Viðskipti innlent

Actavis með fjóra milljarða

Hagnaður Actavis var 4,1 milljarður króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam fjórtán milljónum evra eða 1,2 milljörðum króna. Afkoman er lítillega undir því sem greiningardeildir bankanna spáðu. Sala félagsins á þriðja ársfjórðungi jókst um 36,9 prósent. Stærsti hluti vaxtarins er tilkominn vegna ytri vaxtar, en innri vöxtur félagsins á fjórðungnum var 5,8 prósent. Tafir á gildistöku endurgreiðslukerfis lyfja í Búlgaríu leiddu til hægari vaxtar þar í landi. Ef horft er til vaxtar félagsins fyrstu níu mánuði ársins óx salan um tæp 43 prósent. Innri vöxtur félagsins skýrist af mestu af sölu til þriðja aðila. Arðsemi eigin fjár fyrirtækisins fyrstu níu mánuði ársins var 29,5 prósent. Meðal þess sem er á döfinni hjá Actavis er að setja á fót þróunareiningu á Indlandi til ná frekari hagkvæmni. Félagið stefnir að skráningu hlutabréfa í kauphöll í London á næsta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×