Kristinn fagnar könnun 8. nóvember 2004 00:01 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Hann segir að ekki sé hægt að leggja út af skoðunum Framsóknarmanna einna en þeir voru nánast klofnir í tvo jafnstóra hópa í könnuninni í afstöðu sinni til réttmætis stöðusviptingar Kristins í þingflokknum, til þess séu þeir of fáir: "Miðað við heildarniðurstöðuna er þetta mjög svipað og ég vænti. Á kjördæmisþinginu í Norðvesturkjördæmi kom líka skýrt fram að menn vildu ekki svona aðferð", segir Kristinn H. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins er sammála Kristni um að niðurstaðan komi ekki á óvart. "Þetta var mjög alvarleg ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson kynnti sjónarmið sín mjög einhliða. Á sama tíma höfum við ekki viljað ræða opinberlega það sem gerst hefur innan þingflokksins." Hjálmar kynnti þingflokknum í gær samþykkt kjördæmisráðsins þar sem hvatt var til þessa að ágreiningur innan þingflokksins yrði leystur. Kristinn H. segist túlka samþykktina á þá vegu að ráðið vilji að báðir þingmenn kjördæmisins hafi "pólitíska vikt" eins og hann kallar það. "Það stendur upp á þingflokkinn að vinna úr þessari afstöðu kjördæmisráðsins. Ég er ánægður með stuðning við mig en ekki síður ánægður með að samstaða náðist, því ef greidd hefðu verið atkvæði hefði einhver tapað", segir Kristinn og segist ekki í vafa um að hafa haft betur ef atkvæði hefðu verið látin ráða um ályktun. Magnús Stefánsson, þingmaður framsóknar í Norðvesturkjördæmi leggur áherslu á að kjördæmisráðið leggi það ekki aðeins á herðar þingflokksins heldur einnig Kristins H. að líta í eigin barm. Um þau orð Kristins að þess sé óskað í kjördæminu að báðir þingmenn hafi pólitíska vikt segir Magnús að þetta sé almennt sjónarmið. "Það verður farið yfir þetta. Það þarf að byggja upp traust að nýju." Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Hann segir að ekki sé hægt að leggja út af skoðunum Framsóknarmanna einna en þeir voru nánast klofnir í tvo jafnstóra hópa í könnuninni í afstöðu sinni til réttmætis stöðusviptingar Kristins í þingflokknum, til þess séu þeir of fáir: "Miðað við heildarniðurstöðuna er þetta mjög svipað og ég vænti. Á kjördæmisþinginu í Norðvesturkjördæmi kom líka skýrt fram að menn vildu ekki svona aðferð", segir Kristinn H. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins er sammála Kristni um að niðurstaðan komi ekki á óvart. "Þetta var mjög alvarleg ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson kynnti sjónarmið sín mjög einhliða. Á sama tíma höfum við ekki viljað ræða opinberlega það sem gerst hefur innan þingflokksins." Hjálmar kynnti þingflokknum í gær samþykkt kjördæmisráðsins þar sem hvatt var til þessa að ágreiningur innan þingflokksins yrði leystur. Kristinn H. segist túlka samþykktina á þá vegu að ráðið vilji að báðir þingmenn kjördæmisins hafi "pólitíska vikt" eins og hann kallar það. "Það stendur upp á þingflokkinn að vinna úr þessari afstöðu kjördæmisráðsins. Ég er ánægður með stuðning við mig en ekki síður ánægður með að samstaða náðist, því ef greidd hefðu verið atkvæði hefði einhver tapað", segir Kristinn og segist ekki í vafa um að hafa haft betur ef atkvæði hefðu verið látin ráða um ályktun. Magnús Stefánsson, þingmaður framsóknar í Norðvesturkjördæmi leggur áherslu á að kjördæmisráðið leggi það ekki aðeins á herðar þingflokksins heldur einnig Kristins H. að líta í eigin barm. Um þau orð Kristins að þess sé óskað í kjördæminu að báðir þingmenn hafi pólitíska vikt segir Magnús að þetta sé almennt sjónarmið. "Það verður farið yfir þetta. Það þarf að byggja upp traust að nýju."
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira