Essó sker á öll tengsl 8. nóvember 2004 00:01 Stjórn Olíufélagsins Essó hefur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin, hætta strax í dag samstarfi um samreknar bensínstöðvar og starfsmenn félagsins munu í dag segja sig úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja jafnframt. Þetta er samkvæmt nýjum verklagsreglum félagsins sem kynntar voru í morgun og taka þegar gildi. Fulltrúar Essó í stjórn Olíudreifingar, sem er í sameign Essó og Olís, munu segja sig úr stjórn félagsins. Hætt verður samvinnu við önnur olíufélög við innkaup á eldsneyti svo fljótt sem auðið er. Essó ætlar að selja hlut sinn í Gasfélaginu, sem það á með Skeljungi og Olís, og beinir því til annarra hluthafa að það verði selt sem allra fyrst. Þangað til mun fulltrúi Essó í stjórninni segja af sér og utanaðkomandi aðili taka sæti hans. Þá ætlar félagið að sinna í einu og öllu þeirri upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í úrskurði Samkeppnisráðs og undirrita þær yfirlýsingar um upplýsingamiðlun sem um er beðið. Framvegis verður stjórnendum og starfsmönnum Essó óheimilt að eiga samskipti við stjórnendur og starfsmenn annarra olíufélaga nema með formlegum hætti og undirrituðum af forstjóra félagsins. Loks er stefnt að örari verðbreytingum en áður og verða þær að minnsta kosti vikulega. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, sagði í viðtali við fréttastofuna að væntanlega skapaði það betri verðmyndun. Hann sagði að síðastliðin þrjú ári hafi orðið eigendaskipti og starfað hafi verið samkvæmt nýjum leikreglum en þar sem ekki virtist, þrátt fyrir það, ríkja trúnaður á milli almennings og félagsins hafi stjórnendur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin. Sjálfur mun Hjörleifur meðal annars segja sig úr stjórn Olíudreifingar í dag þar sem hann hefur verið stjórnarformaður. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Stjórn Olíufélagsins Essó hefur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin, hætta strax í dag samstarfi um samreknar bensínstöðvar og starfsmenn félagsins munu í dag segja sig úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja jafnframt. Þetta er samkvæmt nýjum verklagsreglum félagsins sem kynntar voru í morgun og taka þegar gildi. Fulltrúar Essó í stjórn Olíudreifingar, sem er í sameign Essó og Olís, munu segja sig úr stjórn félagsins. Hætt verður samvinnu við önnur olíufélög við innkaup á eldsneyti svo fljótt sem auðið er. Essó ætlar að selja hlut sinn í Gasfélaginu, sem það á með Skeljungi og Olís, og beinir því til annarra hluthafa að það verði selt sem allra fyrst. Þangað til mun fulltrúi Essó í stjórninni segja af sér og utanaðkomandi aðili taka sæti hans. Þá ætlar félagið að sinna í einu og öllu þeirri upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í úrskurði Samkeppnisráðs og undirrita þær yfirlýsingar um upplýsingamiðlun sem um er beðið. Framvegis verður stjórnendum og starfsmönnum Essó óheimilt að eiga samskipti við stjórnendur og starfsmenn annarra olíufélaga nema með formlegum hætti og undirrituðum af forstjóra félagsins. Loks er stefnt að örari verðbreytingum en áður og verða þær að minnsta kosti vikulega. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, sagði í viðtali við fréttastofuna að væntanlega skapaði það betri verðmyndun. Hann sagði að síðastliðin þrjú ári hafi orðið eigendaskipti og starfað hafi verið samkvæmt nýjum leikreglum en þar sem ekki virtist, þrátt fyrir það, ríkja trúnaður á milli almennings og félagsins hafi stjórnendur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin. Sjálfur mun Hjörleifur meðal annars segja sig úr stjórn Olíudreifingar í dag þar sem hann hefur verið stjórnarformaður.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira