Hótað fyrir að kaupa Irving-olíur 10. nóvember 2004 00:01 Forsvarsmenn Olís hótuðu að setja eiganda smurverkstæðis á Höfn í Hornafirði á hausinn ef hann myndi kaupa smurolíur af umboðsmanni Irving á Íslandi. Þetta segir Olgeir Jóhannesson, sem rak Smur og dekk á Höfn í ellefu ár. Hann hætti rekstri fyrir skömmu. Hann segir að árið 2001 hafi honum verið boðin smurolía frá Irving á helmingi lægra verði en Olís hefði selt honum á. Hann sagðist hafa ætlað að taka tilboðinu en misst það út úr sér við forsvarsmenn Olís og þeir hafi brugðist ókvæða við. "Þeir hótuðu því að setja mig á hausinn ef ég myndi kaupa Irving-olíur," segir Olgeir. "Þeir sögðu að ef ég myndi kaupa Irving-olíur myndu þeir setja upp aðra smurstöð við hliðina á mér og hirða af mér öll viðskiptin. Þetta voru náttúrlega fáranleg viðbrögð sem komu mér algjörlega á óvart. Ég var ekkert háður Olís og átti til dæmis sjálfur húsnæðið sem smuverkstæðið var í. Eftir þessar hótanir þorði ég samt ekki annað en að hætta við. Olís vildi samt ekkert gera fyrir mig. Lækkuðu ekki verð á olíunni sem þeir seldu mér eða neitt slíkt." Sigurður Eiríksson, sem var umboðsmaður fyrir Irving-smurolíur á þessum tíma, segist vel muna eftir þessu. "Svona var þetta alls staðar þar sem mínir sölumenn komu," segir Sigurður. "Vegna hótana olíufélaganna voru menn logandi hræddir við að skipta við okkur jafnvel þótt þeir vildu það. Við vorum samt það ódýrir að sumir lögðu það á sig að koma til okkar á kvöldin, nánast í skjóli nætur, með tunnur frá Essó, Skeljungi eða Olís og við fylltum á þær. Þannig voru viðskiptin um tíma." Sigurður segir að það hafi ekki verið hægt að stunda viðskipti undir þessum kringumstæðum, þess vegna hafi hann einfaldlega neyðst til að hætta. "Það var bara alls staðar lokað á kaup hjá okkur." Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Forsvarsmenn Olís hótuðu að setja eiganda smurverkstæðis á Höfn í Hornafirði á hausinn ef hann myndi kaupa smurolíur af umboðsmanni Irving á Íslandi. Þetta segir Olgeir Jóhannesson, sem rak Smur og dekk á Höfn í ellefu ár. Hann hætti rekstri fyrir skömmu. Hann segir að árið 2001 hafi honum verið boðin smurolía frá Irving á helmingi lægra verði en Olís hefði selt honum á. Hann sagðist hafa ætlað að taka tilboðinu en misst það út úr sér við forsvarsmenn Olís og þeir hafi brugðist ókvæða við. "Þeir hótuðu því að setja mig á hausinn ef ég myndi kaupa Irving-olíur," segir Olgeir. "Þeir sögðu að ef ég myndi kaupa Irving-olíur myndu þeir setja upp aðra smurstöð við hliðina á mér og hirða af mér öll viðskiptin. Þetta voru náttúrlega fáranleg viðbrögð sem komu mér algjörlega á óvart. Ég var ekkert háður Olís og átti til dæmis sjálfur húsnæðið sem smuverkstæðið var í. Eftir þessar hótanir þorði ég samt ekki annað en að hætta við. Olís vildi samt ekkert gera fyrir mig. Lækkuðu ekki verð á olíunni sem þeir seldu mér eða neitt slíkt." Sigurður Eiríksson, sem var umboðsmaður fyrir Irving-smurolíur á þessum tíma, segist vel muna eftir þessu. "Svona var þetta alls staðar þar sem mínir sölumenn komu," segir Sigurður. "Vegna hótana olíufélaganna voru menn logandi hræddir við að skipta við okkur jafnvel þótt þeir vildu það. Við vorum samt það ódýrir að sumir lögðu það á sig að koma til okkar á kvöldin, nánast í skjóli nætur, með tunnur frá Essó, Skeljungi eða Olís og við fylltum á þær. Þannig voru viðskiptin um tíma." Sigurður segir að það hafi ekki verið hægt að stunda viðskipti undir þessum kringumstæðum, þess vegna hafi hann einfaldlega neyðst til að hætta. "Það var bara alls staðar lokað á kaup hjá okkur."
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira