Varð hált á svellinu 10. nóvember 2004 00:01 Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að skýrsla Samkeppnisstofnunar sé enginn Stóridómur í málinu gegn olíufélögunum. Niðurstöðum hennar hafi verið kröftuglega mótmælt. Hann vísar því á bug að forstjórar olíufélaganna hefðu reynt að fela slóðina en viðurkennir að honum hefði orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum, án þess að hann vilji ræða þau sérstaklega. Hvað varðar sinn þátt í því „meinta“ samráði sem skýrslan fjalli um segir Kristinn það algjörlega úr lausu lofti gripið að hann hafi átt einhvern sérstakan þátt í samráðinu umfram aðra. Hann segir dæmið sem sé nefnt í skýrslunni, og eigi að sýna fram á frumkvæði sitt, hafa gerst liðlega mánuði eftir að hann hóf störf hjá Skeljungi og þremur árum áður en samkeppnislögin tóku gildi. „Ég bara skil ekki svona málatilbúnað,“ segir Kristinn. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. Kristinn segist skilja reiði fólks út í olíufélögin. Hann segir umræðuna hafa verið einsleita og stuðst eingöngu við skýrslu Samkeppnisstofnunar. Það sé ekkert við því að segja en nú fari fleiri að tjá sig. Spurður hver sé ábyrgð einstakra stjórnarmanna í olíufélögunum segir Kristinn að ábyrgðin í þessu máli sé alfarið forstjórans. „Það er undir minni stjórn sem atvik áttu sér stað sem betur hefðu ekki átt sér stað þannig að stjórnarmenn í Skeljungi, sem ég hef átt óaðfinnanlegt samband við og samvinnu með allan þann tíma sem ég sat í stjórninni, hverjir sem sátu í stjórninni á hverjum tíma, þeir gátu með engu móti vitað um þesi tilvik,“ segir Kristinn. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristin með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að skýrsla Samkeppnisstofnunar sé enginn Stóridómur í málinu gegn olíufélögunum. Niðurstöðum hennar hafi verið kröftuglega mótmælt. Hann vísar því á bug að forstjórar olíufélaganna hefðu reynt að fela slóðina en viðurkennir að honum hefði orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum, án þess að hann vilji ræða þau sérstaklega. Hvað varðar sinn þátt í því „meinta“ samráði sem skýrslan fjalli um segir Kristinn það algjörlega úr lausu lofti gripið að hann hafi átt einhvern sérstakan þátt í samráðinu umfram aðra. Hann segir dæmið sem sé nefnt í skýrslunni, og eigi að sýna fram á frumkvæði sitt, hafa gerst liðlega mánuði eftir að hann hóf störf hjá Skeljungi og þremur árum áður en samkeppnislögin tóku gildi. „Ég bara skil ekki svona málatilbúnað,“ segir Kristinn. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. Kristinn segist skilja reiði fólks út í olíufélögin. Hann segir umræðuna hafa verið einsleita og stuðst eingöngu við skýrslu Samkeppnisstofnunar. Það sé ekkert við því að segja en nú fari fleiri að tjá sig. Spurður hver sé ábyrgð einstakra stjórnarmanna í olíufélögunum segir Kristinn að ábyrgðin í þessu máli sé alfarið forstjórans. „Það er undir minni stjórn sem atvik áttu sér stað sem betur hefðu ekki átt sér stað þannig að stjórnarmenn í Skeljungi, sem ég hef átt óaðfinnanlegt samband við og samvinnu með allan þann tíma sem ég sat í stjórninni, hverjir sem sátu í stjórninni á hverjum tíma, þeir gátu með engu móti vitað um þesi tilvik,“ segir Kristinn. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristin með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira