Styrkir til flokka verði rannasakaðir 11. nóvember 2004 00:01 "Skiptar skoðanir hafa verið milli flokkanna hvort eigi að opna bókhald þeirra og sumir hafa ákveðið að upplýsa um fjárhæðir yfir ákveðnu marki. Aðrir hafa ekki viljað upplýsa neitt. Væntanlega telja menn sig að einhverju leyti bundna af því að hafa gefið út yfirlýsingar um trúnað áður og þeir séu því bundnir af trúnaði gagnvart styrktaraðilum sínum. Ég tel hinsvegar að svo sé ekki gagnvart olíufélögunum því að stjórnendur olíufélaganna hafa gengist við skipulagðri brotastarfsemi sem heitir samsæri gegn atvinnulífi og neytendum. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki verið bundnir trúnaði gagnvart þess háttar starfsemi þegar talið er að þjóðfélagið hafi orðið fyrir 40 milljarða tjóni. Þá tel ég í rauninni að flokkarnir eigi allir að upplýsa um þessi tengsl," segir Helgi Hjörvar alþingismaður. "Hinsvegar er óraunsætt að stjórnarflokkarnir sem hafa sérstaklega verið andvígir því að upplýsa um styrki muni opna bókhald sitt vegna þessa. Mér finnst mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir hreinsi stjórnvöld af öllum grun um að hafa hlíft olíufélögunum og fjársvelt Samkeppnisstofnun í allan þennan tíma vegna þess að þeir hafi fengið greiðslur frá félögunum. Ég hef því lagt til að flokkarnir leiti til Ríkisendurskoðunar um að hún skoði þessi fjárhagslegu samskipti. Þar með væri ekki verið að aflétta trúnaði eða opna bókhald. Einstakir flokkar gætu sett einhver skilyrði fyrir slíkri athugun en ég held að meginatriðið sé að Ríkisendurskoðunin kanni styrki til olíufélaganna almennt, hversu umfangsmiklir þessir styrkir hafa verið, og skili skýrslu um það," segir hann. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
"Skiptar skoðanir hafa verið milli flokkanna hvort eigi að opna bókhald þeirra og sumir hafa ákveðið að upplýsa um fjárhæðir yfir ákveðnu marki. Aðrir hafa ekki viljað upplýsa neitt. Væntanlega telja menn sig að einhverju leyti bundna af því að hafa gefið út yfirlýsingar um trúnað áður og þeir séu því bundnir af trúnaði gagnvart styrktaraðilum sínum. Ég tel hinsvegar að svo sé ekki gagnvart olíufélögunum því að stjórnendur olíufélaganna hafa gengist við skipulagðri brotastarfsemi sem heitir samsæri gegn atvinnulífi og neytendum. Stjórnmálaflokkarnir geta ekki verið bundnir trúnaði gagnvart þess háttar starfsemi þegar talið er að þjóðfélagið hafi orðið fyrir 40 milljarða tjóni. Þá tel ég í rauninni að flokkarnir eigi allir að upplýsa um þessi tengsl," segir Helgi Hjörvar alþingismaður. "Hinsvegar er óraunsætt að stjórnarflokkarnir sem hafa sérstaklega verið andvígir því að upplýsa um styrki muni opna bókhald sitt vegna þessa. Mér finnst mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir hreinsi stjórnvöld af öllum grun um að hafa hlíft olíufélögunum og fjársvelt Samkeppnisstofnun í allan þennan tíma vegna þess að þeir hafi fengið greiðslur frá félögunum. Ég hef því lagt til að flokkarnir leiti til Ríkisendurskoðunar um að hún skoði þessi fjárhagslegu samskipti. Þar með væri ekki verið að aflétta trúnaði eða opna bókhald. Einstakir flokkar gætu sett einhver skilyrði fyrir slíkri athugun en ég held að meginatriðið sé að Ríkisendurskoðunin kanni styrki til olíufélaganna almennt, hversu umfangsmiklir þessir styrkir hafa verið, og skili skýrslu um það," segir hann.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira