Essó sker á öll tengsl 8. nóvember 2004 00:01 Stjórn Olíufélagsins Essó hefur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin, hætta strax í dag samstarfi um samreknar bensínstöðvar og starfsmenn félagsins munu í dag segja sig úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja jafnframt. Þetta er samkvæmt nýjum verklagsreglum félagsins sem kynntar voru í morgun og taka þegar gildi. Fulltrúar Essó í stjórn Olíudreifingar, sem er í sameign Essó og Olís, munu segja sig úr stjórn félagsins. Hætt verður samvinnu við önnur olíufélög við innkaup á eldsneyti svo fljótt sem auðið er. Essó ætlar að selja hlut sinn í Gasfélaginu, sem það á með Skeljungi og Olís, og beinir því til annarra hluthafa að það verði selt sem allra fyrst. Þangað til mun fulltrúi Essó í stjórninni segja af sér og utanaðkomandi aðili taka sæti hans. Þá ætlar félagið að sinna í einu og öllu þeirri upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í úrskurði Samkeppnisráðs og undirrita þær yfirlýsingar um upplýsingamiðlun sem um er beðið. Framvegis verður stjórnendum og starfsmönnum Essó óheimilt að eiga samskipti við stjórnendur og starfsmenn annarra olíufélaga nema með formlegum hætti og undirrituðum af forstjóra félagsins. Loks er stefnt að örari verðbreytingum en áður og verða þær að minnsta kosti vikulega. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, sagði í viðtali við fréttastofuna að væntanlega skapaði það betri verðmyndun. Hann sagði að síðastliðin þrjú ári hafi orðið eigendaskipti og starfað hafi verið samkvæmt nýjum leikreglum en þar sem ekki virtist, þrátt fyrir það, ríkja trúnaður á milli almennings og félagsins hafi stjórnendur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin. Sjálfur mun Hjörleifur meðal annars segja sig úr stjórn Olíudreifingar í dag þar sem hann hefur verið stjórnarformaður. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Stjórn Olíufélagsins Essó hefur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin, hætta strax í dag samstarfi um samreknar bensínstöðvar og starfsmenn félagsins munu í dag segja sig úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja jafnframt. Þetta er samkvæmt nýjum verklagsreglum félagsins sem kynntar voru í morgun og taka þegar gildi. Fulltrúar Essó í stjórn Olíudreifingar, sem er í sameign Essó og Olís, munu segja sig úr stjórn félagsins. Hætt verður samvinnu við önnur olíufélög við innkaup á eldsneyti svo fljótt sem auðið er. Essó ætlar að selja hlut sinn í Gasfélaginu, sem það á með Skeljungi og Olís, og beinir því til annarra hluthafa að það verði selt sem allra fyrst. Þangað til mun fulltrúi Essó í stjórninni segja af sér og utanaðkomandi aðili taka sæti hans. Þá ætlar félagið að sinna í einu og öllu þeirri upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í úrskurði Samkeppnisráðs og undirrita þær yfirlýsingar um upplýsingamiðlun sem um er beðið. Framvegis verður stjórnendum og starfsmönnum Essó óheimilt að eiga samskipti við stjórnendur og starfsmenn annarra olíufélaga nema með formlegum hætti og undirrituðum af forstjóra félagsins. Loks er stefnt að örari verðbreytingum en áður og verða þær að minnsta kosti vikulega. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, sagði í viðtali við fréttastofuna að væntanlega skapaði það betri verðmyndun. Hann sagði að síðastliðin þrjú ári hafi orðið eigendaskipti og starfað hafi verið samkvæmt nýjum leikreglum en þar sem ekki virtist, þrátt fyrir það, ríkja trúnaður á milli almennings og félagsins hafi stjórnendur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin. Sjálfur mun Hjörleifur meðal annars segja sig úr stjórn Olíudreifingar í dag þar sem hann hefur verið stjórnarformaður.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira