Olíufélögin biðjast afsökunar 8. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu á undanförnum árum. Esso gekk lengst í dag þegar félagið ákvað að hætta öllum samskiptum við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra, boðaði örari verðbreytingar og sjálfstæð innkaup á eldsneyti. Forstjóri Esso segir að það muni taka þjóðina langan tíma að taka olíufélögin í sátt. Olís reið á vaðið í gær og bað þjóðina afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi fyrirtækisins. Lunganum úr tilkynningu Olís er þó varið í að gagnrýna starfsaðferðir Samkeppnisstofnunar. Skeljungur biður viðskiptavini sína afsökunar í dag og segir þessa starfshætti heyra til fortíðinni. Skeljungur gagnrýndi ákvörðun Samkeppnisstofnunar á heimasíðu sinni fyrir viku. Öfugt við Olís og Skeljung, sem geta geta ekki látið hjá líða að hnýta í Samkeppnisstofnun með fram því að biðja neitendur afsökunar á framferði sínu, þá lætur Essó allt hnútukast eiga sig í tilkynningu sem þeir birtu í morgun. Eigendur, stjórn og stjórnendur fyrirtækisins harma þátt þess í verðsamráði olíufélaganna og biðjast afsökunar á framferði sínu. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, segir öllum innan fyrirtækisins þykja mjög eðlilegt að biðja viðskiptavini sína og þjóðina alla afsökunar á samráðinu. Hann segir ljóst að Olíufélagið braut lög og að með þessu sé fyrirtækið í raun að játa syndir sínar. En Esso gerir meira en að biðjast afsökunar. Það hættir þegar í stað öllu samstarfi um samreknar bensínstöðvar eins og sjá mátti á Ísafirði í dag þegar fánar Olís og Skeljungs voru dregnir niður og Esso tók alfarið yfir rekstur stöðvarinnar. Þá sögðu starfsmenn félagsins sig í dag úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja áfram. Esso boðar ennfremur örari verðbreytingar og það ætlar að hætta að kaupa inn eldsneyti í samvinnu við önnur olíufélög. Hjörleifur segist gera sér grein fyrir því að þjóðin muni ekki taka olíufélögin í sátt frá einum degi til annars og segir mikla vinnu framundan í þeim efnum. Með aðgerðunum í dag er Essó að reyna að skapa sér trúverðugleika á meðal fólks að nýju að sögn Hjörleifs. Því verður svo fylgt eftir í framtíðinni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa beðið þjóðina afsökunar á framferði sínu á undanförnum árum. Esso gekk lengst í dag þegar félagið ákvað að hætta öllum samskiptum við önnur olíufélög og starfsmenn þeirra, boðaði örari verðbreytingar og sjálfstæð innkaup á eldsneyti. Forstjóri Esso segir að það muni taka þjóðina langan tíma að taka olíufélögin í sátt. Olís reið á vaðið í gær og bað þjóðina afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi fyrirtækisins. Lunganum úr tilkynningu Olís er þó varið í að gagnrýna starfsaðferðir Samkeppnisstofnunar. Skeljungur biður viðskiptavini sína afsökunar í dag og segir þessa starfshætti heyra til fortíðinni. Skeljungur gagnrýndi ákvörðun Samkeppnisstofnunar á heimasíðu sinni fyrir viku. Öfugt við Olís og Skeljung, sem geta geta ekki látið hjá líða að hnýta í Samkeppnisstofnun með fram því að biðja neitendur afsökunar á framferði sínu, þá lætur Essó allt hnútukast eiga sig í tilkynningu sem þeir birtu í morgun. Eigendur, stjórn og stjórnendur fyrirtækisins harma þátt þess í verðsamráði olíufélaganna og biðjast afsökunar á framferði sínu. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Esso, segir öllum innan fyrirtækisins þykja mjög eðlilegt að biðja viðskiptavini sína og þjóðina alla afsökunar á samráðinu. Hann segir ljóst að Olíufélagið braut lög og að með þessu sé fyrirtækið í raun að játa syndir sínar. En Esso gerir meira en að biðjast afsökunar. Það hættir þegar í stað öllu samstarfi um samreknar bensínstöðvar eins og sjá mátti á Ísafirði í dag þegar fánar Olís og Skeljungs voru dregnir niður og Esso tók alfarið yfir rekstur stöðvarinnar. Þá sögðu starfsmenn félagsins sig í dag úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja áfram. Esso boðar ennfremur örari verðbreytingar og það ætlar að hætta að kaupa inn eldsneyti í samvinnu við önnur olíufélög. Hjörleifur segist gera sér grein fyrir því að þjóðin muni ekki taka olíufélögin í sátt frá einum degi til annars og segir mikla vinnu framundan í þeim efnum. Með aðgerðunum í dag er Essó að reyna að skapa sér trúverðugleika á meðal fólks að nýju að sögn Hjörleifs. Því verður svo fylgt eftir í framtíðinni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira