Þórólfur hættir 30. nóvember 9. nóvember 2004 00:01 Þórólfur Árnason mun hætta sem borgarstjóri 30. nóvember. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á sjöunda tímanum og sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki. Þetta eru vissulega tíðindi þótt ekki sé hægt að tala um að ákvörðun hans komi algerlega á óvart. Það hefur verið fátítt á Íslandi að háttsettir embættismenn segi af sér embætti vegna pólitískra álitamála. Í yfirlýsingu Þórólfs segir orðrétt: Undanfarna daga hef ég ásamt borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans farið yfir stöðu mála. Við tókum sameiginlega ákvörðun, að ég fengi tækifæri til að skýra sjónarmið mín vegna niðurstöðu samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Það var mér nauðsynlegt að verja heiður minn og Reykjavíkurlistanum nauðsynlegt að stilla saman strengi sína. Ég hef frá upphafi komið hreint fram varðandi störf mín fyrir Olíufélagið. Ég hef útskýrt minn þátt. Ég hef unnið eftir fremsta megni að upplýsa þessi mál. Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla samkeppnistofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári.Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Það er mér mikils virði að borgarbúar eru ánægðir með störf mín í þágu borgarinnar og ég virðist njóta mikils traust sem borgarstjóri. Það hefur einnig komið fram að ekki ber neinn skugga á samstarf mitt við borgarfulltrúa og borgarstarfsmenn í störfum fyrir Reykjavíkurborg. Skoðanir eru hins vegar skiptar á meðal borgarbúa hvort ég eigi að gegna störfum sem borgarstjóri við núverandi aðstæður. Í því ljósi finnst mér mikilvægt að störf mín í almannaþágu litist ekki af þessum málum. Eða að þau hafi áhrif á framtíð og gengi Reykjavíkurlistans og Reykjavíkurborgar.Á undanförnum dögum hef ég fundið fyrir ótrúlegri hvatningu fjölda fólks. Og ég met mikils þann mikla stuðning sem mér hefur hlotnast. Ég veit að margir munu vera ósáttir við þá ákvörðun sem ég hef tekið. Þá ákvörðun verð ég að taka sjálfur og það er mitt mat að hún er best fyrir Reykjavíkurlistann og mig sjálfan.Ég var beðinn um að taka að mér starf borgarstjóra fyrir tæpum tveimur árum og bar það skjótt að eins og flestir vita. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri sem mér gafst til að gegna störfum í almannaþágu og láta gott að mér leiða. Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú, að mér þótti vænt um Reykjavíkurlistann og það sem hann stendur fyrir.Ég stend upp úr stóli borgarstjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann. Það er sameiginleg niðurstaða mín og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um það, að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavíkurlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum. Eftir að hafa lesið yfirlýsinguna gaf Þórólfur færi á nokkrum spurningum. Aðspurður hvort honum finndist ekki að verið væri að bola honum úr starfi sagði Þórólfur að honum finndist að hann væri fyrst og fremst að hugsa um framtíð R-listans og heiður sinn í samhengi. Þórólfur sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki að hann viki úr starfinu. Hann sagði að R-listinn myndi leiða til lykta mjög fljótlega hver tæki við af honum. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þórólfur Árnason mun hætta sem borgarstjóri 30. nóvember. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á sjöunda tímanum og sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki. Þetta eru vissulega tíðindi þótt ekki sé hægt að tala um að ákvörðun hans komi algerlega á óvart. Það hefur verið fátítt á Íslandi að háttsettir embættismenn segi af sér embætti vegna pólitískra álitamála. Í yfirlýsingu Þórólfs segir orðrétt: Undanfarna daga hef ég ásamt borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans farið yfir stöðu mála. Við tókum sameiginlega ákvörðun, að ég fengi tækifæri til að skýra sjónarmið mín vegna niðurstöðu samkeppnisráðs um samráð olíufélaganna. Það var mér nauðsynlegt að verja heiður minn og Reykjavíkurlistanum nauðsynlegt að stilla saman strengi sína. Ég hef frá upphafi komið hreint fram varðandi störf mín fyrir Olíufélagið. Ég hef útskýrt minn þátt. Ég hef unnið eftir fremsta megni að upplýsa þessi mál. Ég tel ekkert nýtt hafa komið fram sem breytir mati á mínum hlut eða ábyrgð frá því frumskýrsla samkeppnistofnunar komst í hámæli fyrir rúmu ári.Málið er hins vegar allt meira að vöxtum en nokkurn hefði órað fyrir. Það er mér mikils virði að borgarbúar eru ánægðir með störf mín í þágu borgarinnar og ég virðist njóta mikils traust sem borgarstjóri. Það hefur einnig komið fram að ekki ber neinn skugga á samstarf mitt við borgarfulltrúa og borgarstarfsmenn í störfum fyrir Reykjavíkurborg. Skoðanir eru hins vegar skiptar á meðal borgarbúa hvort ég eigi að gegna störfum sem borgarstjóri við núverandi aðstæður. Í því ljósi finnst mér mikilvægt að störf mín í almannaþágu litist ekki af þessum málum. Eða að þau hafi áhrif á framtíð og gengi Reykjavíkurlistans og Reykjavíkurborgar.Á undanförnum dögum hef ég fundið fyrir ótrúlegri hvatningu fjölda fólks. Og ég met mikils þann mikla stuðning sem mér hefur hlotnast. Ég veit að margir munu vera ósáttir við þá ákvörðun sem ég hef tekið. Þá ákvörðun verð ég að taka sjálfur og það er mitt mat að hún er best fyrir Reykjavíkurlistann og mig sjálfan.Ég var beðinn um að taka að mér starf borgarstjóra fyrir tæpum tveimur árum og bar það skjótt að eins og flestir vita. Ég er þakklátur fyrir það tækifæri sem mér gafst til að gegna störfum í almannaþágu og láta gott að mér leiða. Ástæðan fyrir því að ég tók það að mér var sú, að mér þótti vænt um Reykjavíkurlistann og það sem hann stendur fyrir.Ég stend upp úr stóli borgarstjóra af sömu ástæðum og ég settist í hann. Það er sameiginleg niðurstaða mín og borgarfulltrúa Reykjavíkurlistans að ég láti af störfum borgarstjóra hinn 30. nóvember næstkomandi. Ég er sannfærður um það, að það er rétt ákvörðun og ég óska Reykjavíkurlistanum og borgarbúum alls hins besta á komandi tímum. Eftir að hafa lesið yfirlýsinguna gaf Þórólfur færi á nokkrum spurningum. Aðspurður hvort honum finndist ekki að verið væri að bola honum úr starfi sagði Þórólfur að honum finndist að hann væri fyrst og fremst að hugsa um framtíð R-listans og heiður sinn í samhengi. Þórólfur sagði ekki sitt að dæma hvort það væri sanngjarnt eða ekki að hann viki úr starfinu. Hann sagði að R-listinn myndi leiða til lykta mjög fljótlega hver tæki við af honum.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira