Steinunn Valdís XVI 11. nóvember 2004 00:01 1908-14 Páll Einarsson. Lögfræðingur. Var sýslumaður nyrðra og syðra og síðar bæjarfógeti og enn síðar bæjarstjóri um skeið í Hafnarfirði. Varð sýslumaður í Eyjafirði og bæjarfógeti á Akureyri þegar borgarstjórastörfunum lauk. Síðar varð Páll hæstaréttardómari. 1914-33 Knud Zimsen. Verkfræðingur. Var bæjarverkfræðingur og stundaði athafna- og verkfræðistörf af ýmsu tagi áður, meðfram og eftir borgarstjóratíðina. Var mikilsvirkur í safnaðarstarfi í borginni og stofnaði og stýrði fyrsta sunnudagaskóla KFUM í Reykjavík. 1933-35 Jón Þorláksson. Verkfræðingur. Rak verkfræðistofu og byggingavöruverslun um árabil. Var forsætis- og fjármálaráðherra áður en hann varð borgarstjóri. Var formaður Íhalds- og síðar Sjálfstæðisflokksins. Einnig skólastjóri Iðnskólans. 1935-40 Pétur Halldórsson. Hóf laganám en hætti. Áður og samhliða borgarstjórastarfinu átti Pétur og rak bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Hann sat líka á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 1940-47 Bjarni Benediktsson. Lögfræðingur. Bjarni var prófessor í lögum áður en hann varð borgarstjóri. Síðar þingmaður Sjálfstæðisflokks og ráðherra í mörgum ráðuneytum, m.a. forsætisráðherra. Hann var líka formaður Sjálfstæðisflokksins og ritstýrði Morgunblaðinu. 1947-59 Gunnar Thoroddsen. Lögfræðingur. Stundaði lögmannsstörf, var prófessor við HÍ og þingmaður Sjálfstæðisflokks. Eftir borgarstjóratíðina varð Gunnar ráðherra, m.a. forsætisráðherra, sendiherra og hæstaréttardómari. 1959-60 Auður Auðuns. Lögfræðingur. Fyrst kvenna til að ljúka lögfræðiprófi frá HÍ og stundaði lögmannsstörf fram að borgarstjóratíð. Var borgarstjóri í tæpt ár við hlið Geirs Hallgrímssonar. Var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð dómsmálaráðherra. 1959-72 Geir Hallgrímsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku og varð forstjóri H.Ben. Undir lok borgarstjóratíðar sinnar var Geir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar forsætis- og utanríkisráðherra. Seðlabankastjóri undir lok starfsferilsins. 1972-78 Birgir Ísleifur Gunnarsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku áður en hann varð borgarstjóri. Að þeim ferli loknum var Birgir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar menntamálaráðherra. Enn síðar Seðlabankastjóri. 1978-82 Egill Skúli Ingibergsson. Verkfræðingur. Vann ýmis verkfræðistörf fyrir raforkufyrirtæki og var m.a. rafveitustjóri á Vestfjörðum. Stofnaði eigin verkfræðistofu og starfaði þar áður og eftir að hann varð borgarstjóri. 1982-91 Davíð Oddsson. Lögfræðingur. Vann lengst af hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur áður en hann varð borgarstjóri. Var kjörinn á þing og varð forsætisráðherra og síðar utanríkisráðherra. Davíð er formaður Sjálfstæðisflokksins. 1991-94 Markús Örn Antonsson. Var fréttamaður, ritstjóri tímarita, útvarpsstjóri og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins áður en hann varð borgarstjóri. Eftir það varð Markús framkvæmdastjóri Útvarps og síðar útvarpsstjóri á ný. Tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 1995. 1994 Árni Sigfússon. Próf í opinberri stjórnsýslu. Var m.a. frkvstj. Stjórnsýslufélags Íslands og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Tók við embætti hundrað dögum fyrir kosningarnar 1994. Síðar varð hann framkvæmdastjóri Tæknivals og enn síðar bæjarstjóri í Reykjanesbæ. 1994-2003 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sagnfræðingur. Var m.a. borgarfulltrúi og þingkona Kvennalista áður en hún varð borgarstjóri. Lét af störfum til að bjóða sig fram til Alþingis. Er varaþingmaður í Reykjavík og varaformaður Samfylkingarinnar. 2003-04 Þórólfur Árnason. Verkfræðingur. Var markaðsstjóri Marels og Essó og framkvæmdastjóri Tals. Tók við embætti þegar Ingibjörg Sólrún lét af störfum. Framtíð hans er óljós. 2004- Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Sagnfræðingur. Formaður og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. Vann á Rannsóknarstofu í kvennafræðum og Leiðbeiningastöð heimilanna. Borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans frá 1994. Afsögn Þórólfs Árnasonar Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
1908-14 Páll Einarsson. Lögfræðingur. Var sýslumaður nyrðra og syðra og síðar bæjarfógeti og enn síðar bæjarstjóri um skeið í Hafnarfirði. Varð sýslumaður í Eyjafirði og bæjarfógeti á Akureyri þegar borgarstjórastörfunum lauk. Síðar varð Páll hæstaréttardómari. 1914-33 Knud Zimsen. Verkfræðingur. Var bæjarverkfræðingur og stundaði athafna- og verkfræðistörf af ýmsu tagi áður, meðfram og eftir borgarstjóratíðina. Var mikilsvirkur í safnaðarstarfi í borginni og stofnaði og stýrði fyrsta sunnudagaskóla KFUM í Reykjavík. 1933-35 Jón Þorláksson. Verkfræðingur. Rak verkfræðistofu og byggingavöruverslun um árabil. Var forsætis- og fjármálaráðherra áður en hann varð borgarstjóri. Var formaður Íhalds- og síðar Sjálfstæðisflokksins. Einnig skólastjóri Iðnskólans. 1935-40 Pétur Halldórsson. Hóf laganám en hætti. Áður og samhliða borgarstjórastarfinu átti Pétur og rak bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Hann sat líka á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 1940-47 Bjarni Benediktsson. Lögfræðingur. Bjarni var prófessor í lögum áður en hann varð borgarstjóri. Síðar þingmaður Sjálfstæðisflokks og ráðherra í mörgum ráðuneytum, m.a. forsætisráðherra. Hann var líka formaður Sjálfstæðisflokksins og ritstýrði Morgunblaðinu. 1947-59 Gunnar Thoroddsen. Lögfræðingur. Stundaði lögmannsstörf, var prófessor við HÍ og þingmaður Sjálfstæðisflokks. Eftir borgarstjóratíðina varð Gunnar ráðherra, m.a. forsætisráðherra, sendiherra og hæstaréttardómari. 1959-60 Auður Auðuns. Lögfræðingur. Fyrst kvenna til að ljúka lögfræðiprófi frá HÍ og stundaði lögmannsstörf fram að borgarstjóratíð. Var borgarstjóri í tæpt ár við hlið Geirs Hallgrímssonar. Var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð dómsmálaráðherra. 1959-72 Geir Hallgrímsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku og varð forstjóri H.Ben. Undir lok borgarstjóratíðar sinnar var Geir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar forsætis- og utanríkisráðherra. Seðlabankastjóri undir lok starfsferilsins. 1972-78 Birgir Ísleifur Gunnarsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku áður en hann varð borgarstjóri. Að þeim ferli loknum var Birgir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar menntamálaráðherra. Enn síðar Seðlabankastjóri. 1978-82 Egill Skúli Ingibergsson. Verkfræðingur. Vann ýmis verkfræðistörf fyrir raforkufyrirtæki og var m.a. rafveitustjóri á Vestfjörðum. Stofnaði eigin verkfræðistofu og starfaði þar áður og eftir að hann varð borgarstjóri. 1982-91 Davíð Oddsson. Lögfræðingur. Vann lengst af hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur áður en hann varð borgarstjóri. Var kjörinn á þing og varð forsætisráðherra og síðar utanríkisráðherra. Davíð er formaður Sjálfstæðisflokksins. 1991-94 Markús Örn Antonsson. Var fréttamaður, ritstjóri tímarita, útvarpsstjóri og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins áður en hann varð borgarstjóri. Eftir það varð Markús framkvæmdastjóri Útvarps og síðar útvarpsstjóri á ný. Tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 1995. 1994 Árni Sigfússon. Próf í opinberri stjórnsýslu. Var m.a. frkvstj. Stjórnsýslufélags Íslands og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Tók við embætti hundrað dögum fyrir kosningarnar 1994. Síðar varð hann framkvæmdastjóri Tæknivals og enn síðar bæjarstjóri í Reykjanesbæ. 1994-2003 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sagnfræðingur. Var m.a. borgarfulltrúi og þingkona Kvennalista áður en hún varð borgarstjóri. Lét af störfum til að bjóða sig fram til Alþingis. Er varaþingmaður í Reykjavík og varaformaður Samfylkingarinnar. 2003-04 Þórólfur Árnason. Verkfræðingur. Var markaðsstjóri Marels og Essó og framkvæmdastjóri Tals. Tók við embætti þegar Ingibjörg Sólrún lét af störfum. Framtíð hans er óljós. 2004- Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Sagnfræðingur. Formaður og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. Vann á Rannsóknarstofu í kvennafræðum og Leiðbeiningastöð heimilanna. Borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans frá 1994.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira