sækja börnin sín. "Það verður að koma í ljós hvað gerist. Það skýrist kannski á fundi hjá ríkissáttasemjara í kvöld hvort það verður eitthvað ásættanlegra fyrir kennara að koma inn aftur en við verðum bara að sjá hvernig það verður. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að kennarar mæti til vinnu en komum ekki til með að geta leyst forföll ef kennarar eru veikir," sagði Svanhildur M. Ólafsdóttir, skólastjóri Korpuskóla, í gær. Gunnsteinn Sigurðsson er skólastjóri Lindaskóla í Kópavogi. "Þetta fer allt eftir umfanginu. Ef til þess kemur að stór hluti kennara mætir ekki þá náttúrlega segir það sig sjálft að það verður ekki hægt að halda uppi venjulegri kennslu. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að kennarar komi ekki til starfa í dag. Ég mæti til vinnu á morgun og bý mig undir að mitt starfsfólk mæti til vinnu. Það er búið að setja lög um þetta og ég bý mig undir það. Auðvitað er það undir niðri vegna þessarar umræðu sem hefur verið. Ég verð bara að bregðast við því þegar þar að kemur ef þannig fer en ég vona að ekki komi til þess. Ég skynja að kennarar eru bæði sárir og reiðir," sagði Gunnsteinn. Kennarar lögðu í gær til að miðlunartillögu ríkissáttasemjara yrði tekið, kennarar fengju 130 þúsund króna eingreiðslu, 5,5 prósenta launahækkun strax ásamt ýmsu smálegu en niðurstaða fundarins í gær var 130 þúsund króna eingreiðsla til að liðka fyrir samningum nú í vikunni. Samningafundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira