Óvissa um arftaka Þórólfs 10. nóvember 2004 00:01 Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna segir að Þórólfur Árnason geti staðið uppréttur eftir að hafa tekið "heppilega" ákvörðun um afsögn. "Ég ber virðingu fyrir hans niðurstöðu". Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík hugðist leggja fram ályktun á fundi sem boðaður var klukkan átta í gærkvöld þar sem þess var krafist að Þórólfur viki. Þótti sýnt að tillagan yrði samþykkt og þar með var Þórólfi ekki lengur stætt. Endanlega lá ákvörðun um afsögn borgarstjóra ekki fyrir, fyrr en síðdegis í gær. "Ég tel að framhaldið hefði orðið honum og R-listanum mjög mótdrægt, en ég get ekki sagt að ég sé sáttur" sagði Stefán Jón Hafstein, Samfylkingu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir að Þórólfur sé maður að meiri eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Bæði hann og Alfreð Þorsteinsson Framsóknarflokki vísa á bug að þreifingar séu á milli flokkanna um nýjan meirihluta. Vilhjálmur segir þó að sjálfstæðismenn séu tilbúnir til að mynda meirihluta með hverjum sem er splundrist R-lista samstarfið. Mikil óvissa er um arftaka Þórólfs. Samfylkingin er klofin í afstöðu sinni. Stefán Jón Hafstein býður fram sjálfan sig eða þríhöfða borgarstjóra R-listaforingja. Aðrir hallast að Degi B. Eggertssyni, utanflokka borgarfulltrúa en mikil andstaða er við hann innan Framsóknarflokksins og hugnast Halldóri Ásgrímssyni meðal annars ekki að R listinn ali upp nýjan Samfylkingarleiðtoga eins og maður í innsta hring orðaði það. Frekar gætu Framsóknarmenn sætt sig við Steinunni Valdís Óskarsdóttur af Samfylkingarfólki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Stefán Jón Hafstein sögðu bæði í gærkvöld að borgarstjóraefnið yrði valið innan borgarstjórnarflokksins. Vinstri-grænir virðast úr leik í bili í þeirri baráttu og framsóknarmenn nefna sjálfir ýmis nöfn utan R-listans, þar á meðal Helgu Jónsdóttur, borgarritara og Orra Hlöðversson, bæjarstjóra vinstra samstarfs í Hveragerði. Afsögn Þórólfs Árnasonar Samráð olíufélaga Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri-grænna segir að Þórólfur Árnason geti staðið uppréttur eftir að hafa tekið "heppilega" ákvörðun um afsögn. "Ég ber virðingu fyrir hans niðurstöðu". Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík hugðist leggja fram ályktun á fundi sem boðaður var klukkan átta í gærkvöld þar sem þess var krafist að Þórólfur viki. Þótti sýnt að tillagan yrði samþykkt og þar með var Þórólfi ekki lengur stætt. Endanlega lá ákvörðun um afsögn borgarstjóra ekki fyrir, fyrr en síðdegis í gær. "Ég tel að framhaldið hefði orðið honum og R-listanum mjög mótdrægt, en ég get ekki sagt að ég sé sáttur" sagði Stefán Jón Hafstein, Samfylkingu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna segir að Þórólfur sé maður að meiri eftir að hafa tekið þessa ákvörðun. Bæði hann og Alfreð Þorsteinsson Framsóknarflokki vísa á bug að þreifingar séu á milli flokkanna um nýjan meirihluta. Vilhjálmur segir þó að sjálfstæðismenn séu tilbúnir til að mynda meirihluta með hverjum sem er splundrist R-lista samstarfið. Mikil óvissa er um arftaka Þórólfs. Samfylkingin er klofin í afstöðu sinni. Stefán Jón Hafstein býður fram sjálfan sig eða þríhöfða borgarstjóra R-listaforingja. Aðrir hallast að Degi B. Eggertssyni, utanflokka borgarfulltrúa en mikil andstaða er við hann innan Framsóknarflokksins og hugnast Halldóri Ásgrímssyni meðal annars ekki að R listinn ali upp nýjan Samfylkingarleiðtoga eins og maður í innsta hring orðaði það. Frekar gætu Framsóknarmenn sætt sig við Steinunni Valdís Óskarsdóttur af Samfylkingarfólki. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Stefán Jón Hafstein sögðu bæði í gærkvöld að borgarstjóraefnið yrði valið innan borgarstjórnarflokksins. Vinstri-grænir virðast úr leik í bili í þeirri baráttu og framsóknarmenn nefna sjálfir ýmis nöfn utan R-listans, þar á meðal Helgu Jónsdóttur, borgarritara og Orra Hlöðversson, bæjarstjóra vinstra samstarfs í Hveragerði.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Samráð olíufélaga Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira