Viðskiptalífið hafi lært lexíu 11. nóvember 2004 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist vona að viðskiptalífið hafi lært lexíu af olíumálinu. Getið er um tölvupóst á milli Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna viðtals við Davíð sem þá var forsætisráðherra. Hann sagði í viðtalinu að félögin ættu að geta lækkað olíuverð vegna aðstæðna á erlendum mörkuðum. Tölvupósturinn var merktur „Áríðandi trúnaðarmál, DO í Íslandi í dag“. Honum hafði verið eytt úr gagnasafni forstjóranna þegar starfsmenn Samkeppnisstofnunar komu höndum yfir það. Davíð Oddsson sagði í þættinum að það væri skynsamlegt ef olíufélögin lækkuðu verðið. Ummælin voru einnig spiluð í fréttatímum Bylgjunnar. Davíð segist ekki þekkja tiltekið dæmi en hann hafi nokkrum sinnum haft orð á því að olíufélögin væru tregari til að lækka verðið en að hækka það í takt við aðstæður á heimsmarkaði. Spurður hvort hann haft slíkt ægivald í íslensku viðskiptalífi að menn bregðist við þessum hætti í kjölfar ummæla hans segir Davíð að það hafi komið fyrir, t.d þegar hann hafi krafist af bönkunum að þeir lækkuðu vexti. Davíð segir að hann hafi þannig oft fundið að ýmsu í viðskiptalífinu, svo sem að ýmsir tækju ekki þátt í að halda niðri vöruverði og verðbólgu og treysta undirstöður kjarasamninga. Spurður hvort hann haldi að viðskiptamenn andi léttar núna þegar hann sé kominn í utanríkismál segist Davíð ekki vita neitt um það. Hann vonar hins vegar að allt verði með öðrum brag og að stjórnmálamenn þurfi ekki að vera einhverjir hrópendur eins og hann hafi kannski verið á þeim. „Ég vona að það læri allir lexíu af þessu. Ég vildi ekki vera í sporum blessaðra olíumannanna núna,“ segir Davíð og bætir við að kannski sé full hart gengið að þeim þessa dagana. Þeir þurfi vitanlega að fá að gera gein fyrir sínum málum og koma með sínar varnir. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segist vona að viðskiptalífið hafi lært lexíu af olíumálinu. Getið er um tölvupóst á milli Kristins Björnssonar, forstjóra Skeljungs, og Einars Benediktssonar, forstjóra Olís, í skýrslu Samkeppnisstofnunar vegna viðtals við Davíð sem þá var forsætisráðherra. Hann sagði í viðtalinu að félögin ættu að geta lækkað olíuverð vegna aðstæðna á erlendum mörkuðum. Tölvupósturinn var merktur „Áríðandi trúnaðarmál, DO í Íslandi í dag“. Honum hafði verið eytt úr gagnasafni forstjóranna þegar starfsmenn Samkeppnisstofnunar komu höndum yfir það. Davíð Oddsson sagði í þættinum að það væri skynsamlegt ef olíufélögin lækkuðu verðið. Ummælin voru einnig spiluð í fréttatímum Bylgjunnar. Davíð segist ekki þekkja tiltekið dæmi en hann hafi nokkrum sinnum haft orð á því að olíufélögin væru tregari til að lækka verðið en að hækka það í takt við aðstæður á heimsmarkaði. Spurður hvort hann haft slíkt ægivald í íslensku viðskiptalífi að menn bregðist við þessum hætti í kjölfar ummæla hans segir Davíð að það hafi komið fyrir, t.d þegar hann hafi krafist af bönkunum að þeir lækkuðu vexti. Davíð segir að hann hafi þannig oft fundið að ýmsu í viðskiptalífinu, svo sem að ýmsir tækju ekki þátt í að halda niðri vöruverði og verðbólgu og treysta undirstöður kjarasamninga. Spurður hvort hann haldi að viðskiptamenn andi léttar núna þegar hann sé kominn í utanríkismál segist Davíð ekki vita neitt um það. Hann vonar hins vegar að allt verði með öðrum brag og að stjórnmálamenn þurfi ekki að vera einhverjir hrópendur eins og hann hafi kannski verið á þeim. „Ég vona að það læri allir lexíu af þessu. Ég vildi ekki vera í sporum blessaðra olíumannanna núna,“ segir Davíð og bætir við að kannski sé full hart gengið að þeim þessa dagana. Þeir þurfi vitanlega að fá að gera gein fyrir sínum málum og koma með sínar varnir.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent