Uppstokkun yfirvofandi í BNA 3. nóvember 2004 00:01 Nú er ljóst að George W. Bush bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Xandra Kayden stjórnmálafræðingur telur að Bush hafi gengið betur en keppinauti sínum að fá fólk til að fara á kjörstað og hafi ítök hans í kirkjum landsins haft úrslitaáhrif. Hún býst síður við stefnubreytingum hjá ríkisstjórn Bush þótt mannabreytingar séu í uppsiglingu. Vel heppnaðar kosningar Bandaríski stjórnmálafræðingurinn Xandra Kayden er stödd hér á landi vegna forsetakosninganna í heimalandi sínu. Hún situr í stjórn samtakanna League of Women Voters of the USA en hefur auk þess kennt stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla. Kayden telur kosningarnar hafa heppnast vel og bendir á að engin alvarleg vandamál hafi komið upp við framkvæmd þeirra. "Við höfðum áhyggjur af skorti á reyndu starfsfólki við kosningarnar en um tíma vantaði 500.000 manns. Meðalaldur starfsfólksins er 71 ár og því óttuðumst við að álagið yrði fólkinu erfitt en það stóð vaktina með prýði," segir hún og bætir við að litlar líkur séu á hrinu lögsókna eins og menn höfðu spáð. Hópefli í kirkjunum Strax frá upphafi var greinilegt að Bush ætlaði ekki að endurtaka mistök föður síns frá 1992 sem einbeitti sér ekki sem skyldi að hinum íhaldssamari armi Repúblikanaflokksins. Bush yngri lagði hins vegar mikla áherslu á þennan harða kjarna og það skilaði honum árangri. "Í þessu ljósi er athyglisvert að skoða útgönguspárnar, þá er eins og tvennar ólíkar kosningar hafi farið fram. Annars vegar sögðu repúblikanar að stríðið gegn hryðjuverkum og siðferðisgildi hefðu ráðið hvernig þeir hefðu greitt atkvæði. Hins vegar sögðu demókratar að Íraksstríðið og efnahagsmál hefðu ráðið þeirra atkvæðum," segir Kayden. Demókratar voru æfir yfir kosningunum fyrir fjórum árum og því var vitað að þeir myndu flykkjast á kjörstað. Kayden segir að repúblikanar hafi brugðist við á snjallan hátt sem hafi furðulega litla athygli fengið. "Þeir unnu mjög skipulega í kirkjum landsins og fengu fólk sem sækir kirkju reglulega til að mæta á kjörstað, sérstaklega mótmælendurna. Þetta held ég að hafi haft mikið að segja, ef ekki ráðið úrslitum um hverjir skiluðu sér á endanum á kjörstað." Að hennar sögn eru demókratar ekki eins skipulagðir en hins vegar virðast fylgismenn þeirra hafa notað netið í þessu skyni, meðal annars með milligöngu hreyfinga á borð við Move-on sem telur um tvær milljónir manna. Það dugði þó ekki til. Powell og Rumsfeld á útleið Í þeim tilvikum sem forsetar hafa náð endurkjöri í kosningum er algengt að þeir geri einhverjar breytingar á stefnu sinni. Kayden býst við að Bush muni í það minnsta skipta út hluta ríkisstjórnar sinnar, sérstaklega þeim mönnum sem farið hafa með utanríkis- og varnarmál. "Það hefur legið fyrir í langan tíma að Colin Powell utanríkisráðherra er á leiðinni út úr ríkisstjórninni. Ég á einnig von á því að ný-íhaldsmennirnir í Pentagon, sem settu mark sitt svo mjög á utanríkisstefnu landsins síðasta kjörtímabil, verði látnir taka pokann sinn. Öldungadeildin á ekki eftir að leggja blessun sína yfir áframhaldandi skipan þeirra því margir þingmenn úr röðum repúblikana hafa verið mjög óánægðir með þeirra frammistöðu," segir hún og býst við að Paul Wolfowitz aðstoðarvarnarmálaráðherra hætti fljótlega og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra eftir eitt eða tvö ár. Hins vegar á Kayden síður von á að róttækar breytingar verði gerðar á stefnu ríkisstjórnarinnar. "Ég vona að einhver lærdómur hafi verið dreginn af atburðum síðustu missera og breyting verði á hvernig stjórnvöld glíma við hryðjuverkaógnina. En kannski er það óskhyggja í mér." Bush brúar ekki bilið Fáum dylst að bandaríska þjóðin hefur verið klofin í tvær fylkingar og hefur verið það um langt skeið. Aðspurð hvort Bush muni freista þess að brúa þetta bil bendir Kayden á að forsetinn hafi aukið umtalsvert á klofninginn á sínu fyrra kjörtímabili, í stað þess að reyna að sætta þjóðina. "Ef Bush vill láta minnast sín sem farsæls forseta ætti hann að fara huga að því að skapa einingu í samfélaginu. Það eru hins vegar engin teikn á lofti um að hann muni breyta áherslum sínum enda virðist hann ekki hafa teljandi áhyggjur af slíkum hlutum. Ég held því að hann haldi sig við sitt fólk í stað þess að reyna að sætta þjóðina." Hver tekur við 2008? Hvað sem verður er ljóst að nýr forseti tekur við völdum árið 2008. Kayden segir að engar líkur séu á að varaforseti Bush, Dick Cheney, verði eftirmaður hans, til þess sé hann allt of fullorðinn. "Ég bjóst ekki við að hann myndi tóra fyrsta kjörtímabilið vegna hjartveiki," segir hún. Öldungardeildarþingmaður repúblikana í Nebraska, Chuck Hagel, er að mati Kayden líklegur frambjóðandi flokksins að fjórum árum liðnum, en hann vakti athygli fyrir að styðja ekki stefnu stjórnvalda í Írak. Bill Frist, leiðtogi repúblikana í Öldungadeildinni, stendur nærri Bush en Kayden segir að repúblikanar verði að gera dálítið róttækar breytingar á sínu liði því þreyta almennings gagnvart því fari vaxandi. John Edwards, varaforsetaefni John Kerry, þótti standa sig vel í kosningabaráttunni og vera má að hann verði frambjóðandi demókrata árið 2008. Síðan vonast margir til að Hillary Clinton taki slaginn. "Þriðjungur þjóðarinnar hatar Hillary, annar þriðjungur elskar hana og svo verður bitist um afganginn af fólkinu. Síðan getur einhver alveg nýr frambjóðandi komið fram á sjónarsviðið. Fjögur ár eru langur tími, ekki síst í pólitík," segir Xandra Kayden stjórnmálafræðingur. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira
Nú er ljóst að George W. Bush bar sigur úr býtum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Xandra Kayden stjórnmálafræðingur telur að Bush hafi gengið betur en keppinauti sínum að fá fólk til að fara á kjörstað og hafi ítök hans í kirkjum landsins haft úrslitaáhrif. Hún býst síður við stefnubreytingum hjá ríkisstjórn Bush þótt mannabreytingar séu í uppsiglingu. Vel heppnaðar kosningar Bandaríski stjórnmálafræðingurinn Xandra Kayden er stödd hér á landi vegna forsetakosninganna í heimalandi sínu. Hún situr í stjórn samtakanna League of Women Voters of the USA en hefur auk þess kennt stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla. Kayden telur kosningarnar hafa heppnast vel og bendir á að engin alvarleg vandamál hafi komið upp við framkvæmd þeirra. "Við höfðum áhyggjur af skorti á reyndu starfsfólki við kosningarnar en um tíma vantaði 500.000 manns. Meðalaldur starfsfólksins er 71 ár og því óttuðumst við að álagið yrði fólkinu erfitt en það stóð vaktina með prýði," segir hún og bætir við að litlar líkur séu á hrinu lögsókna eins og menn höfðu spáð. Hópefli í kirkjunum Strax frá upphafi var greinilegt að Bush ætlaði ekki að endurtaka mistök föður síns frá 1992 sem einbeitti sér ekki sem skyldi að hinum íhaldssamari armi Repúblikanaflokksins. Bush yngri lagði hins vegar mikla áherslu á þennan harða kjarna og það skilaði honum árangri. "Í þessu ljósi er athyglisvert að skoða útgönguspárnar, þá er eins og tvennar ólíkar kosningar hafi farið fram. Annars vegar sögðu repúblikanar að stríðið gegn hryðjuverkum og siðferðisgildi hefðu ráðið hvernig þeir hefðu greitt atkvæði. Hins vegar sögðu demókratar að Íraksstríðið og efnahagsmál hefðu ráðið þeirra atkvæðum," segir Kayden. Demókratar voru æfir yfir kosningunum fyrir fjórum árum og því var vitað að þeir myndu flykkjast á kjörstað. Kayden segir að repúblikanar hafi brugðist við á snjallan hátt sem hafi furðulega litla athygli fengið. "Þeir unnu mjög skipulega í kirkjum landsins og fengu fólk sem sækir kirkju reglulega til að mæta á kjörstað, sérstaklega mótmælendurna. Þetta held ég að hafi haft mikið að segja, ef ekki ráðið úrslitum um hverjir skiluðu sér á endanum á kjörstað." Að hennar sögn eru demókratar ekki eins skipulagðir en hins vegar virðast fylgismenn þeirra hafa notað netið í þessu skyni, meðal annars með milligöngu hreyfinga á borð við Move-on sem telur um tvær milljónir manna. Það dugði þó ekki til. Powell og Rumsfeld á útleið Í þeim tilvikum sem forsetar hafa náð endurkjöri í kosningum er algengt að þeir geri einhverjar breytingar á stefnu sinni. Kayden býst við að Bush muni í það minnsta skipta út hluta ríkisstjórnar sinnar, sérstaklega þeim mönnum sem farið hafa með utanríkis- og varnarmál. "Það hefur legið fyrir í langan tíma að Colin Powell utanríkisráðherra er á leiðinni út úr ríkisstjórninni. Ég á einnig von á því að ný-íhaldsmennirnir í Pentagon, sem settu mark sitt svo mjög á utanríkisstefnu landsins síðasta kjörtímabil, verði látnir taka pokann sinn. Öldungadeildin á ekki eftir að leggja blessun sína yfir áframhaldandi skipan þeirra því margir þingmenn úr röðum repúblikana hafa verið mjög óánægðir með þeirra frammistöðu," segir hún og býst við að Paul Wolfowitz aðstoðarvarnarmálaráðherra hætti fljótlega og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra eftir eitt eða tvö ár. Hins vegar á Kayden síður von á að róttækar breytingar verði gerðar á stefnu ríkisstjórnarinnar. "Ég vona að einhver lærdómur hafi verið dreginn af atburðum síðustu missera og breyting verði á hvernig stjórnvöld glíma við hryðjuverkaógnina. En kannski er það óskhyggja í mér." Bush brúar ekki bilið Fáum dylst að bandaríska þjóðin hefur verið klofin í tvær fylkingar og hefur verið það um langt skeið. Aðspurð hvort Bush muni freista þess að brúa þetta bil bendir Kayden á að forsetinn hafi aukið umtalsvert á klofninginn á sínu fyrra kjörtímabili, í stað þess að reyna að sætta þjóðina. "Ef Bush vill láta minnast sín sem farsæls forseta ætti hann að fara huga að því að skapa einingu í samfélaginu. Það eru hins vegar engin teikn á lofti um að hann muni breyta áherslum sínum enda virðist hann ekki hafa teljandi áhyggjur af slíkum hlutum. Ég held því að hann haldi sig við sitt fólk í stað þess að reyna að sætta þjóðina." Hver tekur við 2008? Hvað sem verður er ljóst að nýr forseti tekur við völdum árið 2008. Kayden segir að engar líkur séu á að varaforseti Bush, Dick Cheney, verði eftirmaður hans, til þess sé hann allt of fullorðinn. "Ég bjóst ekki við að hann myndi tóra fyrsta kjörtímabilið vegna hjartveiki," segir hún. Öldungardeildarþingmaður repúblikana í Nebraska, Chuck Hagel, er að mati Kayden líklegur frambjóðandi flokksins að fjórum árum liðnum, en hann vakti athygli fyrir að styðja ekki stefnu stjórnvalda í Írak. Bill Frist, leiðtogi repúblikana í Öldungadeildinni, stendur nærri Bush en Kayden segir að repúblikanar verði að gera dálítið róttækar breytingar á sínu liði því þreyta almennings gagnvart því fari vaxandi. John Edwards, varaforsetaefni John Kerry, þótti standa sig vel í kosningabaráttunni og vera má að hann verði frambjóðandi demókrata árið 2008. Síðan vonast margir til að Hillary Clinton taki slaginn. "Þriðjungur þjóðarinnar hatar Hillary, annar þriðjungur elskar hana og svo verður bitist um afganginn af fólkinu. Síðan getur einhver alveg nýr frambjóðandi komið fram á sjónarsviðið. Fjögur ár eru langur tími, ekki síst í pólitík," segir Xandra Kayden stjórnmálafræðingur.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Sjá meira