Forsætisráðherra olíufélaganna 8. nóvember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson krafðist þess í umræðum á Alþingi í dag að Össur Skarphéðinsson bæði afsökunar á því að hafa kallað hann sérstakan forsætisráðherra olíufélaganna. Snörp orðaskipti um olíumálið voru á þinginu. Þegar einhver stelur er ætlast til þess í siðuðu samfélagi að sá skaði sé bættur að fullu, sagði Össur Skarphéðinsson í upphafi fyrirspurnar til forsætisráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði Samkeppnisstofnun hafa metið þann skaða, sem olíufélögin hefðu valdið samfélaginu með áralöngu ólögmætu samráði, vera um sex milljarða króna. Því dugi ekki til að sekta félögin um tæpa þrjá milljarða. Í framhaldi af afsökunarbeiðni olíufélaganna sagðist Össur vilja láta reyna á það hvort þau séu reiðubúin að endurgreiða samfélaginu upphæðina sem Samkeppnisstofun nefnir og sagði hann eðlilegt að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefði forgöngu um slíkar viðræður. Forsætisráðherra benti á að málinu væri ekki lokið á öllum stigum réttarkerfisins. Hann spurði Össur hvort hannn hefði ekki heyrt talað um aðskilnað dómsvalds, framkvæmdavalds og löggjafarvalds, og, hvort hann væri að leggja til breytingu á stjórnarskránni. Össur spurði þá á móti hvort Halldór væri forsætisráðherra olíufélaganna. Halldór sagði úrskurðarnefnd samkeppnismála hafa verið setta á stofn til að fjalla um þetta mál og lög sett sem kveða á um hvernig skuli taka á málum sem þessum fyrir dómstólum. Össur sagði það þá vera til skammar hvernig forsætisráðherra verji olíufélögin. Ráðherra svaraði því til að það væru núna fleiri en olíufélögin sem þyrftu að biðjast afsökunar. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Halldór Ásgrímsson krafðist þess í umræðum á Alþingi í dag að Össur Skarphéðinsson bæði afsökunar á því að hafa kallað hann sérstakan forsætisráðherra olíufélaganna. Snörp orðaskipti um olíumálið voru á þinginu. Þegar einhver stelur er ætlast til þess í siðuðu samfélagi að sá skaði sé bættur að fullu, sagði Össur Skarphéðinsson í upphafi fyrirspurnar til forsætisráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði Samkeppnisstofnun hafa metið þann skaða, sem olíufélögin hefðu valdið samfélaginu með áralöngu ólögmætu samráði, vera um sex milljarða króna. Því dugi ekki til að sekta félögin um tæpa þrjá milljarða. Í framhaldi af afsökunarbeiðni olíufélaganna sagðist Össur vilja láta reyna á það hvort þau séu reiðubúin að endurgreiða samfélaginu upphæðina sem Samkeppnisstofun nefnir og sagði hann eðlilegt að Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra hefði forgöngu um slíkar viðræður. Forsætisráðherra benti á að málinu væri ekki lokið á öllum stigum réttarkerfisins. Hann spurði Össur hvort hannn hefði ekki heyrt talað um aðskilnað dómsvalds, framkvæmdavalds og löggjafarvalds, og, hvort hann væri að leggja til breytingu á stjórnarskránni. Össur spurði þá á móti hvort Halldór væri forsætisráðherra olíufélaganna. Halldór sagði úrskurðarnefnd samkeppnismála hafa verið setta á stofn til að fjalla um þetta mál og lög sett sem kveða á um hvernig skuli taka á málum sem þessum fyrir dómstólum. Össur sagði það þá vera til skammar hvernig forsætisráðherra verji olíufélögin. Ráðherra svaraði því til að það væru núna fleiri en olíufélögin sem þyrftu að biðjast afsökunar.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira